Finnur Freyr hreinskilinn: Mér finnst við búnir að vera lélegir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2023 11:30 Finnur Freyr Stefánsson ræðir við Kristófer Acox í leiknum á Hlíðarenda í gær. Vísir/Bára Finnur Freyr Stefánsson hefur unnið sex Íslandsmeistaratitla á sjö tímabilum sem þjálfari í úrvalsdeild karla og nú er hann kominn einu skrefi nær þeim sjöunda. Finnur Freyr hefur gert Valsliðið að Íslandsmeisturum, bikarmeisturum og deildarmeisturum á einu ári og nú er Hlíðarendaliðið komið aftur í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. Finnur mætti á háborðið í Körfuboltakvöldi eftir sigurinn á Þór í oddaleik undanúrslitanna í gærkvöldi og Kjartan Atli Kjartansson fékk hann meðal annars til að meta frammistöðu Valsliðsins í úrslitakeppninni til þessa. „Mér líður bara vel. Strax farinn að hugsa um næstu seríu. Það er stutt þessi gleði eftir þessa seríu, sérstaklega þegar maður er kominn í oddaleik og veit að það er stutt í næstu,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson. Hreinskilinn þjálfari Valsmenn hafa tapað fyrsta leik í báðum einvígum og voru lentir 2-0 undir í undanúrslitaeinvíginu á móti Þór. Liðið kom hins vegar til baka og spilar til úrslita við Tindastól annað árið í röð. En hvaða einkunn fær Valsliðið frá þjálfara sínum fyrir spilamennskuna í úrslitakeppninni til þessa? „Mér finnst við vera búnir að vera lélegir heilt yfir ef ég er alveg hreinskilinn,“ sagði Finnur Freyr. „Okkur líður þannig og ég held að sjálfstraustið í liðinu var þannig að við vorum skrýtnir. Það var eitthvað hik á okkur og við vorum að ofhugsa hlutina of mikið fannst mér,“ sagði Finnur. Ekki að vera of mikill þjálfari „Það er ekki fyrr en við förum aðeins að láta vaða á þetta og ég kannski að sleppa tökunum. Leyfa þeim að fá að gera sitt. Ég tek þessa tvo fyrstu leiki í þessari seríu á mig fyrir að vera flækja hlutina og reyna að vera einhver of mikill þjálfari,“ sagði Finnur. „Stundum verður maður að treysta á það sem maður hefur og treysta á það sem við erum búnir að vera að gera. Í staðinn að ætla að fara að umbylta öllu til þess að spila á móti einhverjum einum, tveimur leikmönnum eða á móti liðum þá þurfum við bara að treysta á okkar. Það fannst mér stærsti munurinn í breytingunni hjá okkur,“ sagði Finnur. Stólarnir besta liðið í úrslitakeppninni Hvað sér hann í Stólunum sem mæta Valsmönnum í úrslitaeinvíginu? „Bara besta liðið í úrslitakeppninni hingað til. Frábær stemmning, stórkostlegt lið og lið þar sem Pavel [Ermolinskij, þjálfari Tindastóls] er búinn að fá til að ná sínu potentíal. Þeir eru búnir að vera með frábæran mannskap í allan vetur en voru með þjálfara sem var að reyna að flækja hlutina of mikið,“ sagði Finnur. „Pavel er búinn að gera það sem hann gerir best. Fara inn í lið og kreista það besta út úr öllum,“ sagði Finnur. Það má horfa á allt viðtalið við Finn Frey hérna fyrir neðan. Klippa: Finnur Freyr í Körfuboltakvöldi eftir oddaleikinn Subway-deild karla Körfuboltakvöld Valur Tindastóll Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Stjarnan | Grannaslagur í bikarnum Í beinni: Ármann - Hamar/Þór | Spennandi bikarslagur í Höllinni Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark Sjá meira
Finnur Freyr hefur gert Valsliðið að Íslandsmeisturum, bikarmeisturum og deildarmeisturum á einu ári og nú er Hlíðarendaliðið komið aftur í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. Finnur mætti á háborðið í Körfuboltakvöldi eftir sigurinn á Þór í oddaleik undanúrslitanna í gærkvöldi og Kjartan Atli Kjartansson fékk hann meðal annars til að meta frammistöðu Valsliðsins í úrslitakeppninni til þessa. „Mér líður bara vel. Strax farinn að hugsa um næstu seríu. Það er stutt þessi gleði eftir þessa seríu, sérstaklega þegar maður er kominn í oddaleik og veit að það er stutt í næstu,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson. Hreinskilinn þjálfari Valsmenn hafa tapað fyrsta leik í báðum einvígum og voru lentir 2-0 undir í undanúrslitaeinvíginu á móti Þór. Liðið kom hins vegar til baka og spilar til úrslita við Tindastól annað árið í röð. En hvaða einkunn fær Valsliðið frá þjálfara sínum fyrir spilamennskuna í úrslitakeppninni til þessa? „Mér finnst við vera búnir að vera lélegir heilt yfir ef ég er alveg hreinskilinn,“ sagði Finnur Freyr. „Okkur líður þannig og ég held að sjálfstraustið í liðinu var þannig að við vorum skrýtnir. Það var eitthvað hik á okkur og við vorum að ofhugsa hlutina of mikið fannst mér,“ sagði Finnur. Ekki að vera of mikill þjálfari „Það er ekki fyrr en við förum aðeins að láta vaða á þetta og ég kannski að sleppa tökunum. Leyfa þeim að fá að gera sitt. Ég tek þessa tvo fyrstu leiki í þessari seríu á mig fyrir að vera flækja hlutina og reyna að vera einhver of mikill þjálfari,“ sagði Finnur. „Stundum verður maður að treysta á það sem maður hefur og treysta á það sem við erum búnir að vera að gera. Í staðinn að ætla að fara að umbylta öllu til þess að spila á móti einhverjum einum, tveimur leikmönnum eða á móti liðum þá þurfum við bara að treysta á okkar. Það fannst mér stærsti munurinn í breytingunni hjá okkur,“ sagði Finnur. Stólarnir besta liðið í úrslitakeppninni Hvað sér hann í Stólunum sem mæta Valsmönnum í úrslitaeinvíginu? „Bara besta liðið í úrslitakeppninni hingað til. Frábær stemmning, stórkostlegt lið og lið þar sem Pavel [Ermolinskij, þjálfari Tindastóls] er búinn að fá til að ná sínu potentíal. Þeir eru búnir að vera með frábæran mannskap í allan vetur en voru með þjálfara sem var að reyna að flækja hlutina of mikið,“ sagði Finnur. „Pavel er búinn að gera það sem hann gerir best. Fara inn í lið og kreista það besta út úr öllum,“ sagði Finnur. Það má horfa á allt viðtalið við Finn Frey hérna fyrir neðan. Klippa: Finnur Freyr í Körfuboltakvöldi eftir oddaleikinn
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Valur Tindastóll Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Stjarnan | Grannaslagur í bikarnum Í beinni: Ármann - Hamar/Þór | Spennandi bikarslagur í Höllinni Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark Sjá meira