Eiður Smári opnar sig um veðmálafíkn | Tapaði rúmum milljarði Valur Páll Eiríksson skrifar 18. apríl 2023 10:24 Eiður Smári Guðjohnsen fagnar reglubreytingu ensku úrvalsdeildarinnar og hvetur fólk til að opna sig um sín vandamál. Vísir/Hulda Margrét Fyrrum landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen fagnar nýrri reglubreytingu hjá ensku úrvalsdeildinni sem bannar veðmálafyrirtækjum að auglýsa framan á treyjum liða í deildinni. Hann tapaði sjálfur rúmum milljarði í veðmálum þegar hann var á toppi ferilsins. Daily Mirror tók tal af Eiði Smára vegna reglubreytingarinnar en þar segir að Eiður hafi tapað sex milljónum punda fyrir tuttugu árum síðan, rúmum milljarði íslenskra króna. Þar af hafi hann tapað 400 þúsund pundum, tæpum 70 milljónum króna, á fimm mánaða tímabili. Eiði þykir bann við auglýsingum veðmálafyrirtækja hefði átt að taka gildi fyrr, en fagnar skrefinu sem er tekið. „Hver einasti fótboltaaðdáandi, öll börn í heiminum, eru með augun límd við treyjur stærstu félaganna á hverjum degi. Treyjuauglýsing sendir sterk skilaboð og auglýsingar hafa mikil áhrif,“ segir Eiður Smári við Mirror. „Þetta hefur áhrif á alla vegna þess að við sjáum þetta í sjónvarpinu, á auglýsingaskiltum og fótboltatreyjum. Þetta hefur orðið hluti hversdagslegs veruleika og ég held að bannið sendi mikilvæg og jákvæð skilaboð,“ segir hann enn fremur. Átta félög í ensku úrvalsdeildinni eru með veðmálafyrirtæki sem aðalstyrktaraðila framan á treyju sinni en slíkt verður bannað frá og með árinu 2026 samkvæmt nýju reglunum. Þó mega félög áfram hafa auglýsingu frá slíku fyrirtæki á ermi treyjunnar sem og á auglýsingaskiltum á vellinum. Ánetjaðist meðan hann var meiddur Eiður Smári kveðst hafa ánetjast veðmálum þegar hann var að jafna sig á meiðslum. Spennan sem fylgi fjárhættuspilum hafi fyllt upp í holið sem myndaðist þegar hann gat ekki verið á vellinum. Hann hafi oft sett tvö þúsund pund, um 340 þúsund krónur, á einn snúning á rúllettuhjóli á netinu. „Fótboltamenn finna fyrir yfirgnæfandi pressu að standa sig og vera upp á sitt besta öllum stundum. Það getur haft mikil áhrif þegar hlutirnir ganga ekki sem skyldi,“ Eiður Smári fagnar enska meistaratitlinum með Frank Lampard og John Terry árið 2006.Getty „Þá áttu kannski til að leita í annað til að fá adrenalín eða slíkt. Fyrir suma geta það verið veðmál, aðrir snúa sér að flöskunni eða eitthvað annað sem á að verka sem skyndilausn,“ „Það er aðeins þegar þú áttar þig á því að engin slík skyndilausn er til sem þú byrjar að leita þér hjálpar,“ segir Eiður Smári. Hluti af átaksverkefni - hvetur fólk til að opna sig Eiður hvetur leikmenn og stuðningsmenn til að leita sér hjálpar ef þeir eru í vandræðum. Hann gaf viðtalið í samstarfi við fyrirtækið Three UK og hjálparsamtök þess Samaritans sem hvetja fótboltaaðdáendur til að opna sig um andlega heilsu undir myllumerkinu #TalkMoreThanFootball. „Lesandi yfir tölfræði um fólk sem glímir við andlega heilsubresti og fjölda sem sviptir sig lífi, áttar maður sig á því að eitthvað þarf að gera,“ segir Eiður. Eiður Smári tekst á við Brasilíumanninn Ronaldinho sem átti síðar eftir að verða liðsfélagi hans hjá Barcelona.Getty „Fólki finnst miklu auðveldara að ræða fótbolta og nær þannig að losa um tilfinningar sínar. Þrátt fyrir það virðist miklu erfiðara fyrir fólk að tjá sig um dýpri tilfinningar sínar,“ „Þú þarft ekki að vera þunglyndur til að leita þér hjálpar. Ef þér líður ekki frábærlega geturu kallað eftir hjálp - og Samaritans eru til staðar allan sólarhringinn,“ segir Eiður Smári að endingu. Enski boltinn Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Sjá meira
Daily Mirror tók tal af Eiði Smára vegna reglubreytingarinnar en þar segir að Eiður hafi tapað sex milljónum punda fyrir tuttugu árum síðan, rúmum milljarði íslenskra króna. Þar af hafi hann tapað 400 þúsund pundum, tæpum 70 milljónum króna, á fimm mánaða tímabili. Eiði þykir bann við auglýsingum veðmálafyrirtækja hefði átt að taka gildi fyrr, en fagnar skrefinu sem er tekið. „Hver einasti fótboltaaðdáandi, öll börn í heiminum, eru með augun límd við treyjur stærstu félaganna á hverjum degi. Treyjuauglýsing sendir sterk skilaboð og auglýsingar hafa mikil áhrif,“ segir Eiður Smári við Mirror. „Þetta hefur áhrif á alla vegna þess að við sjáum þetta í sjónvarpinu, á auglýsingaskiltum og fótboltatreyjum. Þetta hefur orðið hluti hversdagslegs veruleika og ég held að bannið sendi mikilvæg og jákvæð skilaboð,“ segir hann enn fremur. Átta félög í ensku úrvalsdeildinni eru með veðmálafyrirtæki sem aðalstyrktaraðila framan á treyju sinni en slíkt verður bannað frá og með árinu 2026 samkvæmt nýju reglunum. Þó mega félög áfram hafa auglýsingu frá slíku fyrirtæki á ermi treyjunnar sem og á auglýsingaskiltum á vellinum. Ánetjaðist meðan hann var meiddur Eiður Smári kveðst hafa ánetjast veðmálum þegar hann var að jafna sig á meiðslum. Spennan sem fylgi fjárhættuspilum hafi fyllt upp í holið sem myndaðist þegar hann gat ekki verið á vellinum. Hann hafi oft sett tvö þúsund pund, um 340 þúsund krónur, á einn snúning á rúllettuhjóli á netinu. „Fótboltamenn finna fyrir yfirgnæfandi pressu að standa sig og vera upp á sitt besta öllum stundum. Það getur haft mikil áhrif þegar hlutirnir ganga ekki sem skyldi,“ Eiður Smári fagnar enska meistaratitlinum með Frank Lampard og John Terry árið 2006.Getty „Þá áttu kannski til að leita í annað til að fá adrenalín eða slíkt. Fyrir suma geta það verið veðmál, aðrir snúa sér að flöskunni eða eitthvað annað sem á að verka sem skyndilausn,“ „Það er aðeins þegar þú áttar þig á því að engin slík skyndilausn er til sem þú byrjar að leita þér hjálpar,“ segir Eiður Smári. Hluti af átaksverkefni - hvetur fólk til að opna sig Eiður hvetur leikmenn og stuðningsmenn til að leita sér hjálpar ef þeir eru í vandræðum. Hann gaf viðtalið í samstarfi við fyrirtækið Three UK og hjálparsamtök þess Samaritans sem hvetja fótboltaaðdáendur til að opna sig um andlega heilsu undir myllumerkinu #TalkMoreThanFootball. „Lesandi yfir tölfræði um fólk sem glímir við andlega heilsubresti og fjölda sem sviptir sig lífi, áttar maður sig á því að eitthvað þarf að gera,“ segir Eiður. Eiður Smári tekst á við Brasilíumanninn Ronaldinho sem átti síðar eftir að verða liðsfélagi hans hjá Barcelona.Getty „Fólki finnst miklu auðveldara að ræða fótbolta og nær þannig að losa um tilfinningar sínar. Þrátt fyrir það virðist miklu erfiðara fyrir fólk að tjá sig um dýpri tilfinningar sínar,“ „Þú þarft ekki að vera þunglyndur til að leita þér hjálpar. Ef þér líður ekki frábærlega geturu kallað eftir hjálp - og Samaritans eru til staðar allan sólarhringinn,“ segir Eiður Smári að endingu.
Enski boltinn Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti