„Ég er jafnoki Pep, Klopp og Arteta“ Smári Jökull Jónsson skrifar 4. maí 2023 07:00 Sam Allardyce er orðinn knattspyrnustjóri Leeds. lufc.co.uk Sam Allardyce, nýráðinn þjálfari Leeds í ensku úrvalsdeildinni, segist hafa tekið sér tvær mínútur til að hugsa um tilboð Leeds að gerast þjálfari liðsins. Hann segir áskorunina að halda liðinu uppi þá stærstu á ferlinum. Það kom mörgum í opna skjöldu þegar Sam Allardyce var kynntur sem nýr knattspyrnustjóri Leeds. Verkefni hans er að halda Leeds í ensku úrvalsdeildinni en liðið er með 30 stig, jafn mörg og Nottingham Forest og einu stigi meira en Everton en bæði þau lið sitja í fallsæti. Allardyce er þriðji stjóri Leeds á tímabilinu og hann var mættur á sinn fyrsta blaðamannafund í dag. Þar var hann ekkert að skafa af hlutunum. „Ég er 68 ára og mögulega lít ég út fyrir að vera gamalla en það er enginn framar mér í fótboltafræðunum. Ekki Pep, ekki Klopp, ekki Arteta. Ég er með þetta allt. Þeir gera það sem þeir gera og ég geri það sem ég geri,“ sagði kokhraustur Allardyce. "Not Pep, not Klopp, not Arteta..." Sam Allardyce says there is no manager ahead of him in terms of football knowledge and experience.pic.twitter.com/hQoGJ4u20H— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 3, 2023 „Hvað þekkinguna varðar, þá er ég ekki að segja að ég sé betri en þeir en ég er svo sannarlega jafn góður.“ Allardyce greindi einnig frá því að fólk hefði sagt við hann að hann væri brjálaður að taka að sér þetta starf. „Þetta var óvænt því það er langt liðið á tímabilið og mörgum þjálfurum hefur verið skipt út, flestum í sögu úrvalsdeildarinnar. Ég hélt að þetta væri búið þetta tímabilið. Ég hugsaði mig um í tvær mínútur áður en ég sagði já, ég varð að vera snöggur svo ég gæti verið kominn sæmilega tímanlega fyrir leikinn gegn City,“ sagði Allardyce en Leeds mætir Englandsmeisturum Manchester City á laugardaginn. Stærsta áskorunin á ferlinum Allardyce segir að áskorunin sem hann stendur frammi fyrir sé sú stærsta á ferlinum. „Þetta er líklega ein sú stærsta því það eru svo fáir leikir eftir. Að reyna að bjarga liðinu er mikil ábyrgð en ég vill takast á við þetta vegna þess hvaða félag Leeds er.“ Samkvæmt fréttum frá Englandi fær Allardyce 500 þúsund pund fyrir leikina fjóra sem hann verður við stjórnvölinn og 2,5 milljónir punda í bónus takist honum að halda Leeds uppi. Hann veit ekki hvort hann verður áfram á Elland Road að tímabilinu loknu. „Aldrei að segja aldrei. Það fer eftir því hvað gerist í þessum síðustu fjórum leikjum og hvernig stamalið verður. Einnig hvernig mér líður og það sem er enn mikilvægara, hvernig konunni minni líður.“ When your phone alarm goes off during Sam Allardyce's first press conference as Leeds United manager #BBCFootball pic.twitter.com/DN6BrCznqY— BBC Sport (@BBCSport) May 3, 2023 Allardyce hafði vonast eftir því að hinn hundtryggi aðstoðarmaður hans Sammy Lee, gæti verið við hlið hans hjá Leeds en svo verður ekki. Lee hefur verið Allardyce til aðstoðar hjá fjölmörgum félögum en hann fékk ekki leyfi til að sleppa kviðdómsskyldu. „Dómarinn hefur skilið Sammy eftir vinnulausan og vildi ekki hleypa honum burt. Mér finnst þetta slæm dómgreind, þetta er synd því honum finnst gaman að vinna með mér og ég elska að hafa hann með mér.“ Leeds hefur tapað fimm af síðustu sjö leikjum sínum og markatalan í síðustu fjórum leikjum er 19-4 andstæðingunum í vil. Enski boltinn Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Fleiri fréttir Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Sjá meira
