„Eftir jól höfum við verið besta varnarliðið í deildinni“ Andri Már Eggertsson skrifar 21. apríl 2023 21:31 Lárus Jónsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins. Vísir/Bára Dröfn Þór Þorlákshöfn vann Val 75-83 í fyrsta leik í undanúrslitum Subway-deildarinnar. Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, var afar ánægður með varnarleik Þórs sem að hans mati skilaði sigrinum. „Mér fannst við með góða baráttu í fyrri hálfleik þar sem við tókum mikið af sóknarfráköstum. Við vorum ekki að hitta vel en baráttan var góð og við spiluðum frábæra vörn í þriðja leikhluta og það skóp sigurinn,“ sagði Lárus Jónsson eftir leik. Eins og í oddaleiknum gegn Haukum þá hitti Þór Þorlákshöfn afar illa úr þriggja stiga skotum í fyrsta leikhluta en Lárus var ekki á því að þetta væri uppskrift hjá Þór. „Við ætlum bara að láta vaða og annað hvort hitta þeir eða ekki. Þetta voru Davíð Arnar og Emil Karel sem voru að fá opin skot. Þetta eru nákvæmlega þeir leikmenn sem við viljum að séu að skjóta en ég var einnig ánægður með sóknarfráköstin sem við tókum. Það er gott að vita af því þegar þú ert að skjóta að það koma menn sem styðja við bakið á þér.“ „Mér fannst við fara frá sóknarfráköstunum í seinni hálfleik. Ég var rosalega ánægður með vörnina í þriðja leikhluta þar sem við lokuðum á Val.“ Lárus var afar ánægður með varnarleikinn í þriðja leikhluta sem gerði það að verkum að Valur gerði ekki stig síðustu þrjár og hálfa mínútuna. „Við vorum ákafir og gerðum vel í maður á mann vörninni og síðan var alltaf einhver tilbúinn að hjálpa. Við vorum með leikmenn inn á sem voru tilbúnir að spila góða vörn.“ Þór Þorlákshöfn vann 75-83 en Lárus var ekki á því að Þór hafi tekið Val á eigin bragði heldur hafi varnarleikur Þórs verið frábær eftir áramót. „Við spiluðum góða vörn. Eftir jól höfum við verið besta varnarliðið í deildinni og margir gleyma því,“ sagði Lárus Jónsson að lokum. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Valur Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Njarðvík - Grindavík | Halda þær gulu fluginu áfram? Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Sjá meira
„Mér fannst við með góða baráttu í fyrri hálfleik þar sem við tókum mikið af sóknarfráköstum. Við vorum ekki að hitta vel en baráttan var góð og við spiluðum frábæra vörn í þriðja leikhluta og það skóp sigurinn,“ sagði Lárus Jónsson eftir leik. Eins og í oddaleiknum gegn Haukum þá hitti Þór Þorlákshöfn afar illa úr þriggja stiga skotum í fyrsta leikhluta en Lárus var ekki á því að þetta væri uppskrift hjá Þór. „Við ætlum bara að láta vaða og annað hvort hitta þeir eða ekki. Þetta voru Davíð Arnar og Emil Karel sem voru að fá opin skot. Þetta eru nákvæmlega þeir leikmenn sem við viljum að séu að skjóta en ég var einnig ánægður með sóknarfráköstin sem við tókum. Það er gott að vita af því þegar þú ert að skjóta að það koma menn sem styðja við bakið á þér.“ „Mér fannst við fara frá sóknarfráköstunum í seinni hálfleik. Ég var rosalega ánægður með vörnina í þriðja leikhluta þar sem við lokuðum á Val.“ Lárus var afar ánægður með varnarleikinn í þriðja leikhluta sem gerði það að verkum að Valur gerði ekki stig síðustu þrjár og hálfa mínútuna. „Við vorum ákafir og gerðum vel í maður á mann vörninni og síðan var alltaf einhver tilbúinn að hjálpa. Við vorum með leikmenn inn á sem voru tilbúnir að spila góða vörn.“ Þór Þorlákshöfn vann 75-83 en Lárus var ekki á því að Þór hafi tekið Val á eigin bragði heldur hafi varnarleikur Þórs verið frábær eftir áramót. „Við spiluðum góða vörn. Eftir jól höfum við verið besta varnarliðið í deildinni og margir gleyma því,“ sagði Lárus Jónsson að lokum.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Valur Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Njarðvík - Grindavík | Halda þær gulu fluginu áfram? Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Sjá meira