Gunnar: Ákveðinn léttir að klára þetta verkefni Andri Már Eggertsson skrifar 30. apríl 2023 17:50 Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson á hliðarlínunni í leik dagsins Vísir/Hulda Margrét Ísland vann sannfærandi sjö marka sigur á Eistlandi 30-27. Þetta var síðasti leikurinn í undankeppni EM 2024. Þetta var síðasti leikur Gunnars Magnússonar í þjálfarateymi Íslands og Gunnar var spenntur fyrir framhaldinu. „Þetta var frábært. Það var léttir hvernig við mættum í leikinn og vorum klárir frá fyrstu mínútu og tókum frumkvæði strax og vorum með góð tök á þessu allan tímann,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta. Ísland spilaði afar vel í fyrri hálfleik og var sjö mörkum yfir í hálfleik. Gunnar var afar ánægður með varnarleik Íslands. „Vörnin var frábær allan leikinn að mínu mati og við vildum refsa þeim og keyra upp hraðann til að þreyta þá sem við gerðum. Okkur tókst nokkurn veginn að klára leikinn í fyrri hálfleik.“ Ísland hélt sínu striki í seinni hálfleik og Gunnar var ánægður með leikinn í heild sinni. „Við byrjuðum seinni hálfleik af krafti og þá var þetta komið. Það hefði verið gaman að spila betur síðustu tuttugu mínúturnar en það var svo sem ekkert skrítið að við slökuðum á.“ Þetta var síðasti leikur Gunnars í þjálfarateymi íslenska landsliðsins í handbolta. Gunnar verður áfram íþróttastjóri HSÍ og var nokkuð brattur með breytinguna. „Það er auðvitað skrítið en það var ákveðinn léttir að klára þetta. Ég er íþróttastjóri HSÍ þannig ég fer ekki langt. Það var gaman að vinna riðilinn sem skipti miklu máli.“ Gunnar Magnússon er einnig þjálfari Aftureldingar í Olís-deildinni. Næst á dagskrá hjá Gunnari er undanúrslit gegn Haukum í úrslitakeppni Olís-deildarinnar. „Ég er með frábæran aðstoðarmann í Stefáni Árnasyni sem er með þetta allt á hreinu. Ég fæ nokkra tíma í pásu og síðan er æfing 10:30 í Mosfellsbænum og það er bara áfram gakk. Liðið er í góðum höndum og við erum vanir því að ég fari í burtu svo það var ekkert vandamál,“ sagði Gunnar Magnússon að lokum. Klippa: Gunnar Magnússon eftir sigur Íslands Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Sjá meira
„Þetta var frábært. Það var léttir hvernig við mættum í leikinn og vorum klárir frá fyrstu mínútu og tókum frumkvæði strax og vorum með góð tök á þessu allan tímann,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta. Ísland spilaði afar vel í fyrri hálfleik og var sjö mörkum yfir í hálfleik. Gunnar var afar ánægður með varnarleik Íslands. „Vörnin var frábær allan leikinn að mínu mati og við vildum refsa þeim og keyra upp hraðann til að þreyta þá sem við gerðum. Okkur tókst nokkurn veginn að klára leikinn í fyrri hálfleik.“ Ísland hélt sínu striki í seinni hálfleik og Gunnar var ánægður með leikinn í heild sinni. „Við byrjuðum seinni hálfleik af krafti og þá var þetta komið. Það hefði verið gaman að spila betur síðustu tuttugu mínúturnar en það var svo sem ekkert skrítið að við slökuðum á.“ Þetta var síðasti leikur Gunnars í þjálfarateymi íslenska landsliðsins í handbolta. Gunnar verður áfram íþróttastjóri HSÍ og var nokkuð brattur með breytinguna. „Það er auðvitað skrítið en það var ákveðinn léttir að klára þetta. Ég er íþróttastjóri HSÍ þannig ég fer ekki langt. Það var gaman að vinna riðilinn sem skipti miklu máli.“ Gunnar Magnússon er einnig þjálfari Aftureldingar í Olís-deildinni. Næst á dagskrá hjá Gunnari er undanúrslit gegn Haukum í úrslitakeppni Olís-deildarinnar. „Ég er með frábæran aðstoðarmann í Stefáni Árnasyni sem er með þetta allt á hreinu. Ég fæ nokkra tíma í pásu og síðan er æfing 10:30 í Mosfellsbænum og það er bara áfram gakk. Liðið er í góðum höndum og við erum vanir því að ég fari í burtu svo það var ekkert vandamál,“ sagði Gunnar Magnússon að lokum. Klippa: Gunnar Magnússon eftir sigur Íslands
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Sjá meira