Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar – ÍBV 25-24 | Haukar unnu með minnsta mun í spennutrylli Andri Már Eggertsson skrifar 1. maí 2023 18:00 Elín Klara Þorkelsdóttir reynir að brjótast í gengum vörn ÍBV. Vísir/Hulda Margrét Haukar unnu eins marks sigur á ÍBV 25-24. Haukar skoruðu síðasta markið í venjulegum leiktíma sem varð til þess að framlengja þurfti leikinn. Heimakonur höfðu betur í framlengingunni og unnu með minnsta mun. Staðan í einvíginu er jöfn 1-1. Birna Berg Haraldsdóttir skoraði 9 mörk í dagVísir/Hulda Margrét Eftir að hafa skorað sautján mörk í síðari hálfleik í fyrsta leiknum gegn Haukum tókst ÍBV ekki að fylgja því eftir í dag. ÍBV var í tómum vandræðum sóknarlega og gestirnir gátu ekki keypt sér mark á köflum. Það var hart barist á Ásvöllum í dagVísir/Hulda Margrét Í stöðunni 4-4 duttu Haukar í gang og tóku yfir leikinn. Heimakonur skoruðu þrjú mörk í röð og komust í bílstjórasætið. Haukar voru mikið að brjótast í gegnum vörn ÍBV og fiskuðu fimm víti í fyrri hálfleik. ÍBV var í miklum vandræðum sóknarlega og voru í vandræðum með að koma boltanum framhjá Margréti Einarsdóttur sem varði 8 skot í fyrri hálfleik og var með 50 prósent markvörslu. Á tólf mínútna kafla í fyrri hálfleik skoraði ÍBV aðeins eitt mark. Birna Berg Haraldsdóttir fagnar markiVísir/Hulda Margrét Haukar voru verðskuldað sex mörkum yfir í hálfleik 14-8. Það var allt annað að sjá ÍBV í síðari hálfleik og gestirnir spiluðu töluvert betur. Varnarleikur Eyjakvenna var allt annar og Haukar voru í miklum vandræðum sóknarlega. Heimakonur skoruðu aðeins eitt mark á fyrstu þrettán mínútum síðari hálfleiks.Eftir að ÍBV náði að jafna leikinn í 17-17 kom betra jafnvægi í leikinn. Haukar náðu áttum og liðin skiptust á mörkum. Lokamínúturnar í venjulegum leiktíma voru æsispennandi. Haukar fögnuðu sigri gegn ÍBV í dagVísir/Hulda Margrét Þegar tæplega tuttugu sekúndur voru eftir tók ÍBV leikhlé. Birna Berg Haraldsdóttir skoraði og kom ÍBV yfir. Haukar gerðu vel í að keyra strax og Sonja Lind Sigsteinsdóttir jafnaði á síðustu sekúndu og framlengja þurfti leikinn. Sunna Jónsdóttir fékk tækifæri til að jafna í síðustu sókn leiksinsVísir/Hulda Margrét Haukar tóku frumkvæðið í framlengingunni og unnu fyrstu fimm mínúturnar 2-0. Gestirnir jöfnuðu leikinn í síðari hálfleik en Natasja Hammer kom Haukum yfir þegar tæplega mínúta var eftir. ÍBV fékk tækifæri til að jafna í síðustu sókninni en Sunna Jónsdóttir átti misheppnað skot. Haukar fögnuðu eins marks sigri 25-24. Staðan í einvíginu er jöfn 1-1 en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit Olís-deildar kvenna. Haukar fögnuðu afar mikilvægum sigriVísir/Hulda Margrét Af hverju unnu Haukar? Það var aðeins eitt mark sem skildi liðin af. Haukar byrjuðu framlenginguna betur og skoruðu fyrstu tvö mörkin. Vörn Hauka var afar góð gegnum gangandi allan leikinn. ÍBV fékk lokasóknina til þess að jafna leikinn en varnarleikur Hauka lokaði á allt sem ÍBV reyndi að gera. Hverjar stóðu upp úr? Elín Klara Þorkelsdóttir fór á kostum eins og svo oft áður. Elín Klara skoraði tólf mörk og var allt í öllu hjá Haukum. Natasja Hammer spilaði afar vel í dag og skoraði 4 mörk. Natasja Hammer skoraði sigurmarkið í framlengingunni. Hvað gekk illa? ÍBV spilaði afar illa í fyrri hálfleik. Í stöðunni 4-4 fór allt úr skorðum hjá ÍBV og Haukar komust sex mörkum yfir 11-5. ÍBV skoraði aðeins eitt mark á tólf mínútum. Haukar gerðu nákvæmlega það sama í síðari hálfleik og skoruðu aðeins eitt mark á fyrstu tólf mínútum síðari hálfleiks. Hvað gerist næst? Næsti leikur milli liðanna er í Eyjum á miðvikudaginn klukkan 19:40. „Lélegt hjá mínum bestu trompum“ Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var svekktur með eins marks tapVísir/Hulda Margrét Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var afar svekktur með tap á Ásvöllum. „Slakur fyrri hálfleikur var það sem fór með þetta. Hvernig við komum inn í leikinn og hvernig við spiluðum í fyrri hálfleik kostaði okkur sigurinn.“ „Þetta var lélegt hjá mínum bestu trompum. Við vorum að sækja illa á og þær stoppuðu okkur auðveldlega og ásamt því tókum við léleg skot. Við spiluðum mjög lélega vörn, Haukar komu boltanum auðveldlega á línu og við vorum linar í fyrri hálfleik,“ sagði Sigurður Bragason ósáttur með fyrri hálfleik ÍBV. Það var allt annað að sjá ÍBV í síðari hálfleik og Haukar skoruðu aðeins eitt mark á fyrstu tólf mínútunum. „Það var enginn hárblásari eða neitt þannig. Ég kallaði bara eftir ábyrgð og það var fullt af fólki mætt til að horfa á okkur. Að lenda sex mörkum undir var skammarlegt og stelpurnar mínar sýndu að þeim var ekkert sama.“ Sigurður hrósaði Díönu Guðjónsdóttur fyrir að hafa ekki tekið leikhlé á síðustu sekúndunum sem varð til þess að Sonja Lind Sigsteinsdóttir jafnaði leikinn. „Mér fannst klókt hjá þeim að taka ekki leikhlé þar sem þær áttu það inni en keyrðu á okkur í staðinn. Held að þetta var eina markið sem hún skoraði og þetta voru flottar sekúndur.“ ÍBV fékk síðustu sóknina í framlengingunni til að jafna. Sigurður hefði viljað sjá lokasóknina betur útfærða. „Þetta var stál í stál og síðan var þetta glötuð síðasta sóknin hjá okkur. Birna var heit og hún átti að láta vaða á þetta en tók það ekki og við verðum að læra af þessu,“ sagði Sigurður Bragason að lokum. Olís-deild kvenna ÍBV Haukar
Haukar unnu eins marks sigur á ÍBV 25-24. Haukar skoruðu síðasta markið í venjulegum leiktíma sem varð til þess að framlengja þurfti leikinn. Heimakonur höfðu betur í framlengingunni og unnu með minnsta mun. Staðan í einvíginu er jöfn 1-1. Birna Berg Haraldsdóttir skoraði 9 mörk í dagVísir/Hulda Margrét Eftir að hafa skorað sautján mörk í síðari hálfleik í fyrsta leiknum gegn Haukum tókst ÍBV ekki að fylgja því eftir í dag. ÍBV var í tómum vandræðum sóknarlega og gestirnir gátu ekki keypt sér mark á köflum. Það var hart barist á Ásvöllum í dagVísir/Hulda Margrét Í stöðunni 4-4 duttu Haukar í gang og tóku yfir leikinn. Heimakonur skoruðu þrjú mörk í röð og komust í bílstjórasætið. Haukar voru mikið að brjótast í gegnum vörn ÍBV og fiskuðu fimm víti í fyrri hálfleik. ÍBV var í miklum vandræðum sóknarlega og voru í vandræðum með að koma boltanum framhjá Margréti Einarsdóttur sem varði 8 skot í fyrri hálfleik og var með 50 prósent markvörslu. Á tólf mínútna kafla í fyrri hálfleik skoraði ÍBV aðeins eitt mark. Birna Berg Haraldsdóttir fagnar markiVísir/Hulda Margrét Haukar voru verðskuldað sex mörkum yfir í hálfleik 14-8. Það var allt annað að sjá ÍBV í síðari hálfleik og gestirnir spiluðu töluvert betur. Varnarleikur Eyjakvenna var allt annar og Haukar voru í miklum vandræðum sóknarlega. Heimakonur skoruðu aðeins eitt mark á fyrstu þrettán mínútum síðari hálfleiks.Eftir að ÍBV náði að jafna leikinn í 17-17 kom betra jafnvægi í leikinn. Haukar náðu áttum og liðin skiptust á mörkum. Lokamínúturnar í venjulegum leiktíma voru æsispennandi. Haukar fögnuðu sigri gegn ÍBV í dagVísir/Hulda Margrét Þegar tæplega tuttugu sekúndur voru eftir tók ÍBV leikhlé. Birna Berg Haraldsdóttir skoraði og kom ÍBV yfir. Haukar gerðu vel í að keyra strax og Sonja Lind Sigsteinsdóttir jafnaði á síðustu sekúndu og framlengja þurfti leikinn. Sunna Jónsdóttir fékk tækifæri til að jafna í síðustu sókn leiksinsVísir/Hulda Margrét Haukar tóku frumkvæðið í framlengingunni og unnu fyrstu fimm mínúturnar 2-0. Gestirnir jöfnuðu leikinn í síðari hálfleik en Natasja Hammer kom Haukum yfir þegar tæplega mínúta var eftir. ÍBV fékk tækifæri til að jafna í síðustu sókninni en Sunna Jónsdóttir átti misheppnað skot. Haukar fögnuðu eins marks sigri 25-24. Staðan í einvíginu er jöfn 1-1 en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit Olís-deildar kvenna. Haukar fögnuðu afar mikilvægum sigriVísir/Hulda Margrét Af hverju unnu Haukar? Það var aðeins eitt mark sem skildi liðin af. Haukar byrjuðu framlenginguna betur og skoruðu fyrstu tvö mörkin. Vörn Hauka var afar góð gegnum gangandi allan leikinn. ÍBV fékk lokasóknina til þess að jafna leikinn en varnarleikur Hauka lokaði á allt sem ÍBV reyndi að gera. Hverjar stóðu upp úr? Elín Klara Þorkelsdóttir fór á kostum eins og svo oft áður. Elín Klara skoraði tólf mörk og var allt í öllu hjá Haukum. Natasja Hammer spilaði afar vel í dag og skoraði 4 mörk. Natasja Hammer skoraði sigurmarkið í framlengingunni. Hvað gekk illa? ÍBV spilaði afar illa í fyrri hálfleik. Í stöðunni 4-4 fór allt úr skorðum hjá ÍBV og Haukar komust sex mörkum yfir 11-5. ÍBV skoraði aðeins eitt mark á tólf mínútum. Haukar gerðu nákvæmlega það sama í síðari hálfleik og skoruðu aðeins eitt mark á fyrstu tólf mínútum síðari hálfleiks. Hvað gerist næst? Næsti leikur milli liðanna er í Eyjum á miðvikudaginn klukkan 19:40. „Lélegt hjá mínum bestu trompum“ Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var svekktur með eins marks tapVísir/Hulda Margrét Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var afar svekktur með tap á Ásvöllum. „Slakur fyrri hálfleikur var það sem fór með þetta. Hvernig við komum inn í leikinn og hvernig við spiluðum í fyrri hálfleik kostaði okkur sigurinn.“ „Þetta var lélegt hjá mínum bestu trompum. Við vorum að sækja illa á og þær stoppuðu okkur auðveldlega og ásamt því tókum við léleg skot. Við spiluðum mjög lélega vörn, Haukar komu boltanum auðveldlega á línu og við vorum linar í fyrri hálfleik,“ sagði Sigurður Bragason ósáttur með fyrri hálfleik ÍBV. Það var allt annað að sjá ÍBV í síðari hálfleik og Haukar skoruðu aðeins eitt mark á fyrstu tólf mínútunum. „Það var enginn hárblásari eða neitt þannig. Ég kallaði bara eftir ábyrgð og það var fullt af fólki mætt til að horfa á okkur. Að lenda sex mörkum undir var skammarlegt og stelpurnar mínar sýndu að þeim var ekkert sama.“ Sigurður hrósaði Díönu Guðjónsdóttur fyrir að hafa ekki tekið leikhlé á síðustu sekúndunum sem varð til þess að Sonja Lind Sigsteinsdóttir jafnaði leikinn. „Mér fannst klókt hjá þeim að taka ekki leikhlé þar sem þær áttu það inni en keyrðu á okkur í staðinn. Held að þetta var eina markið sem hún skoraði og þetta voru flottar sekúndur.“ ÍBV fékk síðustu sóknina í framlengingunni til að jafna. Sigurður hefði viljað sjá lokasóknina betur útfærða. „Þetta var stál í stál og síðan var þetta glötuð síðasta sóknin hjá okkur. Birna var heit og hún átti að láta vaða á þetta en tók það ekki og við verðum að læra af þessu,“ sagði Sigurður Bragason að lokum.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti