Pavel: Njarðvík var ekki að leggjast niður heldur vorum við að leggja þá niður Árni Jóhansson skrifar 20. apríl 2023 21:10 Pavel er að gera góða hluti á Króknum. Vísir/Hulda Margrét Það var ljóst strax á fyrstu mínútum leiks Njarðvíkur og Tindastóls í hvað stefndi þegar liðin mættust í fyrsta leik undarúrslita Íslandsmótsins í körfuknattleik karla í Ljónagryfjunni í kvöld. Stefnan var á sigur gestanna af Sauðárkrók en þeir byrjuðu ótrúlega vel og slepptu aldrei hálstakinu sem þeir náðu Njarðvíkingum í. Leikar enduðu 52-85 fyrir Tindastól sem leiða 1-0 í einvíginu sem fer norður á sunnudag. Þjálfari Tindastóls, Pavel Ermolinskij, var að vonum ánægður með margt í kvöld og þá sérsaklega hversu vel hans menn héldu áfram. Hann var spurður að því hvort það hafi ekki verið léttir að hans menn hafi náð að byrja eins vel og raun bar vitni því ekki var víst við hverju hægt var að búast fyrir leik. „Léttirinn var sá að þeir voru ekki að rúlla yfir okkur. Þú vilt í það minnsta vera í jöfnum leik til að byrja með en að byrja svona það er frábært. Það sem stendur samt upp úr er hversu vel strákarnir héldu áfram. Framlagið hjá þeim var rosalegt.“ „Þetta er 85% framlagið þeirra, ég þurfti að gera 1-2 breytingar sem ég bað þá um og leystu þeir það stórkostlega. Ég hefði getað sleppt því og þeir sýnt sama kraft og það hefði dugað. Það var ofboðslega lítið sem ég þurfti að gera“, sagði Pavel þegar hann var spurður að því hvort þetta væri eitthvað sem hann setti upp fyrir leik eða hvort þetta væru strákarnir hans að taka andann með sér inn á völlinn. Er það þá verkefni hans á milli leikja að halda mönnum á jörðinni milli leikja? „Það er málið, við sýndum það í dag og ég veit það, að þessir menn fara ekkert hátt upp. Þetta eru vinnumenn, þetta eru hestar, þeir halda áfram að hlaupa þegar, eins og í dag, gefst tækifæri á að slaka á á einhverjum tímapunkti en þeir gerðu það ekki. Verkefnið okkar er einfalt. Það er að segja við þá að þeir vita hvað þeir eiga að gera og þeir eiga að gera það aftur. Það er ekki þannig alls staðar en með þetta lið þá er það nóg. Það er hægt að segja við þá gerið það sama og síðast og þá munu góðir hlutir gerast.“ Pavel var ekki á því að Njarðvíkingar hafi lagst fyrir Stólunum heldur að hans menn hafi gert það að verkum að heimamenn lúffuðu þegar hann var spurður að því hvort það hafi komið honum á óvart hvernig Njarðvíkingar virtust missa trúna í byrjun leiks. „Þeir lögðust ekkert, ég held að við höfum lagt þá. Það er allt í lagi að segja það stundum. Þetta er ekki ólíkt því sem við upplifðum í leik þrjú á móti Keflavík. Það var ekki endilega þannig að við vorum að spila illa heldur var Keflavík að eiga frábæran leik. Það var málið í dag. Njarðvík var ekki að leggjast niður heldur vorum við að leggja þá niður. Það er mikið meiri gæði, kraftur og karakter í þessu Njarðvíkur liði en ég ætla ekki að leyfa þeim að þetta hafi verið eitthvað þeirra megin sem skóp þennan sigur. Þetta var okkar megin.“ Subway-deild karla Tindastóll Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík – Tindastóll 52-85 | Tindastóll kafsigldi Njarðvíking í heimahöfn Tindastóll er kominn í 1-0 forystu í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik karla. Þeim tókst að bursta Njarðvíkinga í Njarðvík og var það að þakka geggjaðri byrjun. Leikar enduðu 52-85 og liðin mætast að nýju fyrir norðan á sunnudaginn. 20. apríl 2023 20:42 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Sjá meira
Þjálfari Tindastóls, Pavel Ermolinskij, var að vonum ánægður með margt í kvöld og þá sérsaklega hversu vel hans menn héldu áfram. Hann var spurður að því hvort það hafi ekki verið léttir að hans menn hafi náð að byrja eins vel og raun bar vitni því ekki var víst við hverju hægt var að búast fyrir leik. „Léttirinn var sá að þeir voru ekki að rúlla yfir okkur. Þú vilt í það minnsta vera í jöfnum leik til að byrja með en að byrja svona það er frábært. Það sem stendur samt upp úr er hversu vel strákarnir héldu áfram. Framlagið hjá þeim var rosalegt.“ „Þetta er 85% framlagið þeirra, ég þurfti að gera 1-2 breytingar sem ég bað þá um og leystu þeir það stórkostlega. Ég hefði getað sleppt því og þeir sýnt sama kraft og það hefði dugað. Það var ofboðslega lítið sem ég þurfti að gera“, sagði Pavel þegar hann var spurður að því hvort þetta væri eitthvað sem hann setti upp fyrir leik eða hvort þetta væru strákarnir hans að taka andann með sér inn á völlinn. Er það þá verkefni hans á milli leikja að halda mönnum á jörðinni milli leikja? „Það er málið, við sýndum það í dag og ég veit það, að þessir menn fara ekkert hátt upp. Þetta eru vinnumenn, þetta eru hestar, þeir halda áfram að hlaupa þegar, eins og í dag, gefst tækifæri á að slaka á á einhverjum tímapunkti en þeir gerðu það ekki. Verkefnið okkar er einfalt. Það er að segja við þá að þeir vita hvað þeir eiga að gera og þeir eiga að gera það aftur. Það er ekki þannig alls staðar en með þetta lið þá er það nóg. Það er hægt að segja við þá gerið það sama og síðast og þá munu góðir hlutir gerast.“ Pavel var ekki á því að Njarðvíkingar hafi lagst fyrir Stólunum heldur að hans menn hafi gert það að verkum að heimamenn lúffuðu þegar hann var spurður að því hvort það hafi komið honum á óvart hvernig Njarðvíkingar virtust missa trúna í byrjun leiks. „Þeir lögðust ekkert, ég held að við höfum lagt þá. Það er allt í lagi að segja það stundum. Þetta er ekki ólíkt því sem við upplifðum í leik þrjú á móti Keflavík. Það var ekki endilega þannig að við vorum að spila illa heldur var Keflavík að eiga frábæran leik. Það var málið í dag. Njarðvík var ekki að leggjast niður heldur vorum við að leggja þá niður. Það er mikið meiri gæði, kraftur og karakter í þessu Njarðvíkur liði en ég ætla ekki að leyfa þeim að þetta hafi verið eitthvað þeirra megin sem skóp þennan sigur. Þetta var okkar megin.“
Subway-deild karla Tindastóll Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík – Tindastóll 52-85 | Tindastóll kafsigldi Njarðvíking í heimahöfn Tindastóll er kominn í 1-0 forystu í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik karla. Þeim tókst að bursta Njarðvíkinga í Njarðvík og var það að þakka geggjaðri byrjun. Leikar enduðu 52-85 og liðin mætast að nýju fyrir norðan á sunnudaginn. 20. apríl 2023 20:42 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík – Tindastóll 52-85 | Tindastóll kafsigldi Njarðvíking í heimahöfn Tindastóll er kominn í 1-0 forystu í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik karla. Þeim tókst að bursta Njarðvíkinga í Njarðvík og var það að þakka geggjaðri byrjun. Leikar enduðu 52-85 og liðin mætast að nýju fyrir norðan á sunnudaginn. 20. apríl 2023 20:42