Sport

Dag­skráin í dag: Besta deild kvenna fer af stað og Valur getur orðið Ís­lands­meistari

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Valur heimsækir Keflavík og getur orðið Íslandsmeistari.
Valur heimsækir Keflavík og getur orðið Íslandsmeistari. Vísir/Hulda Margrét

Besta deild kvenna í knattspyrnu hefst með nokkrum virkilega áhugaverðum leikjum í dag. Þá getur Valur orðið Íslandsmeistari kvenna í körfubolta.

Stöð 2 Sport

Klukkan 18.45 hefst upphitun frá Keflavík þar sem Valur getur orðið Íslandsmeistari kvenna í körfubolta með sigri. Valur leiðir einvígið 2-0 og deildarmeistarar Keflavíkur þurfa á sigri að halda til að halda lífi í einvíginu.

Að leik loknum verður leikurinn gerður upp í Körfuboltakvöldi. Þátturinn hefst klukkan 21.00.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 18.45 hefst útsending frá Hlíðarenda þar sem Íslands- og bikarmeistarar Vals taka á móti Breiðabliki í stórleik 1. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu.

Stöð 2 ESport

Klukkan 19.30 hefst RLÍS-deildin en þar er keppt í tölvuleiknum Rocket League.

Besta deildin

Klukkan 17.50 mætast ÍBV og Selfoss í Suðurlandsslag í 1. umferð Bestu deildar kvenna.

Besta deildin 2

Klukkan 17.50 mætast Tindastóll og Keflavík í 1. umferð Bestu deildar kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×