Hvetur stjórnendur til að prófa önnur störf og að standa sjálfir í eldlínunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 27. apríl 2023 07:01 María Dís Gunnarsdóttir, mannauðsstjóri OK hvetur stjórnendur til að prófa önnur störf innan vinnustaðarins því það geti verið mjög verðmæt reynsla að þekkja hvernig það er að standa í eldlínunni. Hjá OK hafa margir fengið tækifæri til að vaxa í starfi og þannig lært á ólík störf og verkefni sem nýtist bæði starfsfólkinu vel og vinnustaðnum. Vísir/Vilhelm „Það er svo dýrmæt reynsla að setja sig í spor fólksins og prófa á eigin skinni að vera í eldlínunni. Hvernig eru viðskiptavinirnir til dæmis að tala við starfsfólkið? Hverjar eru helstu áskoranirnar, flækjurnar eða núningarnir og í hverju felast verkefnin sem okkar fólk er að kljást við dag frá degi,“ segir María Dís Gunnarsdóttir mannauðstjóri OK. „Að mínu mati hefur mér líka þótt þetta góð leið til að kynnast styrkleikum starfsfólksins og mér finnst tengingin við starfsfólk allt önnur en hún væri ella. Mín reynsla er að minnsta kosti sú að starfsfólk upplifir mann öðruvísi, virðingin og traustið sem myndast á milli starfsfólks og stjórnenda er meira.“ Í gær og í dag fjallar Atvinnulífið um hvernig hægt er að kynnast ólíkum störfum innan sama fyrirtækisins og hver ávinningurinn af því getur verið. Allt frá símsvörun í framkvæmdastjórn María Dís segir að hjá OK hafi ekki sérstaklega verið farið í æfingar eins og starfaskipti. Hins vegar sé fyrirtækjamenningin þannig að hjá OK hefur mjög margt starfsfólk fengið tækifæri til að vaxa í starfi. „Við horfum alltaf fyrst inn á við þegar það opnast tækifæri á stöðum. Það er svo mikilvægt fyrir starfsfólk að upplifa og sjá að innan vinnustaðarins geta verið spennandi tækifæri til starfsþróunar. Fyrir vikið hafa margir hér fengið tækifæri til að sinna ólíkum störfum innan OK og almennt reynum við líka að leggja áherslu á fjölbreytileika verkefna hjá starfsfólki. Því það þarf svo sem ekkert alltaf að skipta um stöður sem slíkar þótt vinnan geti orðið meira spennandi ef við fáum að takast á við nýjar áskoranir,“ segir María og bætir því við að með því að leggja áherslu á fjölbreytileika í verkefnum sé hægt að vinna betur að því að draga fram styrkleika hvers og eins. „Auðvitað þarf líka að vera jafnvægi til staðar, þannig að við ráðum líka inn nýtt fólk utan frá sem kemur þá með ferskan blæ, nýja reynslu og öðruvísi sýn.“ Sjálf segir María Dís hennar þróun í starfi hjá OK vera gott dæmi um það hvernig starfsþróun innan fyrirtækisins hefur gefið henni tækifæri til að kynnast ólíkum störfum innan fyrirtækisins og aukið þekkingu hennar og skilning á því að standa í eldlínunni. „Ég byrja hjá OK sem þjónustufulltrúi árið 2013. Í því starfi fannst mér ég læra rosalega margt um starfsemina og fyrirtækið. Árið 2016 verð ég viðskiptastjóri og í því starfi kynntist ég því að vera meira í samskiptum við viðskiptavinina og lærði inn á þjónustu- og vöruframboð félagsins.“ María segir það líka hafa kennt sér mikið að hafa verið í alls kyns afleysingarstörfum á því tímabili sem hún starfaði sem þjónustufulltrúi. Þá hafi hún til að mynda kynnst störfum innan ólíkra deilda. „Árið 2018 tek ég síðan við gæða- og öryggismálum fyrirtækisins og árið 2020 tek ég einnig við mannauðsmálunum. Þeim störfum sinnti ég samhliða þar til um síðustu áramót þegar annar starfsmaður tekur við gæða- og öryggismálunum.“ Í dag situr María Dís í framkvæmdastjórn félagsins en hjá OK starfa um 140 manns og að auki um 30 manns í dótturfélaginu Varist. Ég mæli hiklaust með því að stjórnendur reyni að kynnast sem flestum störfum innan vinnustaðarins og þá sérstaklega að koma sér vel inn í störf starfsfólks þegar fólk tekur að sér nýjar stjórnendastöður. Ég hika sjálf ekkert við að fara í símsvörun ef þess þarf eða aðstæður hafa kallað á það. Enda getur maður lært mikið á því. Til að mynda hef ég hvatt nýráðinn stjórnanda hér hjá okkur að reyna hvað hann getur til að kynnast sem mest störfum sviðsins sem hann veitir forstöðu, með því að prófa að taka vaktina sjálfur í ýmsum verkefnum, þar á meðal símsvörun.“ María hefur starfað í mörgum ólíkum störfum innan OK en þar byrjaði hún sem þjónustufulltrúi árið 2013. Í dag situr hún í framkvæmdastjórn sem mannauðsstjóri en segist hvorki veigra sér við að fara í símsvörun eða annað ef þarf. Hjá OK starfa um 140 manns og segir María svolítinn fjölskyldubrag yfir fyrirtækinu, sem tvívegis hefur verið valið fyrirtæki ársins hjá VR.Vísir/Vilhelm Fólk en ekki kennitölur María segist afar ánægð með þá vegferð sem hennar starfsframi endurspeglar og myndi ekki vilja hafa misst af því sem stjórnandi að hafa lært til svo margra ólíkra verka og starfa innan OK. „Tvisvar sinnum hef ég tekið tímabundið við starfi forstöðumanns framlínuþjónustu, samhliða mannauðsstjórastarfinu og með því að gera það hef ég til dæmis áttað mig betur á störfum þess sviðs og samvirkninnar sem þar er. Að sinna tímabundið einhverju starfi getur því verið góð leið fyrir stjórnanda að kafa dýpra inn í verkefnin, ferla, flæði og flækjustig. Allt eitthvað sem kennir manni að skilja aðstæður betur.“ María segir ávinninginn af því að stjórnandi kynnist eldlínustörfum líka geta skilað sér í því að þegar verið er að bæta úr hlutum eða takast á við erfiðar áskoranir, er skilningurinn á því sem gera þarf allt annar en hann annars væri. Þá gefi það stjórnendum stundum tækifæri til að stytta boðleiðir eða hagræða ferlum sem auðveldara er að átta sig á þegar maður kynnist tilteknu starfi eða verkefnum. Að vinna í návígi með starfsfólki er líka svo verðmætt. Ekki aðeins það að maður kynnist styrkleikunum þeirra betur eða skilji störfin þeirra betur heldur er maður fyrir vikið ekki bara stjórnandi sem horfir alltaf yfir með kennitölurnar á skjánum, heldur er maður sýnilega hluti af hópnum og fær tækifæri til að kynnast einstaklingunum á bak við störfin.“ OK hefur tvívegis verið valið fyrirtæki ársins hjá VR sem gefur til kynna að mikil áhersla er lögð á ánægju starfsfólks í starfi. „Kjarninn okkar er fyrst og fremst sá að við erum eitt lið. Sem þýðir að við leggjum okkur fram við að hjálpast að og ekkert okkar hikar við að ganga í þau verkefni eða störf sem þarf að sinna þegar eitthvað kemur upp. Það á líka við um okkur stjórnendurna. Ef matráðurinn okkar er til dæmis í fríi finnst mér jafn sjálfsagt og hverjum öðrum hér að stökkva þá út í Bónus og kaupa jógúrt eða annað sem vantar. Það má svo sem segja að það sé fjölskyldubragur yfir þessu hjá okkur þar sem vinnustaðamenningin og andrúmsloftið undirstrikar einfaldlega það að við leggjumst öll á eitt þegar á reynir.“ María telur stjórnendur oft geta miðlað og leitt á skilvirkari hátt ef þeir hafa góða þekkingu og skilning á störfum starfsfólksins. „Segjum til dæmis í aðstæðum þar sem starfsfólk lendir í erfiðum viðskiptavini eða jafnvel dónalegum. Að hafa reynt það á eigin skinni er verðmæt reynsla og gefur okkur sem stjórnendum betur færi á að hjálpa fólki sem er til dæmis að stíga sín fyrstu skref í starfi að takast á við aðstæður sem geta komið upp með erfiðum viðskiptavini.“ María telur það af hinu góða að vinnustaðir leggi áherslu á starfsþróun og fjölbreytileika verkefna, því á endanum sé það dýrmæt reynsla fyrir bæði starfsmanninn og vinnustaðinn að þekkja ólík störf og verkefni hjá fyrirtækinu. „Að fá reynslu af ólíkum störfum hefur verið gríðarlega gefandi og skemmtilegt og gefið mér dýrmæta innsýn inn í störfin, upplifun starfsfólks og ýmislegt fleira. Mér hefur fundist það ómetanlegt í alla staði að þekkja fólkið á gólfinu vel, ég á auðvelt með að taka upplýst samtöl við starfsfólk sem eru án efa öðruvísi samtöl en ef ég þekkti ekki svona vel til. Ég kann líka að meta störf starfsfólksins sem nýtist vel þegar verið er að ráða eða greina störf og verkefni og fleira í þeim dúr. Þannig að hiklaust mæli ég með því fyrir alla stjórnendur að reyna að kynnast fleiri störfum innan síns vinnustaðar.“ Mannauðsmál Stjórnun Góðu ráðin Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Starfsframi Tengdar fréttir Forstjórinn tók vakt í vöruhúsinu, fagsölumaðurinn gerði blómvendi og vörustjórinn fór á kassa „Forstjórinn og launafulltrúinn tóku til dæmis vakt í vöruhúsinu. Fjármálastjórinn og deildarstjóri UT tóku vakt í pípudeild og einn af fagsölumönnunum okkar sem starfar við að selja stórum verktökum fór í Blómaval og gerði blómvendi!“ nefnir Edda Björk Kristjánsdóttir mannauðstjóri Húsasmiðjunnar sem dæmi um starfaskipti starfsfólks Húsasmiðjunnar, sem stóð fyrir starfaskiptaviku fyrir um mánuði síðan. 26. apríl 2023 07:01 Starfsfólk upplifir vinnustaðinn eins og hótel og fær hundapössun og fleira „Fasteignafélögin eru að gera sér grein fyrir því að byggingarnar gætu staðið tómar ef ekki er ráðist í róttækar breytingar. Þannig að verkefnin sem við höfum verið í felast í raun í því að þegar starfsfólk mætir til vinnu, þá upplifir það bygginguna meira eins og flott hótel en ekki vinnustað með móttöku á neðstu hæðinni,“ segir Kristín Aldan Guðmundsdóttir arkitekt sem starfar og býr í Washington DC í Bandaríkjunum. 24. apríl 2023 07:01 Ekki ólíklegt að gervigreindin mismuni konum og körlum Það kann að koma á óvart hversu mikil skekkja er enn í gögnum sem þó hafa veruleg áhrif á það hvernig vörur, þjónusta, stofnanir, vöruhönnun og fleira kemur við karla annars vegar og konur hins vegar. 20. apríl 2023 07:02 Ný rannsókn: Stefnir nú í að jafnrétti náist eftir 300 ár Eflaust telja einhverjir að nú sé verið að reyna að herja á jafnréttisbaráttunni með fyrirsögn sem er svo sjokkerandi að hún getur ekki annað en náð athygli. 19. apríl 2023 07:00 Vekja athygli TIMES: Komandi kynslóðir geta hlustað á sögur sagðar með röddum ömmu og afa Fyrir rúmum tveimur og hálfu ári sögðum við frá ævintýralegri vegferð þeirra Péturs Hannesar Ólafssonar og Bjarka Viðars Garðarssonar, stofnenda fyrirtækisins ONANOFF sem þá þegar velti á annan milljarð króna með annan eigandann búsettan í Hong Kong en hinn á Akureyri. 14. apríl 2023 07:01 Mest lesið Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
„Að mínu mati hefur mér líka þótt þetta góð leið til að kynnast styrkleikum starfsfólksins og mér finnst tengingin við starfsfólk allt önnur en hún væri ella. Mín reynsla er að minnsta kosti sú að starfsfólk upplifir mann öðruvísi, virðingin og traustið sem myndast á milli starfsfólks og stjórnenda er meira.“ Í gær og í dag fjallar Atvinnulífið um hvernig hægt er að kynnast ólíkum störfum innan sama fyrirtækisins og hver ávinningurinn af því getur verið. Allt frá símsvörun í framkvæmdastjórn María Dís segir að hjá OK hafi ekki sérstaklega verið farið í æfingar eins og starfaskipti. Hins vegar sé fyrirtækjamenningin þannig að hjá OK hefur mjög margt starfsfólk fengið tækifæri til að vaxa í starfi. „Við horfum alltaf fyrst inn á við þegar það opnast tækifæri á stöðum. Það er svo mikilvægt fyrir starfsfólk að upplifa og sjá að innan vinnustaðarins geta verið spennandi tækifæri til starfsþróunar. Fyrir vikið hafa margir hér fengið tækifæri til að sinna ólíkum störfum innan OK og almennt reynum við líka að leggja áherslu á fjölbreytileika verkefna hjá starfsfólki. Því það þarf svo sem ekkert alltaf að skipta um stöður sem slíkar þótt vinnan geti orðið meira spennandi ef við fáum að takast á við nýjar áskoranir,“ segir María og bætir því við að með því að leggja áherslu á fjölbreytileika í verkefnum sé hægt að vinna betur að því að draga fram styrkleika hvers og eins. „Auðvitað þarf líka að vera jafnvægi til staðar, þannig að við ráðum líka inn nýtt fólk utan frá sem kemur þá með ferskan blæ, nýja reynslu og öðruvísi sýn.“ Sjálf segir María Dís hennar þróun í starfi hjá OK vera gott dæmi um það hvernig starfsþróun innan fyrirtækisins hefur gefið henni tækifæri til að kynnast ólíkum störfum innan fyrirtækisins og aukið þekkingu hennar og skilning á því að standa í eldlínunni. „Ég byrja hjá OK sem þjónustufulltrúi árið 2013. Í því starfi fannst mér ég læra rosalega margt um starfsemina og fyrirtækið. Árið 2016 verð ég viðskiptastjóri og í því starfi kynntist ég því að vera meira í samskiptum við viðskiptavinina og lærði inn á þjónustu- og vöruframboð félagsins.“ María segir það líka hafa kennt sér mikið að hafa verið í alls kyns afleysingarstörfum á því tímabili sem hún starfaði sem þjónustufulltrúi. Þá hafi hún til að mynda kynnst störfum innan ólíkra deilda. „Árið 2018 tek ég síðan við gæða- og öryggismálum fyrirtækisins og árið 2020 tek ég einnig við mannauðsmálunum. Þeim störfum sinnti ég samhliða þar til um síðustu áramót þegar annar starfsmaður tekur við gæða- og öryggismálunum.“ Í dag situr María Dís í framkvæmdastjórn félagsins en hjá OK starfa um 140 manns og að auki um 30 manns í dótturfélaginu Varist. Ég mæli hiklaust með því að stjórnendur reyni að kynnast sem flestum störfum innan vinnustaðarins og þá sérstaklega að koma sér vel inn í störf starfsfólks þegar fólk tekur að sér nýjar stjórnendastöður. Ég hika sjálf ekkert við að fara í símsvörun ef þess þarf eða aðstæður hafa kallað á það. Enda getur maður lært mikið á því. Til að mynda hef ég hvatt nýráðinn stjórnanda hér hjá okkur að reyna hvað hann getur til að kynnast sem mest störfum sviðsins sem hann veitir forstöðu, með því að prófa að taka vaktina sjálfur í ýmsum verkefnum, þar á meðal símsvörun.“ María hefur starfað í mörgum ólíkum störfum innan OK en þar byrjaði hún sem þjónustufulltrúi árið 2013. Í dag situr hún í framkvæmdastjórn sem mannauðsstjóri en segist hvorki veigra sér við að fara í símsvörun eða annað ef þarf. Hjá OK starfa um 140 manns og segir María svolítinn fjölskyldubrag yfir fyrirtækinu, sem tvívegis hefur verið valið fyrirtæki ársins hjá VR.Vísir/Vilhelm Fólk en ekki kennitölur María segist afar ánægð með þá vegferð sem hennar starfsframi endurspeglar og myndi ekki vilja hafa misst af því sem stjórnandi að hafa lært til svo margra ólíkra verka og starfa innan OK. „Tvisvar sinnum hef ég tekið tímabundið við starfi forstöðumanns framlínuþjónustu, samhliða mannauðsstjórastarfinu og með því að gera það hef ég til dæmis áttað mig betur á störfum þess sviðs og samvirkninnar sem þar er. Að sinna tímabundið einhverju starfi getur því verið góð leið fyrir stjórnanda að kafa dýpra inn í verkefnin, ferla, flæði og flækjustig. Allt eitthvað sem kennir manni að skilja aðstæður betur.“ María segir ávinninginn af því að stjórnandi kynnist eldlínustörfum líka geta skilað sér í því að þegar verið er að bæta úr hlutum eða takast á við erfiðar áskoranir, er skilningurinn á því sem gera þarf allt annar en hann annars væri. Þá gefi það stjórnendum stundum tækifæri til að stytta boðleiðir eða hagræða ferlum sem auðveldara er að átta sig á þegar maður kynnist tilteknu starfi eða verkefnum. Að vinna í návígi með starfsfólki er líka svo verðmætt. Ekki aðeins það að maður kynnist styrkleikunum þeirra betur eða skilji störfin þeirra betur heldur er maður fyrir vikið ekki bara stjórnandi sem horfir alltaf yfir með kennitölurnar á skjánum, heldur er maður sýnilega hluti af hópnum og fær tækifæri til að kynnast einstaklingunum á bak við störfin.“ OK hefur tvívegis verið valið fyrirtæki ársins hjá VR sem gefur til kynna að mikil áhersla er lögð á ánægju starfsfólks í starfi. „Kjarninn okkar er fyrst og fremst sá að við erum eitt lið. Sem þýðir að við leggjum okkur fram við að hjálpast að og ekkert okkar hikar við að ganga í þau verkefni eða störf sem þarf að sinna þegar eitthvað kemur upp. Það á líka við um okkur stjórnendurna. Ef matráðurinn okkar er til dæmis í fríi finnst mér jafn sjálfsagt og hverjum öðrum hér að stökkva þá út í Bónus og kaupa jógúrt eða annað sem vantar. Það má svo sem segja að það sé fjölskyldubragur yfir þessu hjá okkur þar sem vinnustaðamenningin og andrúmsloftið undirstrikar einfaldlega það að við leggjumst öll á eitt þegar á reynir.“ María telur stjórnendur oft geta miðlað og leitt á skilvirkari hátt ef þeir hafa góða þekkingu og skilning á störfum starfsfólksins. „Segjum til dæmis í aðstæðum þar sem starfsfólk lendir í erfiðum viðskiptavini eða jafnvel dónalegum. Að hafa reynt það á eigin skinni er verðmæt reynsla og gefur okkur sem stjórnendum betur færi á að hjálpa fólki sem er til dæmis að stíga sín fyrstu skref í starfi að takast á við aðstæður sem geta komið upp með erfiðum viðskiptavini.“ María telur það af hinu góða að vinnustaðir leggi áherslu á starfsþróun og fjölbreytileika verkefna, því á endanum sé það dýrmæt reynsla fyrir bæði starfsmanninn og vinnustaðinn að þekkja ólík störf og verkefni hjá fyrirtækinu. „Að fá reynslu af ólíkum störfum hefur verið gríðarlega gefandi og skemmtilegt og gefið mér dýrmæta innsýn inn í störfin, upplifun starfsfólks og ýmislegt fleira. Mér hefur fundist það ómetanlegt í alla staði að þekkja fólkið á gólfinu vel, ég á auðvelt með að taka upplýst samtöl við starfsfólk sem eru án efa öðruvísi samtöl en ef ég þekkti ekki svona vel til. Ég kann líka að meta störf starfsfólksins sem nýtist vel þegar verið er að ráða eða greina störf og verkefni og fleira í þeim dúr. Þannig að hiklaust mæli ég með því fyrir alla stjórnendur að reyna að kynnast fleiri störfum innan síns vinnustaðar.“
Mannauðsmál Stjórnun Góðu ráðin Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Starfsframi Tengdar fréttir Forstjórinn tók vakt í vöruhúsinu, fagsölumaðurinn gerði blómvendi og vörustjórinn fór á kassa „Forstjórinn og launafulltrúinn tóku til dæmis vakt í vöruhúsinu. Fjármálastjórinn og deildarstjóri UT tóku vakt í pípudeild og einn af fagsölumönnunum okkar sem starfar við að selja stórum verktökum fór í Blómaval og gerði blómvendi!“ nefnir Edda Björk Kristjánsdóttir mannauðstjóri Húsasmiðjunnar sem dæmi um starfaskipti starfsfólks Húsasmiðjunnar, sem stóð fyrir starfaskiptaviku fyrir um mánuði síðan. 26. apríl 2023 07:01 Starfsfólk upplifir vinnustaðinn eins og hótel og fær hundapössun og fleira „Fasteignafélögin eru að gera sér grein fyrir því að byggingarnar gætu staðið tómar ef ekki er ráðist í róttækar breytingar. Þannig að verkefnin sem við höfum verið í felast í raun í því að þegar starfsfólk mætir til vinnu, þá upplifir það bygginguna meira eins og flott hótel en ekki vinnustað með móttöku á neðstu hæðinni,“ segir Kristín Aldan Guðmundsdóttir arkitekt sem starfar og býr í Washington DC í Bandaríkjunum. 24. apríl 2023 07:01 Ekki ólíklegt að gervigreindin mismuni konum og körlum Það kann að koma á óvart hversu mikil skekkja er enn í gögnum sem þó hafa veruleg áhrif á það hvernig vörur, þjónusta, stofnanir, vöruhönnun og fleira kemur við karla annars vegar og konur hins vegar. 20. apríl 2023 07:02 Ný rannsókn: Stefnir nú í að jafnrétti náist eftir 300 ár Eflaust telja einhverjir að nú sé verið að reyna að herja á jafnréttisbaráttunni með fyrirsögn sem er svo sjokkerandi að hún getur ekki annað en náð athygli. 19. apríl 2023 07:00 Vekja athygli TIMES: Komandi kynslóðir geta hlustað á sögur sagðar með röddum ömmu og afa Fyrir rúmum tveimur og hálfu ári sögðum við frá ævintýralegri vegferð þeirra Péturs Hannesar Ólafssonar og Bjarka Viðars Garðarssonar, stofnenda fyrirtækisins ONANOFF sem þá þegar velti á annan milljarð króna með annan eigandann búsettan í Hong Kong en hinn á Akureyri. 14. apríl 2023 07:01 Mest lesið Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Forstjórinn tók vakt í vöruhúsinu, fagsölumaðurinn gerði blómvendi og vörustjórinn fór á kassa „Forstjórinn og launafulltrúinn tóku til dæmis vakt í vöruhúsinu. Fjármálastjórinn og deildarstjóri UT tóku vakt í pípudeild og einn af fagsölumönnunum okkar sem starfar við að selja stórum verktökum fór í Blómaval og gerði blómvendi!“ nefnir Edda Björk Kristjánsdóttir mannauðstjóri Húsasmiðjunnar sem dæmi um starfaskipti starfsfólks Húsasmiðjunnar, sem stóð fyrir starfaskiptaviku fyrir um mánuði síðan. 26. apríl 2023 07:01
Starfsfólk upplifir vinnustaðinn eins og hótel og fær hundapössun og fleira „Fasteignafélögin eru að gera sér grein fyrir því að byggingarnar gætu staðið tómar ef ekki er ráðist í róttækar breytingar. Þannig að verkefnin sem við höfum verið í felast í raun í því að þegar starfsfólk mætir til vinnu, þá upplifir það bygginguna meira eins og flott hótel en ekki vinnustað með móttöku á neðstu hæðinni,“ segir Kristín Aldan Guðmundsdóttir arkitekt sem starfar og býr í Washington DC í Bandaríkjunum. 24. apríl 2023 07:01
Ekki ólíklegt að gervigreindin mismuni konum og körlum Það kann að koma á óvart hversu mikil skekkja er enn í gögnum sem þó hafa veruleg áhrif á það hvernig vörur, þjónusta, stofnanir, vöruhönnun og fleira kemur við karla annars vegar og konur hins vegar. 20. apríl 2023 07:02
Ný rannsókn: Stefnir nú í að jafnrétti náist eftir 300 ár Eflaust telja einhverjir að nú sé verið að reyna að herja á jafnréttisbaráttunni með fyrirsögn sem er svo sjokkerandi að hún getur ekki annað en náð athygli. 19. apríl 2023 07:00
Vekja athygli TIMES: Komandi kynslóðir geta hlustað á sögur sagðar með röddum ömmu og afa Fyrir rúmum tveimur og hálfu ári sögðum við frá ævintýralegri vegferð þeirra Péturs Hannesar Ólafssonar og Bjarka Viðars Garðarssonar, stofnenda fyrirtækisins ONANOFF sem þá þegar velti á annan milljarð króna með annan eigandann búsettan í Hong Kong en hinn á Akureyri. 14. apríl 2023 07:01