Lára Ómars í hrókasamræðum við talgervil Jakob Bjarnar skrifar 28. apríl 2023 11:28 Á ýmsu hefur gengið í spurningaþættinum Nei hættu nú alveg en sennilega aldrei sem nú þegar Villi naglbítur gleymdi að kveikja á hljóðnema Önnu Svövu. Tæknimaðurinn Baldur bjargaði málunum með því að skrifa niður það sem hún hafði sagt og láta talgervil flytja orðræðuna. Útkoman er athyglisverð. aðsend Síðasti þáttur hinna vinsælu hlaðvarpsþátta Nei hættu nú alveg, sem Vilhelm Anton Jónsson heldur úti af miklum myndarskap, reyndist með þeim skrautlegri í langri sögu þáttanna. Vilhelm, sem gegnir nafninu Villi naglbítur allt síðan hann var rokkstjarna í 200.000 naglbítar, segir að hann sé til þess að gera nýbyrjaður á því að taka upp þættina sjálfa en það hafði Baldur í Skálmöld gert fram þessa. Og ekki vildi betur til en Villi gleymdi að kveikja á hljóðnema Önnu Svövu. „Ég gleymdi að kveikja á míkrafóninum hennar Önnu Svövu og það var slökkt á honum fyrst fimm mínúturnar,“ segir Villi. Meistarataktar tæknimannsins Voru nú góð ráð dýr. En Baldur tæknimaður, sem gengur frá þáttunum, dó ekki ráðalaus. „Hann skrifaði allt sem hún sagði og lét talgerfil leysa hana af. Útloman er alveg geggjuð,“ segir Villi. Fyrir þá fáu sem ekki þekkja þættina Nei hættu nú alveg þá er uppleggið spurningaþáttur. Fastir gestir þáttanna, liðstjórar, eru Anna Svava Knútsdóttir leikkona með meiru og Vignir Rafn Valþórsson leikstjóri. Með þeim í liði eru svo tilfallandi gestir. Í þessum þætti voru það þau Lára Ómarsdóttir blaðamaður og Sigtryggur Baldursson tónlistarmaður. „Þessi þáttur einkennist af tækniklúðri. Því sem næst 10 mínútur komu ekki inn á bandið. En þetta er mjög gott spjall milli Láru og talgervils Önnu Svövu,“ segir Villi. Þegar Dóri Gylfa ruglaðist á lyfjaglösum Um er að ræða þátt númer 352. Nei hættu nú alveg hóf göngu sína á Rás 2 fyrir 13 árum en fyrir 3 árum varð hann að sjálfstæðu hlaðvarpi. Eins og áður sagði er þetta spurningaþáttur en fyrirkomulagið er að ætíð eru gefnir upp fjórir möguleikar við misundarlegum spurningum sem byggjast gjarnan á því sem flokkast sem einskis nýtur fróðleikur. Og keppendur reyna að klóra sig í átt að réttu svari. Villi segir spurður það vissulega athyglisvert hversu óendanlega gaman Íslendingar hafi að spurningaþáttum. „Magnað. Sennilega því það er svo gaman að heyra einhvern vita svaka mikið og um leið heyra einhvern klikka á því sem maður veit sjálfur. Einhvers konar blanda af þessu tvennu. Ætli það sé ekki heróínið í þessu?“ segir Villi. Hann segir margt furðulegt hafa gerst í fyrri þáttum sem taki þessu þó ekki fram. „Halldór Gylfason leikari ruglaðist á lyfjaglösum og tók svefnlyf áður en hann mætti um daginn.“ Samfélagsmiðlar Grín og gaman Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Fleiri fréttir Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Sjá meira
Vilhelm, sem gegnir nafninu Villi naglbítur allt síðan hann var rokkstjarna í 200.000 naglbítar, segir að hann sé til þess að gera nýbyrjaður á því að taka upp þættina sjálfa en það hafði Baldur í Skálmöld gert fram þessa. Og ekki vildi betur til en Villi gleymdi að kveikja á hljóðnema Önnu Svövu. „Ég gleymdi að kveikja á míkrafóninum hennar Önnu Svövu og það var slökkt á honum fyrst fimm mínúturnar,“ segir Villi. Meistarataktar tæknimannsins Voru nú góð ráð dýr. En Baldur tæknimaður, sem gengur frá þáttunum, dó ekki ráðalaus. „Hann skrifaði allt sem hún sagði og lét talgerfil leysa hana af. Útloman er alveg geggjuð,“ segir Villi. Fyrir þá fáu sem ekki þekkja þættina Nei hættu nú alveg þá er uppleggið spurningaþáttur. Fastir gestir þáttanna, liðstjórar, eru Anna Svava Knútsdóttir leikkona með meiru og Vignir Rafn Valþórsson leikstjóri. Með þeim í liði eru svo tilfallandi gestir. Í þessum þætti voru það þau Lára Ómarsdóttir blaðamaður og Sigtryggur Baldursson tónlistarmaður. „Þessi þáttur einkennist af tækniklúðri. Því sem næst 10 mínútur komu ekki inn á bandið. En þetta er mjög gott spjall milli Láru og talgervils Önnu Svövu,“ segir Villi. Þegar Dóri Gylfa ruglaðist á lyfjaglösum Um er að ræða þátt númer 352. Nei hættu nú alveg hóf göngu sína á Rás 2 fyrir 13 árum en fyrir 3 árum varð hann að sjálfstæðu hlaðvarpi. Eins og áður sagði er þetta spurningaþáttur en fyrirkomulagið er að ætíð eru gefnir upp fjórir möguleikar við misundarlegum spurningum sem byggjast gjarnan á því sem flokkast sem einskis nýtur fróðleikur. Og keppendur reyna að klóra sig í átt að réttu svari. Villi segir spurður það vissulega athyglisvert hversu óendanlega gaman Íslendingar hafi að spurningaþáttum. „Magnað. Sennilega því það er svo gaman að heyra einhvern vita svaka mikið og um leið heyra einhvern klikka á því sem maður veit sjálfur. Einhvers konar blanda af þessu tvennu. Ætli það sé ekki heróínið í þessu?“ segir Villi. Hann segir margt furðulegt hafa gerst í fyrri þáttum sem taki þessu þó ekki fram. „Halldór Gylfason leikari ruglaðist á lyfjaglösum og tók svefnlyf áður en hann mætti um daginn.“
Samfélagsmiðlar Grín og gaman Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Fleiri fréttir Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Sjá meira