Ellismellir orðaðir við Barcelona Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. apríl 2023 19:31 Gæti snúið aftur til Barcelona. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images Ekki nóg með það að verðandi Spánarmeistarar Barcelona ætli að sækja hundgamlan Lionel Messi þegar félagaskiptaglugginn opnar heldur virðist liðið líka ætla að sækja gamlan framherja til að krydda upp á sóknarleik liðsins. Það bendir allt til þess að Messi snúi aftur á Nývang í sumar en Börsungar virðast vera að gera allt í sínu valdi til að týndi sonurinn snúi heim á nýja leið. Messi verður 36 ára á árinu en það mun ekki breyta því að stuðningsfólk Barcelona mun hylla hann líkt og Messías þegar hann semur við liðið á nýjan leik. Það sem vekur þó athygli er að Barcelona er einnig orðað við tvo ellismelli úr ensku úrvalsdeildinni. Pierre Emerick-Aubameyang verður 34 ára gamall í sumar og virðist vera að snúa aftur í raðir Barcelona aðeins ári eftir að félagið seldi hann til Chelsea. Ferill Aubameyang hefur verið stórundarlegur undanfarin misseri en eftir að Arsenal losaði hann undan samningi samdi hann við Barcelona og blómstraði í Katalóníu. Það var samt tekin sú ákvörðun að selja hann til Chelsea þar sem hann hefur engan veginn fundið sig. Nú virðist sem hann gæti snúið aftur til Katalóníu, það er ef Barcelona semur ekki við Roberto Firmino á undan. BREAKING: Barcelona have made Chelsea s Pierre-Emerick Aubemeyang their top No.9 target this summer on a striker list that also includes Liverpool s Roberto Firmino pic.twitter.com/B7vEURjdTV— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 24, 2023 Brasilíumaðurinn Firmino verður 32 ára næsta haust en samningur hans við Liverpool rennur út í sumar. Hann hefur gefið út að hann ætli ekki að framlengja samning sinn og nú segir Sky Sports að hann sé á lista Barcelona yfir mögulega framherja sem liðið vill í sínar raðir. Robert Lewandowski, sem verður 35 ára í haust, er aðalframherji Börsunga en það virðist sem Xavi stefni á að auka breiddina í hópnum í von um að berjast á fleiri vígstöðvum en aðeins heima fyrir á næstu leiktíð. Hvernig Barcelona ætlar að skrá alla þessa nýju leikmenn sína kemur í ljós en liðið gat til að mynda ekki skráð Gavi í aðalliðshóp félagsins á dögunum vegna fjárhagsreglna La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar. Barcelona trónir á toppi La Liga með 76 stig, 11 stigum meira en ríkjandi Spánarmeistarar Real Madríd þegar átta umferðir eru eftir. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda Sport Fleiri fréttir „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Sjá meira
Það bendir allt til þess að Messi snúi aftur á Nývang í sumar en Börsungar virðast vera að gera allt í sínu valdi til að týndi sonurinn snúi heim á nýja leið. Messi verður 36 ára á árinu en það mun ekki breyta því að stuðningsfólk Barcelona mun hylla hann líkt og Messías þegar hann semur við liðið á nýjan leik. Það sem vekur þó athygli er að Barcelona er einnig orðað við tvo ellismelli úr ensku úrvalsdeildinni. Pierre Emerick-Aubameyang verður 34 ára gamall í sumar og virðist vera að snúa aftur í raðir Barcelona aðeins ári eftir að félagið seldi hann til Chelsea. Ferill Aubameyang hefur verið stórundarlegur undanfarin misseri en eftir að Arsenal losaði hann undan samningi samdi hann við Barcelona og blómstraði í Katalóníu. Það var samt tekin sú ákvörðun að selja hann til Chelsea þar sem hann hefur engan veginn fundið sig. Nú virðist sem hann gæti snúið aftur til Katalóníu, það er ef Barcelona semur ekki við Roberto Firmino á undan. BREAKING: Barcelona have made Chelsea s Pierre-Emerick Aubemeyang their top No.9 target this summer on a striker list that also includes Liverpool s Roberto Firmino pic.twitter.com/B7vEURjdTV— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 24, 2023 Brasilíumaðurinn Firmino verður 32 ára næsta haust en samningur hans við Liverpool rennur út í sumar. Hann hefur gefið út að hann ætli ekki að framlengja samning sinn og nú segir Sky Sports að hann sé á lista Barcelona yfir mögulega framherja sem liðið vill í sínar raðir. Robert Lewandowski, sem verður 35 ára í haust, er aðalframherji Börsunga en það virðist sem Xavi stefni á að auka breiddina í hópnum í von um að berjast á fleiri vígstöðvum en aðeins heima fyrir á næstu leiktíð. Hvernig Barcelona ætlar að skrá alla þessa nýju leikmenn sína kemur í ljós en liðið gat til að mynda ekki skráð Gavi í aðalliðshóp félagsins á dögunum vegna fjárhagsreglna La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar. Barcelona trónir á toppi La Liga með 76 stig, 11 stigum meira en ríkjandi Spánarmeistarar Real Madríd þegar átta umferðir eru eftir.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda Sport Fleiri fréttir „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Sjá meira