Grétar Rafn hafi tekið yfir skyldur Paratici hjá Tottenham Aron Guðmundsson skrifar 21. apríl 2023 14:02 Grétar Rafn Steinsson og Fabio Paratici fyrir leik Tottenham fyrr á yfirstandandi tímabili Getty/Simon Stacpoole Grétar Rafn Steinsson, fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í knattspyrnu hefur tekið yfir verkefni og skyldur Fabio Paratici hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham. Þessu heldur Daily Mail fram í dag. Greint var frá því fyrr í dag að Fabio Paratici hefði sagt starfi sínu, sem yfirmaður knattspyrnumála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham Hotspur, lausu í kjölfar hneykslismáls sem hann var viðriðinn. Paratici var á sínum tíma dæmdur í 30 mánaða bann frá störfum tengdum knattspyrnu vegna þátttöku hans í því að falsa bókhald ítalska stórliðsins Juventus. Upphaflega náði bannið bara til starfsemi á Ítalíu en seinna var það útvíkkað og nær nú til knattspyrnu alls staðar í heiminum.Í millitíðinni var Paratici ráðinn sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Tottenham þar sem hann var meðal annars yfirmaður Íslendingsins Grétars Rafns Steinssonar, fyrrum atvinnu- og landsliðsmanns í knattspyrnu.Nú segist Daily Mail hafa heimildir fyrir því að Grétar Rafn hafi tekið yfir verkefni og skyldur Paratici hjá Tottenham ásamt Rebeccu Caplehorn.Sú lausn á málinu er sögð vera til skamms tíma en ljóst er að fram undan eru ansi viðburðaríkir mánuðir hjá Tottenham sem er án knattspyrnustjóra til lengri tíma sem og yfirmanns knattspyrnumála. Unnið sig jafnt og þétt upp Það var í júní á síðasta ári sem greint var frá því að Grétar Rafn hefði verið ráðinn til starfa hjá Tottenham. Upphaflega verkefni hans hjá félaginu var að hafa umsjón með frammistöðu leikmanna en auk þess hefur Grétar verið að vinna náið með þjálfarateymum aðal- og yngri liða Tottenham. Á þessum tíma hafði Grétar Rafn verið starfandi hjá Knattspyrnusambandi Íslands en þar áður hafði hann meðal annars starfað sem yfirnjósnari enska úrvalsdeildarfélagsins Everton undir stjórn Marcel Brands.Grétar gat sér á sínum tíma gott orð sem atvinnumaður í knattspyrnu og var hann meðal annars á mála hjá félögum á borð við Bolton Wanderers, AZ Alkmaar og Young Boys í Sviss.Þá lék Grétar Rafn um margra ára skeið með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu og á að baki 46 A-landsleiki. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Fær enn morðhótanir daglega Fótbolti Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli Sjá meira
Greint var frá því fyrr í dag að Fabio Paratici hefði sagt starfi sínu, sem yfirmaður knattspyrnumála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham Hotspur, lausu í kjölfar hneykslismáls sem hann var viðriðinn. Paratici var á sínum tíma dæmdur í 30 mánaða bann frá störfum tengdum knattspyrnu vegna þátttöku hans í því að falsa bókhald ítalska stórliðsins Juventus. Upphaflega náði bannið bara til starfsemi á Ítalíu en seinna var það útvíkkað og nær nú til knattspyrnu alls staðar í heiminum.Í millitíðinni var Paratici ráðinn sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Tottenham þar sem hann var meðal annars yfirmaður Íslendingsins Grétars Rafns Steinssonar, fyrrum atvinnu- og landsliðsmanns í knattspyrnu.Nú segist Daily Mail hafa heimildir fyrir því að Grétar Rafn hafi tekið yfir verkefni og skyldur Paratici hjá Tottenham ásamt Rebeccu Caplehorn.Sú lausn á málinu er sögð vera til skamms tíma en ljóst er að fram undan eru ansi viðburðaríkir mánuðir hjá Tottenham sem er án knattspyrnustjóra til lengri tíma sem og yfirmanns knattspyrnumála. Unnið sig jafnt og þétt upp Það var í júní á síðasta ári sem greint var frá því að Grétar Rafn hefði verið ráðinn til starfa hjá Tottenham. Upphaflega verkefni hans hjá félaginu var að hafa umsjón með frammistöðu leikmanna en auk þess hefur Grétar verið að vinna náið með þjálfarateymum aðal- og yngri liða Tottenham. Á þessum tíma hafði Grétar Rafn verið starfandi hjá Knattspyrnusambandi Íslands en þar áður hafði hann meðal annars starfað sem yfirnjósnari enska úrvalsdeildarfélagsins Everton undir stjórn Marcel Brands.Grétar gat sér á sínum tíma gott orð sem atvinnumaður í knattspyrnu og var hann meðal annars á mála hjá félögum á borð við Bolton Wanderers, AZ Alkmaar og Young Boys í Sviss.Þá lék Grétar Rafn um margra ára skeið með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu og á að baki 46 A-landsleiki.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Fær enn morðhótanir daglega Fótbolti Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli Sjá meira