Bar bónorðið upp á sjúkrahúsbedda Íris Hauksdóttir skrifar 29. apríl 2023 09:01 Íris Tanja og Elín Ey ræddu skemmtilegar staðreyndir úr sinni sambandstíð. aðsend Listakonurnar og kærustuparið Íris Tanja Flyernring og Elín Eyþórsdóttir eru nýjustu viðmælendur Ása í hlaðvarpsþættinum hans, Betri helmingurinn. Þar ræða þær um skemmtilegar staðreyndir úr sinni sambandstíð. Á einum tímapunkti í viðtalinu hnýtur Ási í trúlofunarsögu parsins. Það var Íris sem bar upp bónorðið á frekar óvenjulegan hátt en hún var nánast meðvitundalaus úr verkjum á sjúkrahúsi og vonaðist hálft í hvoru eftir því að minningin hefði verið falsminning. „Það voru margir sem furðuðu sig á því að við værum trúlofaðar þegar við vorum ekki byrjaðar að búa saman,“ segir Íris og heldur áfram. „Það er ekki sama sem merki að trúlofast og búa saman. Að lofa að elska einhvern og vilja takast á við verkefnin saman er ekki sama og sambúð.“ En hvernig bar trúlofunin að? Íris Tanja tekur aftur orðið. „Ég þjáist af endómetríósu og þarf að leggjast inn á sjúkrahús í verkjarstillingu vegna þess. Í þessu tilfelli lá ég inni og var komin á ferð og flug í huganum eftir að hafa fengið fullt af verkjarlyfjum. Ég vonaði hálft í hvoru að þetta væri draumur. Elín beygði sig yfir mig og sagðist vera að fara og þegar hún kvaddi mig fannst mér ég svífa út úr líkamanum. Ég sagði við hana: „ástin min ég ætla að biðja þig að giftast mér“. Hún svaraði: „Já vá ég bíð spennt eftir því.“ Daginn eftir var ég alveg nei þetta gerðist ekki, en ég hafði samt hugsað mikið út í að biðja hennar og var meðal annars búin að velja hring og ákveða allt en svo minntist hún á þetta nokkrum dögum síðar, að hún væri enn að bíða eftir bónorðinu.“ Íris lét ekki þar við sitja og mælti mér mót við foreldra Elínar. „Ég mætti til þeirra, skjálfandi á beinunum. Sagðist elska dóttir þeirra mjög mikið og vildi blessun þeirra að biðja hennar. Ég hafði aldrei gert þetta áður og langaði að gera þetta rétt. Kærusturnar Íris Tanja og Elín Ey eru nýjustu gestir Ása í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn.aðsend Daginn sem Íris bar svo bónorðið formlega upp voru börnin hjá þeim en báðar eiga þær börn úr fyrri samböndum. „Þetta var ósköp hversdagslegur morgun, við elskum að færa hvor annarri kaffi í rúmið en krakkarnir voru þarna algjörir brjálæðingar. Sunnudagsmorgun og ekkert rómantískt. Við að drekka kaffi upp í rúmi með hárið út um allt. Sólin inn um gluggann og ég bað son hennar að rétta henni kassann með hringnum í. Hann grýtti kassanum í mömmu sína sem bjóst alls ekki við hvað væri í honum en þetta var engu að síður fallegt augnablik sem maður kann að meta. Kaffið og krakkarnir og spurning sem var auðvelt að svara.“ Þáttinn í heild má hlusta á hér fyrir neðan. Ástin og lífið Betri helmingurinn með Ása Tengdar fréttir Íris Tanja og Elín Ey trúlofaðar Tónlistarkonan Elín Eyþórsdóttir og dans- og leikkonan Íris Tanja Flygering hafa trúlofað sig. Íris fór nýlega á skeljarnar og sagði Elín já. 25. október 2022 20:20 Fann sjálfa sig eftir að hún kom út Það er nóg um að vera hjá leikkonunni Írisi Tönju Flygenring sem fer með aðalhlutverk í leikritinu Samdrættir sem frumsýnt er í kvöld í Tjarnarbíói. Samhliða leiklistinni sinnir Íris Tanja fræðslustarfi hjá Samtökunum ‘78. Blaðamaður hitti hana í kaffi og þær ræddu um allt milli himins og jarðar, þar á meðal um leiklistina, listina, hinsegin samfélagið og það að koma seint út úr skápnum. 10. febrúar 2023 08:01 Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Sjá meira
Á einum tímapunkti í viðtalinu hnýtur Ási í trúlofunarsögu parsins. Það var Íris sem bar upp bónorðið á frekar óvenjulegan hátt en hún var nánast meðvitundalaus úr verkjum á sjúkrahúsi og vonaðist hálft í hvoru eftir því að minningin hefði verið falsminning. „Það voru margir sem furðuðu sig á því að við værum trúlofaðar þegar við vorum ekki byrjaðar að búa saman,“ segir Íris og heldur áfram. „Það er ekki sama sem merki að trúlofast og búa saman. Að lofa að elska einhvern og vilja takast á við verkefnin saman er ekki sama og sambúð.“ En hvernig bar trúlofunin að? Íris Tanja tekur aftur orðið. „Ég þjáist af endómetríósu og þarf að leggjast inn á sjúkrahús í verkjarstillingu vegna þess. Í þessu tilfelli lá ég inni og var komin á ferð og flug í huganum eftir að hafa fengið fullt af verkjarlyfjum. Ég vonaði hálft í hvoru að þetta væri draumur. Elín beygði sig yfir mig og sagðist vera að fara og þegar hún kvaddi mig fannst mér ég svífa út úr líkamanum. Ég sagði við hana: „ástin min ég ætla að biðja þig að giftast mér“. Hún svaraði: „Já vá ég bíð spennt eftir því.“ Daginn eftir var ég alveg nei þetta gerðist ekki, en ég hafði samt hugsað mikið út í að biðja hennar og var meðal annars búin að velja hring og ákveða allt en svo minntist hún á þetta nokkrum dögum síðar, að hún væri enn að bíða eftir bónorðinu.“ Íris lét ekki þar við sitja og mælti mér mót við foreldra Elínar. „Ég mætti til þeirra, skjálfandi á beinunum. Sagðist elska dóttir þeirra mjög mikið og vildi blessun þeirra að biðja hennar. Ég hafði aldrei gert þetta áður og langaði að gera þetta rétt. Kærusturnar Íris Tanja og Elín Ey eru nýjustu gestir Ása í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn.aðsend Daginn sem Íris bar svo bónorðið formlega upp voru börnin hjá þeim en báðar eiga þær börn úr fyrri samböndum. „Þetta var ósköp hversdagslegur morgun, við elskum að færa hvor annarri kaffi í rúmið en krakkarnir voru þarna algjörir brjálæðingar. Sunnudagsmorgun og ekkert rómantískt. Við að drekka kaffi upp í rúmi með hárið út um allt. Sólin inn um gluggann og ég bað son hennar að rétta henni kassann með hringnum í. Hann grýtti kassanum í mömmu sína sem bjóst alls ekki við hvað væri í honum en þetta var engu að síður fallegt augnablik sem maður kann að meta. Kaffið og krakkarnir og spurning sem var auðvelt að svara.“ Þáttinn í heild má hlusta á hér fyrir neðan.
Ástin og lífið Betri helmingurinn með Ása Tengdar fréttir Íris Tanja og Elín Ey trúlofaðar Tónlistarkonan Elín Eyþórsdóttir og dans- og leikkonan Íris Tanja Flygering hafa trúlofað sig. Íris fór nýlega á skeljarnar og sagði Elín já. 25. október 2022 20:20 Fann sjálfa sig eftir að hún kom út Það er nóg um að vera hjá leikkonunni Írisi Tönju Flygenring sem fer með aðalhlutverk í leikritinu Samdrættir sem frumsýnt er í kvöld í Tjarnarbíói. Samhliða leiklistinni sinnir Íris Tanja fræðslustarfi hjá Samtökunum ‘78. Blaðamaður hitti hana í kaffi og þær ræddu um allt milli himins og jarðar, þar á meðal um leiklistina, listina, hinsegin samfélagið og það að koma seint út úr skápnum. 10. febrúar 2023 08:01 Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Sjá meira
Íris Tanja og Elín Ey trúlofaðar Tónlistarkonan Elín Eyþórsdóttir og dans- og leikkonan Íris Tanja Flygering hafa trúlofað sig. Íris fór nýlega á skeljarnar og sagði Elín já. 25. október 2022 20:20
Fann sjálfa sig eftir að hún kom út Það er nóg um að vera hjá leikkonunni Írisi Tönju Flygenring sem fer með aðalhlutverk í leikritinu Samdrættir sem frumsýnt er í kvöld í Tjarnarbíói. Samhliða leiklistinni sinnir Íris Tanja fræðslustarfi hjá Samtökunum ‘78. Blaðamaður hitti hana í kaffi og þær ræddu um allt milli himins og jarðar, þar á meðal um leiklistina, listina, hinsegin samfélagið og það að koma seint út úr skápnum. 10. febrúar 2023 08:01