Segir Arnór bestan í Svíþjóð en liðsfélagi þykist ekki þurfa að passa sig Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2023 12:30 Arnór Sigurðsson þykir í hópi allra bestu leikmanna sænsku úrvalsdeildarinnar. Getty/Alex Nicodim Nahir Besara, fyrirliði Hammarby, segir að hægri bakvörður liðsins þurfi að hafa góðar gætur á Arnóri Sigurðssyni í leiknum við Norrköping á morgun, í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hægri bakvörðurinn segist ekkert vera að spá í Arnóri. Arnór kom sem stormsveipur inn í sænsku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð, eftir að hafa losnað frá Venezia á Ítalíu. Hann er enn samningsbundinn rússneska félaginu CSKA Moskvu en komst að láni frá félaginu eftir að innrásin í Úkraínu hófst og hefur ekki snúið þangað aftur. Sænski fótboltamiðillinn Fotbollskanalen lýsti Arnóri sem besta leikmanni sænsku deildarinnar eftir síðustu leiktíð og miðað við orð Besara er hann nokkuð sammála því. Arnór geti gert hlutina upp á eigin spýtur „Fyrir mér þá er Arnór kannski besti leikmaður deildarinnar. Hann er með hæfileikana til að gera hlutina algjörlega upp á eigin spýtur. Þess vegna er mikilvægt fyrir okkur, þann sem spilar sem hægri bakvörður, að fylgjast sérstaklega vel með honum. Við verðum að halda aftur af honum. Hann er virkilega frábær leikmaður og við verðum að gera okkar besta,“ sagði Besara. Simon Strand hefur verið hægri bakvörður Hammarby í leikjunum fimm hingað til á tímabilinu. Fotbollskanalen spurði hann hvað hann þyrfti að hafa í huga gegn Arnóri en Strand vildi sem minnst gera úr því að glíman við Arnór yrði eitthvað óvenjuleg. Strand: "Jag har inte så bra koll på Sigurdsson".https://t.co/vcb96hNlSO pic.twitter.com/MUKDaDkIgh— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) May 3, 2023 „Ég veit ekki. Ég spái ekki mikið í það hverjum ég mæti. Liðsheildin þarf að virka til að allt fari vel. Ég hugsa ekki um einhvern sérstakan leikmann sem ég mæti. Þetta er samvinna. En þetta er alveg góður leikmaður og við verðum að stoppa hann saman, sem og allt Norrköping-liðið,“ sagði Strand við Fotbollskanalen. Spurður frekar út í Arnór og hvort hann væri sammála Besara um að Skagamaðurinn væri bestur í deildinni svaraði Strand: „Nei, ég veit það ekki. Ég fylgist ekki svo mikið með honum,“ og hann vildi svo engu svara um það í hverju Arnór væri góður. Sænski boltinn Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Fleiri fréttir Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira
Arnór kom sem stormsveipur inn í sænsku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð, eftir að hafa losnað frá Venezia á Ítalíu. Hann er enn samningsbundinn rússneska félaginu CSKA Moskvu en komst að láni frá félaginu eftir að innrásin í Úkraínu hófst og hefur ekki snúið þangað aftur. Sænski fótboltamiðillinn Fotbollskanalen lýsti Arnóri sem besta leikmanni sænsku deildarinnar eftir síðustu leiktíð og miðað við orð Besara er hann nokkuð sammála því. Arnór geti gert hlutina upp á eigin spýtur „Fyrir mér þá er Arnór kannski besti leikmaður deildarinnar. Hann er með hæfileikana til að gera hlutina algjörlega upp á eigin spýtur. Þess vegna er mikilvægt fyrir okkur, þann sem spilar sem hægri bakvörður, að fylgjast sérstaklega vel með honum. Við verðum að halda aftur af honum. Hann er virkilega frábær leikmaður og við verðum að gera okkar besta,“ sagði Besara. Simon Strand hefur verið hægri bakvörður Hammarby í leikjunum fimm hingað til á tímabilinu. Fotbollskanalen spurði hann hvað hann þyrfti að hafa í huga gegn Arnóri en Strand vildi sem minnst gera úr því að glíman við Arnór yrði eitthvað óvenjuleg. Strand: "Jag har inte så bra koll på Sigurdsson".https://t.co/vcb96hNlSO pic.twitter.com/MUKDaDkIgh— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) May 3, 2023 „Ég veit ekki. Ég spái ekki mikið í það hverjum ég mæti. Liðsheildin þarf að virka til að allt fari vel. Ég hugsa ekki um einhvern sérstakan leikmann sem ég mæti. Þetta er samvinna. En þetta er alveg góður leikmaður og við verðum að stoppa hann saman, sem og allt Norrköping-liðið,“ sagði Strand við Fotbollskanalen. Spurður frekar út í Arnór og hvort hann væri sammála Besara um að Skagamaðurinn væri bestur í deildinni svaraði Strand: „Nei, ég veit það ekki. Ég fylgist ekki svo mikið með honum,“ og hann vildi svo engu svara um það í hverju Arnór væri góður.
Sænski boltinn Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Fleiri fréttir Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira