Ellismellir orðaðir við Barcelona Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. apríl 2023 19:31 Gæti snúið aftur til Barcelona. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images Ekki nóg með það að verðandi Spánarmeistarar Barcelona ætli að sækja hundgamlan Lionel Messi þegar félagaskiptaglugginn opnar heldur virðist liðið líka ætla að sækja gamlan framherja til að krydda upp á sóknarleik liðsins. Það bendir allt til þess að Messi snúi aftur á Nývang í sumar en Börsungar virðast vera að gera allt í sínu valdi til að týndi sonurinn snúi heim á nýja leið. Messi verður 36 ára á árinu en það mun ekki breyta því að stuðningsfólk Barcelona mun hylla hann líkt og Messías þegar hann semur við liðið á nýjan leik. Það sem vekur þó athygli er að Barcelona er einnig orðað við tvo ellismelli úr ensku úrvalsdeildinni. Pierre Emerick-Aubameyang verður 34 ára gamall í sumar og virðist vera að snúa aftur í raðir Barcelona aðeins ári eftir að félagið seldi hann til Chelsea. Ferill Aubameyang hefur verið stórundarlegur undanfarin misseri en eftir að Arsenal losaði hann undan samningi samdi hann við Barcelona og blómstraði í Katalóníu. Það var samt tekin sú ákvörðun að selja hann til Chelsea þar sem hann hefur engan veginn fundið sig. Nú virðist sem hann gæti snúið aftur til Katalóníu, það er ef Barcelona semur ekki við Roberto Firmino á undan. BREAKING: Barcelona have made Chelsea s Pierre-Emerick Aubemeyang their top No.9 target this summer on a striker list that also includes Liverpool s Roberto Firmino pic.twitter.com/B7vEURjdTV— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 24, 2023 Brasilíumaðurinn Firmino verður 32 ára næsta haust en samningur hans við Liverpool rennur út í sumar. Hann hefur gefið út að hann ætli ekki að framlengja samning sinn og nú segir Sky Sports að hann sé á lista Barcelona yfir mögulega framherja sem liðið vill í sínar raðir. Robert Lewandowski, sem verður 35 ára í haust, er aðalframherji Börsunga en það virðist sem Xavi stefni á að auka breiddina í hópnum í von um að berjast á fleiri vígstöðvum en aðeins heima fyrir á næstu leiktíð. Hvernig Barcelona ætlar að skrá alla þessa nýju leikmenn sína kemur í ljós en liðið gat til að mynda ekki skráð Gavi í aðalliðshóp félagsins á dögunum vegna fjárhagsreglna La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar. Barcelona trónir á toppi La Liga með 76 stig, 11 stigum meira en ríkjandi Spánarmeistarar Real Madríd þegar átta umferðir eru eftir. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Sjá meira
Það bendir allt til þess að Messi snúi aftur á Nývang í sumar en Börsungar virðast vera að gera allt í sínu valdi til að týndi sonurinn snúi heim á nýja leið. Messi verður 36 ára á árinu en það mun ekki breyta því að stuðningsfólk Barcelona mun hylla hann líkt og Messías þegar hann semur við liðið á nýjan leik. Það sem vekur þó athygli er að Barcelona er einnig orðað við tvo ellismelli úr ensku úrvalsdeildinni. Pierre Emerick-Aubameyang verður 34 ára gamall í sumar og virðist vera að snúa aftur í raðir Barcelona aðeins ári eftir að félagið seldi hann til Chelsea. Ferill Aubameyang hefur verið stórundarlegur undanfarin misseri en eftir að Arsenal losaði hann undan samningi samdi hann við Barcelona og blómstraði í Katalóníu. Það var samt tekin sú ákvörðun að selja hann til Chelsea þar sem hann hefur engan veginn fundið sig. Nú virðist sem hann gæti snúið aftur til Katalóníu, það er ef Barcelona semur ekki við Roberto Firmino á undan. BREAKING: Barcelona have made Chelsea s Pierre-Emerick Aubemeyang their top No.9 target this summer on a striker list that also includes Liverpool s Roberto Firmino pic.twitter.com/B7vEURjdTV— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 24, 2023 Brasilíumaðurinn Firmino verður 32 ára næsta haust en samningur hans við Liverpool rennur út í sumar. Hann hefur gefið út að hann ætli ekki að framlengja samning sinn og nú segir Sky Sports að hann sé á lista Barcelona yfir mögulega framherja sem liðið vill í sínar raðir. Robert Lewandowski, sem verður 35 ára í haust, er aðalframherji Börsunga en það virðist sem Xavi stefni á að auka breiddina í hópnum í von um að berjast á fleiri vígstöðvum en aðeins heima fyrir á næstu leiktíð. Hvernig Barcelona ætlar að skrá alla þessa nýju leikmenn sína kemur í ljós en liðið gat til að mynda ekki skráð Gavi í aðalliðshóp félagsins á dögunum vegna fjárhagsreglna La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar. Barcelona trónir á toppi La Liga með 76 stig, 11 stigum meira en ríkjandi Spánarmeistarar Real Madríd þegar átta umferðir eru eftir.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Sjá meira