Grétar Rafn hafi tekið yfir skyldur Paratici hjá Tottenham Aron Guðmundsson skrifar 21. apríl 2023 14:02 Grétar Rafn Steinsson og Fabio Paratici fyrir leik Tottenham fyrr á yfirstandandi tímabili Getty/Simon Stacpoole Grétar Rafn Steinsson, fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í knattspyrnu hefur tekið yfir verkefni og skyldur Fabio Paratici hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham. Þessu heldur Daily Mail fram í dag. Greint var frá því fyrr í dag að Fabio Paratici hefði sagt starfi sínu, sem yfirmaður knattspyrnumála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham Hotspur, lausu í kjölfar hneykslismáls sem hann var viðriðinn. Paratici var á sínum tíma dæmdur í 30 mánaða bann frá störfum tengdum knattspyrnu vegna þátttöku hans í því að falsa bókhald ítalska stórliðsins Juventus. Upphaflega náði bannið bara til starfsemi á Ítalíu en seinna var það útvíkkað og nær nú til knattspyrnu alls staðar í heiminum.Í millitíðinni var Paratici ráðinn sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Tottenham þar sem hann var meðal annars yfirmaður Íslendingsins Grétars Rafns Steinssonar, fyrrum atvinnu- og landsliðsmanns í knattspyrnu.Nú segist Daily Mail hafa heimildir fyrir því að Grétar Rafn hafi tekið yfir verkefni og skyldur Paratici hjá Tottenham ásamt Rebeccu Caplehorn.Sú lausn á málinu er sögð vera til skamms tíma en ljóst er að fram undan eru ansi viðburðaríkir mánuðir hjá Tottenham sem er án knattspyrnustjóra til lengri tíma sem og yfirmanns knattspyrnumála. Unnið sig jafnt og þétt upp Það var í júní á síðasta ári sem greint var frá því að Grétar Rafn hefði verið ráðinn til starfa hjá Tottenham. Upphaflega verkefni hans hjá félaginu var að hafa umsjón með frammistöðu leikmanna en auk þess hefur Grétar verið að vinna náið með þjálfarateymum aðal- og yngri liða Tottenham. Á þessum tíma hafði Grétar Rafn verið starfandi hjá Knattspyrnusambandi Íslands en þar áður hafði hann meðal annars starfað sem yfirnjósnari enska úrvalsdeildarfélagsins Everton undir stjórn Marcel Brands.Grétar gat sér á sínum tíma gott orð sem atvinnumaður í knattspyrnu og var hann meðal annars á mála hjá félögum á borð við Bolton Wanderers, AZ Alkmaar og Young Boys í Sviss.Þá lék Grétar Rafn um margra ára skeið með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu og á að baki 46 A-landsleiki. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Sjá meira
Greint var frá því fyrr í dag að Fabio Paratici hefði sagt starfi sínu, sem yfirmaður knattspyrnumála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham Hotspur, lausu í kjölfar hneykslismáls sem hann var viðriðinn. Paratici var á sínum tíma dæmdur í 30 mánaða bann frá störfum tengdum knattspyrnu vegna þátttöku hans í því að falsa bókhald ítalska stórliðsins Juventus. Upphaflega náði bannið bara til starfsemi á Ítalíu en seinna var það útvíkkað og nær nú til knattspyrnu alls staðar í heiminum.Í millitíðinni var Paratici ráðinn sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Tottenham þar sem hann var meðal annars yfirmaður Íslendingsins Grétars Rafns Steinssonar, fyrrum atvinnu- og landsliðsmanns í knattspyrnu.Nú segist Daily Mail hafa heimildir fyrir því að Grétar Rafn hafi tekið yfir verkefni og skyldur Paratici hjá Tottenham ásamt Rebeccu Caplehorn.Sú lausn á málinu er sögð vera til skamms tíma en ljóst er að fram undan eru ansi viðburðaríkir mánuðir hjá Tottenham sem er án knattspyrnustjóra til lengri tíma sem og yfirmanns knattspyrnumála. Unnið sig jafnt og þétt upp Það var í júní á síðasta ári sem greint var frá því að Grétar Rafn hefði verið ráðinn til starfa hjá Tottenham. Upphaflega verkefni hans hjá félaginu var að hafa umsjón með frammistöðu leikmanna en auk þess hefur Grétar verið að vinna náið með þjálfarateymum aðal- og yngri liða Tottenham. Á þessum tíma hafði Grétar Rafn verið starfandi hjá Knattspyrnusambandi Íslands en þar áður hafði hann meðal annars starfað sem yfirnjósnari enska úrvalsdeildarfélagsins Everton undir stjórn Marcel Brands.Grétar gat sér á sínum tíma gott orð sem atvinnumaður í knattspyrnu og var hann meðal annars á mála hjá félögum á borð við Bolton Wanderers, AZ Alkmaar og Young Boys í Sviss.Þá lék Grétar Rafn um margra ára skeið með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu og á að baki 46 A-landsleiki.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Sjá meira