Það kom mörgum í opna skjöldu þegar Sam Allardyce var kynntur sem nýr knattspyrnustjóri Leeds. Verkefni hans er að halda Leeds í ensku úrvalsdeildinni en liðið er með 30 stig, jafn mörg og Nottingham Forest og einu stigi meira en Everton en bæði þau lið sitja í fallsæti. Allardyce er þriðji stjóri Leeds á tímabilinu og hann var mættur á sinn fyrsta blaðamannafund í dag. Þar var hann ekkert að skafa af hlutunum. „Ég er 68 ára og mögulega lít ég út fyrir að vera gamalla en það er enginn framar mér í fótboltafræðunum. Ekki Pep, ekki Klopp, ekki Arteta. Ég er með þetta allt. Þeir gera það sem þeir gera og ég geri það sem ég geri,“ sagði kokhraustur Allardyce. "Not Pep, not Klopp, not Arteta..." Sam Allardyce says there is no manager ahead of him in terms of football knowledge and experience.pic.twitter.com/hQoGJ4u20H— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 3, 2023 „Hvað þekkinguna varðar, þá er ég ekki að segja að ég sé betri en þeir en ég er svo sannarlega jafn góður.“ Allardyce greindi einnig frá því að fólk hefði sagt við hann að hann væri brjálaður að taka að sér þetta starf. „Þetta var óvænt því það er langt liðið á tímabilið og mörgum þjálfurum hefur verið skipt út, flestum í sögu úrvalsdeildarinnar. Ég hélt að þetta væri búið þetta tímabilið. Ég hugsaði mig um í tvær mínútur áður en ég sagði já, ég varð að vera snöggur svo ég gæti verið kominn sæmilega tímanlega fyrir leikinn gegn City,“ sagði Allardyce en Leeds mætir Englandsmeisturum Manchester City á laugardaginn. Stærsta áskorunin á ferlinum Allardyce segir að áskorunin sem hann stendur frammi fyrir sé sú stærsta á ferlinum. „Þetta er líklega ein sú stærsta því það eru svo fáir leikir eftir. Að reyna að bjarga liðinu er mikil ábyrgð en ég vill takast á við þetta vegna þess hvaða félag Leeds er.“ Samkvæmt fréttum frá Englandi fær Allardyce 500 þúsund pund fyrir leikina fjóra sem hann verður við stjórnvölinn og 2,5 milljónir punda í bónus takist honum að halda Leeds uppi. Hann veit ekki hvort hann verður áfram á Elland Road að tímabilinu loknu. „Aldrei að segja aldrei. Það fer eftir því hvað gerist í þessum síðustu fjórum leikjum og hvernig stamalið verður. Einnig hvernig mér líður og það sem er enn mikilvægara, hvernig konunni minni líður.“ When your phone alarm goes off during Sam Allardyce's first press conference as Leeds United manager #BBCFootball pic.twitter.com/DN6BrCznqY— BBC Sport (@BBCSport) May 3, 2023 Allardyce hafði vonast eftir því að hinn hundtryggi aðstoðarmaður hans Sammy Lee, gæti verið við hlið hans hjá Leeds en svo verður ekki. Lee hefur verið Allardyce til aðstoðar hjá fjölmörgum félögum en hann fékk ekki leyfi til að sleppa kviðdómsskyldu. „Dómarinn hefur skilið Sammy eftir vinnulausan og vildi ekki hleypa honum burt. Mér finnst þetta slæm dómgreind, þetta er synd því honum finnst gaman að vinna með mér og ég elska að hafa hann með mér.“ Leeds hefur tapað fimm af síðustu sjö leikjum sínum og markatalan í síðustu fjórum leikjum er 19-4 andstæðingunum í vil.
Enski boltinn Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Fleiri fréttir Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Sjá meira