„Við ætluðum okkur klárlega stærri hluti“ Jón Már Ferro skrifar 18. apríl 2023 09:00 Hörður Vilhjálmsson leikmaður Keflavíkur og þjálfari kvennaliðsins. vísir/bára dröfn „Hjalti er búinn að vera í fjögur ár í Keflavík og í körfuboltaheiminum er það mjög langur tími. Heilt yfir hefur hann staðið sig vel og er samningslaus eftir tímabilið. Ég var ekki búinn að eiga neitt spjall við hann um að hann myndi hætta,“ sagði Magnús Sverrir Þorsteinsson, formaður Keflavíkur, í samtali við Vísi. Eftir að Keflavík datt úr leik gegn Tindastól í 8-liða úrslitum úrslitakeppni Subway-deildarinnar sagðist Hjalti Þór Vilhjálmsson vera hættur sem þjálfari liðsins. Hjalti Þór Vilhjálmsson er fyrrverandi þjálfari Keflavíkur.vísir/Bára dröfn „Hann tekur þessa ákvörðun eftir leikinn. Ég á svo sem eftir að heyra betur í honum með það allt saman. Góð fjögur ár að baki hjá Hjalta og við óskum honum góðs gengis í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur,“ sagði Magnús. Keflavík er stórveldi í íslenskum körfubolta og sættir sig ekki við að falla úr leik í 8-liða úrslitum. Markmiðið er alltaf Íslandsmeistaratitill. „Við dettum út í 8-liða úrslitum og við ætluðum okkur titil. Þannig það er ljóst að það þarf að gera einhverjar breytingar,“ segir Magnús. Magnús Sverrir Þorsteinsson, formaður Keflavíkur.Íslenski draumurinn Magnús segir að farið verði í fleiri breytingar en ekki sé komið í ljós hverjar þær verða. Hann sagði að ekkert liggi á útlendingamálum og að flestir góðir íslenskir leikmenn séu enn þá að spila. Hins vegar sé byrjað að leggja drög að breytingum. „Þetta eru klárlega vonbrigði hjá öllum sem koma að klúbbnum hvort sem það eru leikmenn, stjórnarmenn eða þjálfari og við ætluðum okkur klárlega stærri hluti. Það verða breytingar og það verður stigið vel niður. Eitthvað sem við erum að fara ákveða á næstu dögum,“ segir Magnús. Þrátt fyrir að Magnús vilji breytingar segist hann vilja halda Herði Vilhjálmssyni leikmanni karlaliðsins og þjálfara kvennaliðsins. Hörður er bróðir Hjalta. Hörður Vilhjálmsson er leikmaður karlaliðs Keflavíkur og þjálfari kvennaliðsins.vísir/Bára dröfn „Hann er með samning við okkur beggja megin, bæði sem leikmaður og þjálfari. Ég held og vona að það verði engar breytingar með hann. Enda stórkostlegur á báðum sviðum, bæði sem leikmaður og þjálfari. Ég hef ekki trú á neinu öðru en að Hörður, með öll þessi gæði sem hann hefur þrátt fyrir að vera orðinn 35 ára, eigi slatta eftir og hef ekki trú á öðru en að hann spili með okkur á næsta ári.“ Hörður var í leikbanni í fyrsta leik einvígisins sem tapaðist í framlengdum leik. „Það hefði verið gaman að sjá hvernig þetta einvígi hefði farið ef hann hefði spilað þann leik. Þá hefði þetta litið allt öðruvísi út og þá hefðum við verið að taka fimmta leikinn á morgun,“ sagði Magnús. Keflavík ÍF Tindastóll Subway-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Tindastóll - Keflavík 97-79 | Stólarnir í undanúrslit eftir öruggan sigur Tindastóll er komið í undanúrslit Subway-deildar karla í körfubolta eftir frábæran sigur á Keflavík á Sauðárkróki í kvöld. Tindastóll vann einvígið 3-1. 15. apríl 2023 21:15 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira
Eftir að Keflavík datt úr leik gegn Tindastól í 8-liða úrslitum úrslitakeppni Subway-deildarinnar sagðist Hjalti Þór Vilhjálmsson vera hættur sem þjálfari liðsins. Hjalti Þór Vilhjálmsson er fyrrverandi þjálfari Keflavíkur.vísir/Bára dröfn „Hann tekur þessa ákvörðun eftir leikinn. Ég á svo sem eftir að heyra betur í honum með það allt saman. Góð fjögur ár að baki hjá Hjalta og við óskum honum góðs gengis í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur,“ sagði Magnús. Keflavík er stórveldi í íslenskum körfubolta og sættir sig ekki við að falla úr leik í 8-liða úrslitum. Markmiðið er alltaf Íslandsmeistaratitill. „Við dettum út í 8-liða úrslitum og við ætluðum okkur titil. Þannig það er ljóst að það þarf að gera einhverjar breytingar,“ segir Magnús. Magnús Sverrir Þorsteinsson, formaður Keflavíkur.Íslenski draumurinn Magnús segir að farið verði í fleiri breytingar en ekki sé komið í ljós hverjar þær verða. Hann sagði að ekkert liggi á útlendingamálum og að flestir góðir íslenskir leikmenn séu enn þá að spila. Hins vegar sé byrjað að leggja drög að breytingum. „Þetta eru klárlega vonbrigði hjá öllum sem koma að klúbbnum hvort sem það eru leikmenn, stjórnarmenn eða þjálfari og við ætluðum okkur klárlega stærri hluti. Það verða breytingar og það verður stigið vel niður. Eitthvað sem við erum að fara ákveða á næstu dögum,“ segir Magnús. Þrátt fyrir að Magnús vilji breytingar segist hann vilja halda Herði Vilhjálmssyni leikmanni karlaliðsins og þjálfara kvennaliðsins. Hörður er bróðir Hjalta. Hörður Vilhjálmsson er leikmaður karlaliðs Keflavíkur og þjálfari kvennaliðsins.vísir/Bára dröfn „Hann er með samning við okkur beggja megin, bæði sem leikmaður og þjálfari. Ég held og vona að það verði engar breytingar með hann. Enda stórkostlegur á báðum sviðum, bæði sem leikmaður og þjálfari. Ég hef ekki trú á neinu öðru en að Hörður, með öll þessi gæði sem hann hefur þrátt fyrir að vera orðinn 35 ára, eigi slatta eftir og hef ekki trú á öðru en að hann spili með okkur á næsta ári.“ Hörður var í leikbanni í fyrsta leik einvígisins sem tapaðist í framlengdum leik. „Það hefði verið gaman að sjá hvernig þetta einvígi hefði farið ef hann hefði spilað þann leik. Þá hefði þetta litið allt öðruvísi út og þá hefðum við verið að taka fimmta leikinn á morgun,“ sagði Magnús.
Keflavík ÍF Tindastóll Subway-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Tindastóll - Keflavík 97-79 | Stólarnir í undanúrslit eftir öruggan sigur Tindastóll er komið í undanúrslit Subway-deildar karla í körfubolta eftir frábæran sigur á Keflavík á Sauðárkróki í kvöld. Tindastóll vann einvígið 3-1. 15. apríl 2023 21:15 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira
Umfjöllun: Tindastóll - Keflavík 97-79 | Stólarnir í undanúrslit eftir öruggan sigur Tindastóll er komið í undanúrslit Subway-deildar karla í körfubolta eftir frábæran sigur á Keflavík á Sauðárkróki í kvöld. Tindastóll vann einvígið 3-1. 15. apríl 2023 21:15