Yfirlýsing knattspyrnukvennanna „það ómerkilegasta sem hann hefur séð“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. apríl 2023 10:44 Þórir Hákonarson var áður framkvæmdastjóri KSÍ. Vísir/Daníel Þórir Hákonarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, KSÍ og starfsmaður ÍTF, gagnrýnir yfirlýsingu fyrirliða liða í Bestu deild kvenna harðlega en þar var voru vinnubrögð ÍTF gagnvart liðum í deildinni fordæmd. Fyrirliðar allra liða í Bestu deild kvenna sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þær fordæmdu vinnubrögð samtakanna Íslenskur Toppfótbolti [ÍTF]. Segja þær að halli verulega á kvennaknattspyrnuna í vinnu samtakanna og undirbúningi. „Ítrekað hafa komið upp atvik sem gera lítið úr kvennaknattspyrnu á Íslandi, og sem opinbera það að áhersla ÍTF er á Bestu deild karla, en ekki deildirnar tvær til jafns - þrátt fyrir yfirlýsingar ÍTF að um eitt vörumerki sé að ræða,“ segir í yfirlýsingu fyrirliðanna. Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna hafa undanfarið gagnrýnt vinnubrögð ÍTF í ýmsum málum, til dæmis að enginn Fantasy-leikur verður í boði fyrir Bestu deild kvenna og þá staðreynd að konur voru í miklum minnihluta í auglýsingu fyrir Bestu deildirnar. Kornið sem fyllti mælinn hjá fyrirliðunum var þegar ÍTF boðaði fulltrúa allra liða á fund þar sem taka átti upp markaðsefni fyrir Bestu deildina en á sama tíma fer fram leikur Meistara meistaranna á milli Vals og Stjörnunnar. „Dónaskapur og virkilega lélegt“ Þórir Hákonarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri KSÍ, hefur lagt orð í belg á Twitter. Hann gagnrýnir yfirlýsingu fyrirliðanna harðlega og segir hana eitt það ómerkilegasta sem hann hafi séð á 35 ára ferli í knattspyrnu. Íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson blandar sér í umræðurnar og spyr Þóri hvað honum finnist ómerkilegt við yfirlýsingu fyrirliðanna. Eitt það ómerkilegasta sem ég hef séð á 35 ára ferli í fótbolta, virkilega lélegt. https://t.co/w2Ah8OOS28— Thorir Hakonarson (@THakonarson) April 15, 2023 „Að segja vinnubrögð ÍTF séu skammarleg og hvetja leikmenn til að mæta ekki til kynningar á deildinni. Það er virkilega ómerkilegt og ýmislegt annað í þessari dónalegu yfirlýsingu,“ svarar Þórir. Guðmundur bendir Þóri þá á að líklega sé kvennaknattspyrnan sé komin með nóg eftir atburði síðustu vikna. „Hugsanlega Gummi, þú veist líklega betur en flestir að fjármunir ráða miklu í þessum bransa, og þegar hvatt er til þess að taka ekki þátt í að búa til fjármuni með kynningu og hrauna yfir þá aðila sem eru að reyna þá er það bara dónaskapur og virkilega lélegt,“ bætir Þórir við. Að segja vinnubrögð ÍTF séu skammarleg og hvetja leikmenn til að mæta ekki til kynningar a deildinni. Það er virkilega ómerkilegt og ýmislegt annað í þessari dónalegu yfirlýsingu.— Thorir Hakonarson (@THakonarson) April 15, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð. Besta deild kvenna Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Sjá meira
Fyrirliðar allra liða í Bestu deild kvenna sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þær fordæmdu vinnubrögð samtakanna Íslenskur Toppfótbolti [ÍTF]. Segja þær að halli verulega á kvennaknattspyrnuna í vinnu samtakanna og undirbúningi. „Ítrekað hafa komið upp atvik sem gera lítið úr kvennaknattspyrnu á Íslandi, og sem opinbera það að áhersla ÍTF er á Bestu deild karla, en ekki deildirnar tvær til jafns - þrátt fyrir yfirlýsingar ÍTF að um eitt vörumerki sé að ræða,“ segir í yfirlýsingu fyrirliðanna. Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna hafa undanfarið gagnrýnt vinnubrögð ÍTF í ýmsum málum, til dæmis að enginn Fantasy-leikur verður í boði fyrir Bestu deild kvenna og þá staðreynd að konur voru í miklum minnihluta í auglýsingu fyrir Bestu deildirnar. Kornið sem fyllti mælinn hjá fyrirliðunum var þegar ÍTF boðaði fulltrúa allra liða á fund þar sem taka átti upp markaðsefni fyrir Bestu deildina en á sama tíma fer fram leikur Meistara meistaranna á milli Vals og Stjörnunnar. „Dónaskapur og virkilega lélegt“ Þórir Hákonarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri KSÍ, hefur lagt orð í belg á Twitter. Hann gagnrýnir yfirlýsingu fyrirliðanna harðlega og segir hana eitt það ómerkilegasta sem hann hafi séð á 35 ára ferli í knattspyrnu. Íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson blandar sér í umræðurnar og spyr Þóri hvað honum finnist ómerkilegt við yfirlýsingu fyrirliðanna. Eitt það ómerkilegasta sem ég hef séð á 35 ára ferli í fótbolta, virkilega lélegt. https://t.co/w2Ah8OOS28— Thorir Hakonarson (@THakonarson) April 15, 2023 „Að segja vinnubrögð ÍTF séu skammarleg og hvetja leikmenn til að mæta ekki til kynningar á deildinni. Það er virkilega ómerkilegt og ýmislegt annað í þessari dónalegu yfirlýsingu,“ svarar Þórir. Guðmundur bendir Þóri þá á að líklega sé kvennaknattspyrnan sé komin með nóg eftir atburði síðustu vikna. „Hugsanlega Gummi, þú veist líklega betur en flestir að fjármunir ráða miklu í þessum bransa, og þegar hvatt er til þess að taka ekki þátt í að búa til fjármuni með kynningu og hrauna yfir þá aðila sem eru að reyna þá er það bara dónaskapur og virkilega lélegt,“ bætir Þórir við. Að segja vinnubrögð ÍTF séu skammarleg og hvetja leikmenn til að mæta ekki til kynningar a deildinni. Það er virkilega ómerkilegt og ýmislegt annað í þessari dónalegu yfirlýsingu.— Thorir Hakonarson (@THakonarson) April 15, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð.
Besta deild kvenna Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó