Lífið

Eldar fyrir aðeins sex þúsund krónur á viku fyrir alla fjölskylduna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Katrín fer vel yfir vikuna í Íslandi í dag.
Katrín fer vel yfir vikuna í Íslandi í dag.

Eins ótrúlega og það hljómar tekst Katrínu Björk Birgisdóttur að elda fyrir fjögurra manna fjölskyldu fyrir aðeins sex þúsund krónur á viku.

Sindri Sindrason hitti á þessa mögnuðu konu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi þar sem hún fór yfir þetta lygilega sparnaðarráð.

„Þetta byrjaði allt með heila kjúklingnum. Ég kaupi alltaf stærsta kjúklinginn sem ég finn sem ég kaupi í Bónus eða Krónunni, nema hann sé á fimmtíu prósent afslætti annars staðar. Mesta vinnan er fyrsta kvöldið þar sem ég verka utan af kjúklingnum og síðan sjóðum við utan af beinunum. Næsta dag erum við með afgangskjúklinginn í burrito,“ segir Katrín og heldur áfram.

„Ég sýð beinin í potti í svona tvo tíma. Það eru fullt af næringarefnum og steinefnum í beinunum og þriðja daginn notum við soðið í núðlusúpu og það er enn þá afgangur af kjúklingnum þá fer hann í það líka,“ segir Katrín sem á tvo drengi sem eru sex ára og átta ára.

„Fjórða daginn erum við með svokallað TikTok pasta. Fetaostaklumpur og tómatar. Svo pasta með og það var síðan líka afgangur af því. Svo notaði ég hakkpakka í tvær auka máltíðir. Notaði það í hakk og spaghettí. Síðan var hakkið áfram notað í mexíkórétt. Svo einu sinni í viku eru bara afgangar, eða morgunkorn eða eitthvað. Það eru allir sem nenna ekki að elda einu sinni í viku,“ segir Katrín en innslagið má sjá í heild sinni hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.