Segir vinnubrögð Sýnar og KSÍ vera til skammar og hótar löngu fjölmiðlabanni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. maí 2023 17:54 Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, er allt annað en sáttur við vinnubrögð Sýnar og KSÍ. Vísir/Hulda Margrét Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu, er allt annað en sáttur við vinnubrögð KSÍ og Sýnar eftir að leik liðsins gegn Selfossi var frestað í annað sinn á innan við viku. Leikur Þróttar og Selfoss átti upphaflega að fara fram í gær, mánudag. Vegna veðurs var hins vegar ákveðið að fresta leiknum um tvo daga og átti hann því að fara fram á morgun, miðvikudag. Nú hefur leiknum hins vegar verið frestað í annað sinn og verður hann leikinn á fimmtudagskvöld klukkan 19:15 á Selfossi. Ástæða þess að leiknum var frestað í annað sinn var svo hægt væri að sýna leikinn í sjónvarpi. Fyrsti heimaleikur Selfoss í Bestu deildinni 2023 verður á FIMMTUDAGINN kl 19:15Hvetjum alla til að mæta á JÁVERK-VÖLLINN og láta heyra í sér Áfram Selfoss :) pic.twitter.com/5GAmMWgDaY— Selfoss fótbolti (@selfossfotbolti) May 2, 2023 „Svona hringl með leikina okkar setur allt úr skorðum“ Eins og áður segir er Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, allt annað en sáttur við þessa ákvörðun. Í samtali við mbl.is í dag segir hann að vinnubrögðin séu til skammar og að hvorki hann né leikmenn Þróttar muni ræða við fjölmiðlamenn á vegum Sýnar eftir leik liðsins gegn Selfyssingum. „Þessi vinnubrögð eru til skammar og ég fæ að vita það fyrir klukkutíma síðan að þeir séu búnir að færa leikinn fram til fimmtudagsins,“ sagði Nik í samtali við mbl.is. „Það stóð til að við myndum æfa í dag, fyrir leikinn á morgun, en þetta setur allan undirbúninginn okkar úr skorðum. Leikmenn Þróttar eru ekki með hundruð þúsunda í laun á mánuði eins og og sumir leikmenn karlamegin,“ segir Nik og bætir við að það geti verið heljarinnar vesen fyrir leikmenn liðsins þegar verið sé að riðla skipulaginu svona. „Þær eru í vinnum, í námi og eiga börn. Þær þurfa frí úr vinnu, þær þurfa að mæta í próf og stundum þurfa þær að redda barnapössun fyrir börnin sín. Svona hringl með leikina okkar setur allt úr skorðum fyrir bæði leikmenn og þjálfara og það versta er að þetta var gert í engu samráði við hvorugt lið.“ Þá mun hvorki Nik né nokkur leikmanna Þróttar ræða við fjölmiðlamenn á vegum Sýnar eftir leikinn á fimmtudaginn. Þjálfarinn hótar því einnig að fjölmiðlabannið muni standa eitthvað lengur. „Hvorki ég, né leikmenn Þróttar munu ræða við fjölmiðlamenn á vegum Sýnar eftir þennan leik og við erum alvarlega að íhuga að ræða ekki við neinn frá þessum miðli eitthvað inn í sumarið,“ sagði Nik að lokum í samtali við mbl.is. The game v Selfoss was meant to be yesterday 1/5 but because of snow it was advised that the game was postponed until 3/5. This could've been handled a little better from KSI to start but what has happened this afternoon is, again, a complete lack of respect to those involved..— Nik Chamberlain (@NikChambers16) May 2, 2023 „Vanvirðing gagnvart tíma og störfum leikmanna, þjálfara og sjálfboðaliða“ Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, tekur undir þessa gagnrýni kollega síns og segir vinnubrögðin vera vanvriðringu gagnvar tíma og störfum leikmanna, þjálfara og sjálfboðaliða. „Tek undir með kollega mínum. Þetta er mikil vanvirðing gagnvart tíma og störfum leikmanna, þjálfara og sjálfboðaliða að gera þetta með þessum fyrirvara,“ ritar Björn á Twitter-síðu sína. Tek undir með kollega mínum. Þetta er mikil vanvirðing gagnvart tíma og störfum leikmanna, þjálfara og sjálfboðaliða að gera þetta með þessum fyrirvara. https://t.co/Zbpyebz1Ff— Björn Sigurbjörnsson (@bjossisibba) May 2, 2023 Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík UMF Selfoss Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Sjá meira
Leikur Þróttar og Selfoss átti upphaflega að fara fram í gær, mánudag. Vegna veðurs var hins vegar ákveðið að fresta leiknum um tvo daga og átti hann því að fara fram á morgun, miðvikudag. Nú hefur leiknum hins vegar verið frestað í annað sinn og verður hann leikinn á fimmtudagskvöld klukkan 19:15 á Selfossi. Ástæða þess að leiknum var frestað í annað sinn var svo hægt væri að sýna leikinn í sjónvarpi. Fyrsti heimaleikur Selfoss í Bestu deildinni 2023 verður á FIMMTUDAGINN kl 19:15Hvetjum alla til að mæta á JÁVERK-VÖLLINN og láta heyra í sér Áfram Selfoss :) pic.twitter.com/5GAmMWgDaY— Selfoss fótbolti (@selfossfotbolti) May 2, 2023 „Svona hringl með leikina okkar setur allt úr skorðum“ Eins og áður segir er Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, allt annað en sáttur við þessa ákvörðun. Í samtali við mbl.is í dag segir hann að vinnubrögðin séu til skammar og að hvorki hann né leikmenn Þróttar muni ræða við fjölmiðlamenn á vegum Sýnar eftir leik liðsins gegn Selfyssingum. „Þessi vinnubrögð eru til skammar og ég fæ að vita það fyrir klukkutíma síðan að þeir séu búnir að færa leikinn fram til fimmtudagsins,“ sagði Nik í samtali við mbl.is. „Það stóð til að við myndum æfa í dag, fyrir leikinn á morgun, en þetta setur allan undirbúninginn okkar úr skorðum. Leikmenn Þróttar eru ekki með hundruð þúsunda í laun á mánuði eins og og sumir leikmenn karlamegin,“ segir Nik og bætir við að það geti verið heljarinnar vesen fyrir leikmenn liðsins þegar verið sé að riðla skipulaginu svona. „Þær eru í vinnum, í námi og eiga börn. Þær þurfa frí úr vinnu, þær þurfa að mæta í próf og stundum þurfa þær að redda barnapössun fyrir börnin sín. Svona hringl með leikina okkar setur allt úr skorðum fyrir bæði leikmenn og þjálfara og það versta er að þetta var gert í engu samráði við hvorugt lið.“ Þá mun hvorki Nik né nokkur leikmanna Þróttar ræða við fjölmiðlamenn á vegum Sýnar eftir leikinn á fimmtudaginn. Þjálfarinn hótar því einnig að fjölmiðlabannið muni standa eitthvað lengur. „Hvorki ég, né leikmenn Þróttar munu ræða við fjölmiðlamenn á vegum Sýnar eftir þennan leik og við erum alvarlega að íhuga að ræða ekki við neinn frá þessum miðli eitthvað inn í sumarið,“ sagði Nik að lokum í samtali við mbl.is. The game v Selfoss was meant to be yesterday 1/5 but because of snow it was advised that the game was postponed until 3/5. This could've been handled a little better from KSI to start but what has happened this afternoon is, again, a complete lack of respect to those involved..— Nik Chamberlain (@NikChambers16) May 2, 2023 „Vanvirðing gagnvart tíma og störfum leikmanna, þjálfara og sjálfboðaliða“ Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, tekur undir þessa gagnrýni kollega síns og segir vinnubrögðin vera vanvriðringu gagnvar tíma og störfum leikmanna, þjálfara og sjálfboðaliða. „Tek undir með kollega mínum. Þetta er mikil vanvirðing gagnvart tíma og störfum leikmanna, þjálfara og sjálfboðaliða að gera þetta með þessum fyrirvara,“ ritar Björn á Twitter-síðu sína. Tek undir með kollega mínum. Þetta er mikil vanvirðing gagnvart tíma og störfum leikmanna, þjálfara og sjálfboðaliða að gera þetta með þessum fyrirvara. https://t.co/Zbpyebz1Ff— Björn Sigurbjörnsson (@bjossisibba) May 2, 2023
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík UMF Selfoss Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Sjá meira