Lífið

Fjar­lægir niðrandi um­mæli um Keanu Ree­ves úr ævi­sögu sinni

Bjarki Sigurðsson skrifar
Matthew Perry segist hafa valið nafn Reeves af handahófi.
Matthew Perry segist hafa valið nafn Reeves af handahófi. Getty

Leikarinn Matthew Perry hefur lofað að fjarlægja ummæli sínum Keanu Reeves úr framtíðar eintökum af ævisögu sinni, Friends, Lovers, and the Big Terrible Thing. Bókin kom út í fyrra og vöktu ummæli Perry í bókinni mikla athygli. 

Í einum hluta bókarinnar er Matthew að lýsa vináttu sinni við River Pheonix sem lést af völdum fíkniefna. „River var fallegur maður, að innan sem utan, of fallegur fyrir þennan heim, kom í ljós. Það virðast alltaf vera virkilega hæfileikaríku strákarnir sem falla frá. Hvers vegna deyja hugsuðir eins og River Phoenix og Heath Ledger, en Keanu Reeves gengur enn á meðal okkar?“ spurði leikarinn sig í skrifunum.

Perry baðst síðar afsökunar á ummælunum og sagðist hafa valið nafn Reeves af handahófi. Hann notaði nafn leikarans þó aftur seinna í bókinni þegar hann rifjaði upp dauða grínistans Chris Farley. 

„Ég var með heilbrigðan ótta gagnvart orðinu heróín, ótti sem [Farley] var ekki með. Ég kýldi gat í vegginn á búningsherbergi Jennifer Aniston þegar ég komst að því. Keanu Reeves gengur á meðal okkar,“ segir í bókinni. 

Á bókahátíð í Los Angeles um helgina sagði Perry að hann nafn Reeves myndi ekki koma fram í næstu prentútgáfu bókarinnar. 

„Ég sagði heimskulegan hlut. Þetta var ljótt af mér. Ég notaði hans nafn því hann býr í sömu götu og ég. Ég hef beðist opinberlega afsökunar,“ sagði Perry á hátíðinni. Hann hefur enn ekki beðið Reeves afsökunar í persónu en hann segist munu gera það ef hann myndi hitta hann á förnum vegi. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.