Neistar á milli Timothée Chalamet og Zendaya í fyrstu stiklunni úr Dune: Part Two Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. maí 2023 16:55 Timothée Chalamet og Zendaya leika persónur í Dune: Part 2 sem feta þurfa slóða ástarinnar annars vegar og baráttu við hið illa hins vegar. Warner Bros. Bandaríska kvikmyndaverið Warner Bros. hefur gefið út fyrstu stikluna úr væntanlegri kvikmynd sinni Dune: Part 2. Beðið hefur verið eftir stiklunni með mikilli eftirvæntingu og horfa má á hana neðst í fréttinni. Myndin er framhald Dune kvikmyndarinnar frá 2021 og mæta þau Timothée Chalamet og Zendaya aftur til leiks í hlutverkum sínum sem Paul Atreides og Chani. Hin síðarnefnda verður þó í töluvert stærra hlutverki að þessu sinni. Myndin byggir á heimsfrægri vísindaskáldsögu Frank Herbert rétt eins og fyrri myndin. Báðar eru myndirnar byggðar á bókinni um sandplánetuna Arrakis en bókin er sú fyrsta af þremur þar sem Paul Atreides er í aðalhlutverki. Í Dune: Part II þarf Atreides að taka á hinum stóra sínum ásamt frumbyggjunum sem kenndir eru við Fremen í baráttunni gegn hinni illu Harkonnen fjölskyldu. Neistar kvikna fljótlega á milli Atreides og Chani eins og sést berlega í stiklunni. „Í fyrstu myndinni var Paul Atreides nemandi en við sjáum hann verða að leiðtoga núna,“ hefur bandaríski miðillinn Variety eftir aðalleikaranum Timothée Chalamet. Elvis stjarnan ástralska verður nauðasköllótt í framhaldsmyndinni af Dune. Warner Bros. Nýjar stjörnur mæta til leiks Meðal nýliða sem mæta til leiks í myndinni er ástralski leikarinn Austin Butler. Hann mun fara með hlutverk Feyd Rautha Harkonnen, litla frænda hins illa Harkonnen baróns sem leikinn er af sænska leikaranum Stellan Skarsgard og var allt í öllu í síðustu mynd. Þá mætir breska leikkonan Florence Pugh jafnframt til leiks í myndinni sem Irulen prinsessa, sem ku vera dóttir sjálfs Shaddam IV keisara og mikilvægur hluti af Dune sögunni. Dune: Part II er væntanleg í kvikmyndahús hér á landi í nóvember. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Myndin er framhald Dune kvikmyndarinnar frá 2021 og mæta þau Timothée Chalamet og Zendaya aftur til leiks í hlutverkum sínum sem Paul Atreides og Chani. Hin síðarnefnda verður þó í töluvert stærra hlutverki að þessu sinni. Myndin byggir á heimsfrægri vísindaskáldsögu Frank Herbert rétt eins og fyrri myndin. Báðar eru myndirnar byggðar á bókinni um sandplánetuna Arrakis en bókin er sú fyrsta af þremur þar sem Paul Atreides er í aðalhlutverki. Í Dune: Part II þarf Atreides að taka á hinum stóra sínum ásamt frumbyggjunum sem kenndir eru við Fremen í baráttunni gegn hinni illu Harkonnen fjölskyldu. Neistar kvikna fljótlega á milli Atreides og Chani eins og sést berlega í stiklunni. „Í fyrstu myndinni var Paul Atreides nemandi en við sjáum hann verða að leiðtoga núna,“ hefur bandaríski miðillinn Variety eftir aðalleikaranum Timothée Chalamet. Elvis stjarnan ástralska verður nauðasköllótt í framhaldsmyndinni af Dune. Warner Bros. Nýjar stjörnur mæta til leiks Meðal nýliða sem mæta til leiks í myndinni er ástralski leikarinn Austin Butler. Hann mun fara með hlutverk Feyd Rautha Harkonnen, litla frænda hins illa Harkonnen baróns sem leikinn er af sænska leikaranum Stellan Skarsgard og var allt í öllu í síðustu mynd. Þá mætir breska leikkonan Florence Pugh jafnframt til leiks í myndinni sem Irulen prinsessa, sem ku vera dóttir sjálfs Shaddam IV keisara og mikilvægur hluti af Dune sögunni. Dune: Part II er væntanleg í kvikmyndahús hér á landi í nóvember.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein