Rory skrópaði og varð af 400 milljónum króna Smári Jökull Jónsson skrifar 15. apríl 2023 15:00 Það gekk ekki vel hjá Rory McIlroy á Masters mótinu. Vísir/Getty Rory McIlroy á ekki sjö dagana sæla. Hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Masters mótinu í golfi um páskahelgina og skróp á RBC mótinu sem hófst á fimmtudag kostar hann stórar upphæðir. Rory McIlroy freistaði þess á Masters mótinu að ná svokallaðri alslemmu í golfheiminum, það er að vinna sigur á öllum fjórum risamótunum í golfi. Hann vann sigur á US Open árið 2011, PGA meistaramótinu bæði 2012 og 2014 og á opna breska meistaramótinu árið 2013. Masters er því eina risamótið sem hann hefur ekki unnið sigur á. Hann komst hins vegar ekki í gegnum niðurskurðinn á Augusta vellinum og lauk því keppni eftir fyrstu tvo keppnisdagana. Þetta virðist hafa slegið McIlroy niður á jörðina því hann mætti ekki til leiks á RBC Classic mótinu sem hófst á fimmtudag. McIlroy var skráður til leiks en ákvað að draga sig úr keppni en mótið fer fram á Town Golf Links vellinum í Suður Karólínu. The PGA Tour is docking Rory McIlroy $3 million of the $12 million he earned from the Player Impact Program (PIP) last year amid his decision to withdraw from RBC Heritage.It's been a rough start to the 2023 Golf Season for Rory.— LIV Golf Nation (@LIVGolfNation) April 13, 2023 Þessi ákvörðun reyndist hins vegar ansi dýr fyrir Norður-Írann. Samkvæmt reglum PGA mótaraðarinnar sem tóku gildi í fyrra má enginn golfari missa af meira en einni keppni í efri flokki. Þetta var í annað sinn á tímabilinu sem McIlroy dregur sig úr slíkri keppni og því refsing óumflýjanleg. Refsingin er í formi peninga sem dregnir verða af þeim bónus sem greiddir eru til vinsælustu leikmannanna á mótaröðinni. Í vikunni var sá bónus McIlroy kominn í nærri 1,6 milljarða króna en nú verða nærri 400 milljónir dregnar af þeirri upphæð. Félagar hans á mótaröðinni virðast þó ekki vorkenna McIlroy neitt sérstaklega. „Rory var í fararbroddi þeirra sem vildu fá þessar breytingar í gegn og var með í ráðum þegar þeim var breytt. Hann þekkir þær vel og vissi við hverju var að búast. Hann á það mikið af peningum að honum er sama um þrjár milljónir dollara,“ sagði Joel Dahmen í viðtali við Sports Illustrated. Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Rory McIlroy freistaði þess á Masters mótinu að ná svokallaðri alslemmu í golfheiminum, það er að vinna sigur á öllum fjórum risamótunum í golfi. Hann vann sigur á US Open árið 2011, PGA meistaramótinu bæði 2012 og 2014 og á opna breska meistaramótinu árið 2013. Masters er því eina risamótið sem hann hefur ekki unnið sigur á. Hann komst hins vegar ekki í gegnum niðurskurðinn á Augusta vellinum og lauk því keppni eftir fyrstu tvo keppnisdagana. Þetta virðist hafa slegið McIlroy niður á jörðina því hann mætti ekki til leiks á RBC Classic mótinu sem hófst á fimmtudag. McIlroy var skráður til leiks en ákvað að draga sig úr keppni en mótið fer fram á Town Golf Links vellinum í Suður Karólínu. The PGA Tour is docking Rory McIlroy $3 million of the $12 million he earned from the Player Impact Program (PIP) last year amid his decision to withdraw from RBC Heritage.It's been a rough start to the 2023 Golf Season for Rory.— LIV Golf Nation (@LIVGolfNation) April 13, 2023 Þessi ákvörðun reyndist hins vegar ansi dýr fyrir Norður-Írann. Samkvæmt reglum PGA mótaraðarinnar sem tóku gildi í fyrra má enginn golfari missa af meira en einni keppni í efri flokki. Þetta var í annað sinn á tímabilinu sem McIlroy dregur sig úr slíkri keppni og því refsing óumflýjanleg. Refsingin er í formi peninga sem dregnir verða af þeim bónus sem greiddir eru til vinsælustu leikmannanna á mótaröðinni. Í vikunni var sá bónus McIlroy kominn í nærri 1,6 milljarða króna en nú verða nærri 400 milljónir dregnar af þeirri upphæð. Félagar hans á mótaröðinni virðast þó ekki vorkenna McIlroy neitt sérstaklega. „Rory var í fararbroddi þeirra sem vildu fá þessar breytingar í gegn og var með í ráðum þegar þeim var breytt. Hann þekkir þær vel og vissi við hverju var að búast. Hann á það mikið af peningum að honum er sama um þrjár milljónir dollara,“ sagði Joel Dahmen í viðtali við Sports Illustrated.
Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira