Vanvirðing stuðningsmanna hafi áhrif á óhörðnuð börn Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. apríl 2023 21:36 Gjörningur stuðningsmanna Skallagríms á sunnudaginn þegar leikmenn Hamars gengu inn á völlinn. Aðsent Stuðningsmenn Skallagríms tóku upp dagblöð og þóttust ekki vera að fylgjast með þegar leikmenn Hamars gengu inn á völlinn fyrir leik liðsins við Skallagrím í úrslitakeppni fyrstu deildar í körfubolta. Áhorfandi á leiknum vakti athygli á gjörningnum í Facebook-færslu sem hefur þegar verið deilt 345 sinnum. Athæfi stuðningsmanna Skallagríms hefur væntanlega átt að stuða leikmenn Hamars og ögra stuðningsmönnum liðsins. Það fór ekki vel í alla viðstadda. Þar á meðal Valkyrju Söndru Marz sem blöskraði hegðunin og skrifaði í kjölfarið færslu á Facebook um málið. Þar lýsti hún hegðun stuðningsmannanna sem vanvirðandi og benti á möguleg áhrif slíks gjörnings á yngri áhorfendur. Börn hafi ekki þroska til að skilja „trash talk“ Í færslu Valkyrjar biðlar hún til foreldra að líta sér nær og skrifar svo „Hamars menn mættu í minn heimabæ til spila leik við Skallagrím, lið sem ég æfði og spilaði með sem krakki. Þegar lið Hamars var kynnt inn tóku “pallabullurnar” í stúku Skallagríms upp fréttablaðið og þóttust vera að lesa, átti sennilega að vera góðlátlegt grín en fyrir mér vanvirðing & lélegar fyrirmyndir.“ Þá segir einnig „Niðri á gólfi og í stúkunni eru börn sem horfðu á þennan gjörning. Börn hafa ekki þroska til að skilja muninn á trash talk til að koma leikmanni úr jafnvægi, reyna að trufla skot & annað & svo svona gjörningi.“ Hún spyr hvort „við sem foreldrar og fullorðnir einstaklingar“ séum ekki komin lengra en þetta. Að lokum skrifaði hún „Það eru óharðnaðir ungir einstaklingar sem fylgjast með leikjum, vilja læra leiktækni, það eru ungir strákar sem spila með liðunum, erum við búin að gleyma hárri sjálfsvígstíðni karlmanna?Stopp, segi ég, það eru aðrar leiðir en þetta.“ Vildi opna umræðuna um hegðun fólks á íþróttaleikjum Fréttastofa hafði samband við Valkyrju til að ræða við hana um athæfi stuðningsmannanna og færsluna. Hún hafði ekki miklu að bæta við færsluna sjálfa en sagði að sér fyndist verið „að gefa skít í andstæðinginn“ með svona hegðun. Þetta ætti að vera rosa fyndið en sér fyndist það ekki. Valkyrja bjóst sjálf ekki við því að færslan myndi ferðast jafnvíða og hún gerði. „Mig langaði bara að opna umræðuna almennt um hegðun fólks á íþróttaleikjum,“ bætti hún við. Sjálf eigi hún þrjú börn og segir að það hegðun og munnsöfnuður fólks á íþróttaleikjum sé oft og tíðum galinn. „Ég er ekki heilög en það er alveg hægt að gera þetta öðruvísi,“ sagði Valkyrja að lokum. Skallagrímur Hamar Borgarbyggð Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Athæfi stuðningsmanna Skallagríms hefur væntanlega átt að stuða leikmenn Hamars og ögra stuðningsmönnum liðsins. Það fór ekki vel í alla viðstadda. Þar á meðal Valkyrju Söndru Marz sem blöskraði hegðunin og skrifaði í kjölfarið færslu á Facebook um málið. Þar lýsti hún hegðun stuðningsmannanna sem vanvirðandi og benti á möguleg áhrif slíks gjörnings á yngri áhorfendur. Börn hafi ekki þroska til að skilja „trash talk“ Í færslu Valkyrjar biðlar hún til foreldra að líta sér nær og skrifar svo „Hamars menn mættu í minn heimabæ til spila leik við Skallagrím, lið sem ég æfði og spilaði með sem krakki. Þegar lið Hamars var kynnt inn tóku “pallabullurnar” í stúku Skallagríms upp fréttablaðið og þóttust vera að lesa, átti sennilega að vera góðlátlegt grín en fyrir mér vanvirðing & lélegar fyrirmyndir.“ Þá segir einnig „Niðri á gólfi og í stúkunni eru börn sem horfðu á þennan gjörning. Börn hafa ekki þroska til að skilja muninn á trash talk til að koma leikmanni úr jafnvægi, reyna að trufla skot & annað & svo svona gjörningi.“ Hún spyr hvort „við sem foreldrar og fullorðnir einstaklingar“ séum ekki komin lengra en þetta. Að lokum skrifaði hún „Það eru óharðnaðir ungir einstaklingar sem fylgjast með leikjum, vilja læra leiktækni, það eru ungir strákar sem spila með liðunum, erum við búin að gleyma hárri sjálfsvígstíðni karlmanna?Stopp, segi ég, það eru aðrar leiðir en þetta.“ Vildi opna umræðuna um hegðun fólks á íþróttaleikjum Fréttastofa hafði samband við Valkyrju til að ræða við hana um athæfi stuðningsmannanna og færsluna. Hún hafði ekki miklu að bæta við færsluna sjálfa en sagði að sér fyndist verið „að gefa skít í andstæðinginn“ með svona hegðun. Þetta ætti að vera rosa fyndið en sér fyndist það ekki. Valkyrja bjóst sjálf ekki við því að færslan myndi ferðast jafnvíða og hún gerði. „Mig langaði bara að opna umræðuna almennt um hegðun fólks á íþróttaleikjum,“ bætti hún við. Sjálf eigi hún þrjú börn og segir að það hegðun og munnsöfnuður fólks á íþróttaleikjum sé oft og tíðum galinn. „Ég er ekki heilög en það er alveg hægt að gera þetta öðruvísi,“ sagði Valkyrja að lokum.
Skallagrímur Hamar Borgarbyggð Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira