„Það vilja allir spila fyrir Manchester United“ Smári Jökull Jónsson skrifar 4. maí 2023 17:45 Erik Ten Hag verður á hliðarlínunni þegar Manchester United verður í heimsókn hjá Brighton í kvöld. Vísir/Getty Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að það sé algjört lykilatriði í enduruppbyggingu félagsins að ná sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta ári. Manchester United á mikilvægan leik í ensku deildinni gegn Brighton í kvöld. Manchester United er í ágætum málum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þrátt fyrir nokkurn óstöðugleika á síðustu vikum. Liðið er í fjórða sæti deildarinnar, fjórum stigum á undan Liverpool en hafa leikið færri leiki. Fjögur efstu lið úrvalsdeildarinnar fá sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri United, var í viðtali hjá Sky Sports fyrir leik liðsins gegn Brighton í kvöld. Þar fór Ten Hag yfir mikilvægi þess að ná sæti í deild hinna bestu á næsta ári. „Allir stærstu leikmennirnir vilja spila í Meistaradeildinni. Manchester United er stórt félag. Á þeim tíma sem ég hef verið hér hef ég tekið eftir að það vilja allir spila fyrir Manchester United.“ „Nú lítur út fyrir að við náum sæti í Meistaradeildinni og þá er ennþá meiri áhugi. Það vita allir að Meistaradeildin og enska úrvalsdeildin eru í hæsta klassa. Að ná sæti í Meistaradeildinni er mikilvægt.“ Undir stjórn Ten Hag hefur United bætt sig á milli ára en á síðasta tímabili endaði liðið í sjötta sæti deildarinnar. Hann segir Meistaradeildarsæti afar mikilvægt í enduruppbyggingu félagsins. „Leikmennirnir mæta bestu leikmönnum heims og liðið fær betri leikjaniðurröðun í deildinni. Það er líka mikilvægt. Leikmennirnir vita að þeir vilja spila í Meistaradeildinni, þeir vilja vera í toppbaráttu í úrvalsdeildinni. Við berjumst fyrir öllum stöðum, á vellinum berjumst við fyrir hverjum metra og í hverju návígi því það er það sem fótbolti snýst um.“ Segir önnur félög vera komin lengra Brighton er eina gestaliðið sem sótt hefur sigur á Old Trafford í vetur, í fyrsta leik tímabilsins í ágúst. United náði að hefna fyrir það tap þegar liðið lagði Brighton í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum FA-bikarsins á dögunum. „Það er langt síðan það gerðist. Þú vilt auðvitað ekki lenda í þessu í byrjun á vegferð en það getur gerst, það er eðlilegt að lið sé ekki hundrað prósent tilbúið í byrjun. Ég myndi segja að það væri slæmt ef við værum að spila verr núna en fyrir tíu mánuðum síðan. Við höfum bætt okkur mikið, við erum á réttri leið.“ „Við höfum séð að við erum á réttri leið en það er langur vegur framundan. Sum lið hafa verið í uppbyggingu í þrjú, fjögur eða fimm ár og eru komin lengra en við. Það er það sem við sjáum í augnablikinu ef við berum okkur saman við önnur stór félög.“ Enski boltinn Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Fleiri fréttir Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Sjá meira
Manchester United er í ágætum málum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þrátt fyrir nokkurn óstöðugleika á síðustu vikum. Liðið er í fjórða sæti deildarinnar, fjórum stigum á undan Liverpool en hafa leikið færri leiki. Fjögur efstu lið úrvalsdeildarinnar fá sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri United, var í viðtali hjá Sky Sports fyrir leik liðsins gegn Brighton í kvöld. Þar fór Ten Hag yfir mikilvægi þess að ná sæti í deild hinna bestu á næsta ári. „Allir stærstu leikmennirnir vilja spila í Meistaradeildinni. Manchester United er stórt félag. Á þeim tíma sem ég hef verið hér hef ég tekið eftir að það vilja allir spila fyrir Manchester United.“ „Nú lítur út fyrir að við náum sæti í Meistaradeildinni og þá er ennþá meiri áhugi. Það vita allir að Meistaradeildin og enska úrvalsdeildin eru í hæsta klassa. Að ná sæti í Meistaradeildinni er mikilvægt.“ Undir stjórn Ten Hag hefur United bætt sig á milli ára en á síðasta tímabili endaði liðið í sjötta sæti deildarinnar. Hann segir Meistaradeildarsæti afar mikilvægt í enduruppbyggingu félagsins. „Leikmennirnir mæta bestu leikmönnum heims og liðið fær betri leikjaniðurröðun í deildinni. Það er líka mikilvægt. Leikmennirnir vita að þeir vilja spila í Meistaradeildinni, þeir vilja vera í toppbaráttu í úrvalsdeildinni. Við berjumst fyrir öllum stöðum, á vellinum berjumst við fyrir hverjum metra og í hverju návígi því það er það sem fótbolti snýst um.“ Segir önnur félög vera komin lengra Brighton er eina gestaliðið sem sótt hefur sigur á Old Trafford í vetur, í fyrsta leik tímabilsins í ágúst. United náði að hefna fyrir það tap þegar liðið lagði Brighton í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum FA-bikarsins á dögunum. „Það er langt síðan það gerðist. Þú vilt auðvitað ekki lenda í þessu í byrjun á vegferð en það getur gerst, það er eðlilegt að lið sé ekki hundrað prósent tilbúið í byrjun. Ég myndi segja að það væri slæmt ef við værum að spila verr núna en fyrir tíu mánuðum síðan. Við höfum bætt okkur mikið, við erum á réttri leið.“ „Við höfum séð að við erum á réttri leið en það er langur vegur framundan. Sum lið hafa verið í uppbyggingu í þrjú, fjögur eða fimm ár og eru komin lengra en við. Það er það sem við sjáum í augnablikinu ef við berum okkur saman við önnur stór félög.“
Enski boltinn Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Fleiri fréttir Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Sjá meira