Maíspá Siggu Kling: Bogmaðurinn sveiflast frá góðsemi til stjórnsemi Sigga Kling skrifar 5. maí 2023 06:00 Elsku Bogmaðurinn minn, það er í mörg horn að líta hjá þér. Þér finnst eins og þú sért ekki búinn að klára það sem þú varst búinn að lofa sjálfum þér eða öðrum að ganga frá. Allt er samt á réttum tíma, því að það eru ástæður fyrir öllu sem gerist hjá þér. Bogmaðurinn er frá 22. nóvember til 21. desember. Þú hefur töluna fjóra ríkjandi þennan mánuð og táknar hún uppgjör gagnvart ýmsu sem getur snert hjartað og táknar hún líka mikla þrjósku og kraft til að fá það sem andinn þinn vill. Og þegar þú ætlar þér hlutinn þá skaltu nýta þér og njóta þess að fá hjálp, ráð eða hugmyndir um hvernig þú ferð að því sem þú stefnir að fá frá þínum bestu manneskjum. Þú sveiflast töluvert frá góðsemi til stjórnsemi, en þú þarft að vita að hlutirnir bjargast miklu fyrr og af meiri fegurð ef þú sleppir einhverjum spottum. Þetta maraþon sem þú ert búinn að skrá þig í gefur þér hindranir þegar þú ert í erfiðum kafla, en útkoman er að þú sigrar þetta maraþon hlaup. Svo njóttu þess að byggja það upp sem þú ert að gera, því að þessi uppbygging skilar þér því að þú býrð á endanum í höll. Þann 13. maí hefur þú útkomuna fjóra og þá eru breytingar vísar hvort sem þér verður sagt eitthvað eða þú færð að vita hvernig hlutirnir standa. Svo gefur 22. maí þér fegurð, viðsnúning og einskæran sigur til þess að ljúka því sem þú þarft að gera með gleði og sigurvissu um að þú hafir gert hlutina betur en þú bjóst við. Og þá finnurðu þetta stolt sem tengir þig við hið fallega lífsafl sem þér er í blóð borið. Mundu að fagna þeim afrekum sem þér finnast skipta máli, því að orkan breytist og tíðnin í kringum mann í hvert skipti sem maður fagnar þeim gjöfum og þeim áföngum sem lífið skreytir þig. Knús og kossar, Sigga Kling Frægt fólk í Bogmanninum. Ingvar E. Sigurðsson, leikari, 22. nóvember Brendan Fraser, leikari, 3. desember Nicki Minaj, rappari, 8. desember Steinþór Hróar Steinþórsson (Steindi), grínisti, 9. desember Taylor Swift, söngkona, 13. desember Edda Falak, hlaðvarpsstjórnandi, 14. desember Brad Pitt, leikari, 18. desember Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Skemmtilegsti partur dagsins að klæða sig upp Tíska og hönnun Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
Bogmaðurinn er frá 22. nóvember til 21. desember. Þú hefur töluna fjóra ríkjandi þennan mánuð og táknar hún uppgjör gagnvart ýmsu sem getur snert hjartað og táknar hún líka mikla þrjósku og kraft til að fá það sem andinn þinn vill. Og þegar þú ætlar þér hlutinn þá skaltu nýta þér og njóta þess að fá hjálp, ráð eða hugmyndir um hvernig þú ferð að því sem þú stefnir að fá frá þínum bestu manneskjum. Þú sveiflast töluvert frá góðsemi til stjórnsemi, en þú þarft að vita að hlutirnir bjargast miklu fyrr og af meiri fegurð ef þú sleppir einhverjum spottum. Þetta maraþon sem þú ert búinn að skrá þig í gefur þér hindranir þegar þú ert í erfiðum kafla, en útkoman er að þú sigrar þetta maraþon hlaup. Svo njóttu þess að byggja það upp sem þú ert að gera, því að þessi uppbygging skilar þér því að þú býrð á endanum í höll. Þann 13. maí hefur þú útkomuna fjóra og þá eru breytingar vísar hvort sem þér verður sagt eitthvað eða þú færð að vita hvernig hlutirnir standa. Svo gefur 22. maí þér fegurð, viðsnúning og einskæran sigur til þess að ljúka því sem þú þarft að gera með gleði og sigurvissu um að þú hafir gert hlutina betur en þú bjóst við. Og þá finnurðu þetta stolt sem tengir þig við hið fallega lífsafl sem þér er í blóð borið. Mundu að fagna þeim afrekum sem þér finnast skipta máli, því að orkan breytist og tíðnin í kringum mann í hvert skipti sem maður fagnar þeim gjöfum og þeim áföngum sem lífið skreytir þig. Knús og kossar, Sigga Kling Frægt fólk í Bogmanninum. Ingvar E. Sigurðsson, leikari, 22. nóvember Brendan Fraser, leikari, 3. desember Nicki Minaj, rappari, 8. desember Steinþór Hróar Steinþórsson (Steindi), grínisti, 9. desember Taylor Swift, söngkona, 13. desember Edda Falak, hlaðvarpsstjórnandi, 14. desember Brad Pitt, leikari, 18. desember
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Skemmtilegsti partur dagsins að klæða sig upp Tíska og hönnun Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“