Ellismellir orðaðir við Barcelona Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. apríl 2023 19:31 Gæti snúið aftur til Barcelona. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images Ekki nóg með það að verðandi Spánarmeistarar Barcelona ætli að sækja hundgamlan Lionel Messi þegar félagaskiptaglugginn opnar heldur virðist liðið líka ætla að sækja gamlan framherja til að krydda upp á sóknarleik liðsins. Það bendir allt til þess að Messi snúi aftur á Nývang í sumar en Börsungar virðast vera að gera allt í sínu valdi til að týndi sonurinn snúi heim á nýja leið. Messi verður 36 ára á árinu en það mun ekki breyta því að stuðningsfólk Barcelona mun hylla hann líkt og Messías þegar hann semur við liðið á nýjan leik. Það sem vekur þó athygli er að Barcelona er einnig orðað við tvo ellismelli úr ensku úrvalsdeildinni. Pierre Emerick-Aubameyang verður 34 ára gamall í sumar og virðist vera að snúa aftur í raðir Barcelona aðeins ári eftir að félagið seldi hann til Chelsea. Ferill Aubameyang hefur verið stórundarlegur undanfarin misseri en eftir að Arsenal losaði hann undan samningi samdi hann við Barcelona og blómstraði í Katalóníu. Það var samt tekin sú ákvörðun að selja hann til Chelsea þar sem hann hefur engan veginn fundið sig. Nú virðist sem hann gæti snúið aftur til Katalóníu, það er ef Barcelona semur ekki við Roberto Firmino á undan. BREAKING: Barcelona have made Chelsea s Pierre-Emerick Aubemeyang their top No.9 target this summer on a striker list that also includes Liverpool s Roberto Firmino pic.twitter.com/B7vEURjdTV— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 24, 2023 Brasilíumaðurinn Firmino verður 32 ára næsta haust en samningur hans við Liverpool rennur út í sumar. Hann hefur gefið út að hann ætli ekki að framlengja samning sinn og nú segir Sky Sports að hann sé á lista Barcelona yfir mögulega framherja sem liðið vill í sínar raðir. Robert Lewandowski, sem verður 35 ára í haust, er aðalframherji Börsunga en það virðist sem Xavi stefni á að auka breiddina í hópnum í von um að berjast á fleiri vígstöðvum en aðeins heima fyrir á næstu leiktíð. Hvernig Barcelona ætlar að skrá alla þessa nýju leikmenn sína kemur í ljós en liðið gat til að mynda ekki skráð Gavi í aðalliðshóp félagsins á dögunum vegna fjárhagsreglna La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar. Barcelona trónir á toppi La Liga með 76 stig, 11 stigum meira en ríkjandi Spánarmeistarar Real Madríd þegar átta umferðir eru eftir. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Það bendir allt til þess að Messi snúi aftur á Nývang í sumar en Börsungar virðast vera að gera allt í sínu valdi til að týndi sonurinn snúi heim á nýja leið. Messi verður 36 ára á árinu en það mun ekki breyta því að stuðningsfólk Barcelona mun hylla hann líkt og Messías þegar hann semur við liðið á nýjan leik. Það sem vekur þó athygli er að Barcelona er einnig orðað við tvo ellismelli úr ensku úrvalsdeildinni. Pierre Emerick-Aubameyang verður 34 ára gamall í sumar og virðist vera að snúa aftur í raðir Barcelona aðeins ári eftir að félagið seldi hann til Chelsea. Ferill Aubameyang hefur verið stórundarlegur undanfarin misseri en eftir að Arsenal losaði hann undan samningi samdi hann við Barcelona og blómstraði í Katalóníu. Það var samt tekin sú ákvörðun að selja hann til Chelsea þar sem hann hefur engan veginn fundið sig. Nú virðist sem hann gæti snúið aftur til Katalóníu, það er ef Barcelona semur ekki við Roberto Firmino á undan. BREAKING: Barcelona have made Chelsea s Pierre-Emerick Aubemeyang their top No.9 target this summer on a striker list that also includes Liverpool s Roberto Firmino pic.twitter.com/B7vEURjdTV— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 24, 2023 Brasilíumaðurinn Firmino verður 32 ára næsta haust en samningur hans við Liverpool rennur út í sumar. Hann hefur gefið út að hann ætli ekki að framlengja samning sinn og nú segir Sky Sports að hann sé á lista Barcelona yfir mögulega framherja sem liðið vill í sínar raðir. Robert Lewandowski, sem verður 35 ára í haust, er aðalframherji Börsunga en það virðist sem Xavi stefni á að auka breiddina í hópnum í von um að berjast á fleiri vígstöðvum en aðeins heima fyrir á næstu leiktíð. Hvernig Barcelona ætlar að skrá alla þessa nýju leikmenn sína kemur í ljós en liðið gat til að mynda ekki skráð Gavi í aðalliðshóp félagsins á dögunum vegna fjárhagsreglna La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar. Barcelona trónir á toppi La Liga með 76 stig, 11 stigum meira en ríkjandi Spánarmeistarar Real Madríd þegar átta umferðir eru eftir.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira