„Ágætis lausn í stað þess að spila á ónýtu grasi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 15. apríl 2023 11:45 Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, býst við hörkuleik gegn Keflavík í dag. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, vonast eftir að hans menn komist á sigurbraut í Bestu deild karla í fótbolta í dag. Liðið gerði jafntefli við KA í fyrstu umferðinni en sækja Keflvíkinga heim klukkan 14:00 í dag. Keflvíkingum var spáð strembnu gengi fyrir mót enda liðið misst byrjunarliðsmenn úr marki, vörn, miðju og sókn frá síðustu leiktíð. Liðið var hins vegar afar sannfærandi í fyrsta leik gegn Fylki og vann góðan 2-1 sigur sem hefði getað verið stærri. Rúnar hrósar Sigurði Ragnari Eyjólfssyni, þjálfara Keflvíkinga í hástert. „Sigurður Ragnar gerði frábæra hluti með Keflavíkurliðið í fyrra og hefur náð sér í góða leikmenn aftur í ár. Hann kann að búa til lið og liðsheild. Taktíkin hans er flott og það er bara erfitt við þá að eiga, bara eins og alla leiki í þessari deild. Deildin er erfið og þó að einhverjum liðum sé spáð misjöfnu gengi þá eru þetta alltaf leikir sem þurfa að spilast og Keflvíkingar hafa sýnt það undir stjórn Sigurðar Ragnars að þeir eru bara mjög góðir,“ segir Rúnar í samtali við Vísi í dag. Byrja á tveimur erfiðum útileikjum Rúnar hefur trú á því að hans menn geti hins vegar fellt Keflvíkingana í dag og náð í fyrsta sigur sumarsins. „Þetta snýst bara um okkar eigið lið og hvað við viljum gera og hvort það heppnast verður að koma í ljós. Við höfum trú á okkar mönnum og okkar liði. Við þurfum bara að fara til Keflavíkur og reyna að sækja stig og reyna að vinna því að mótið er stutt og það má lítið út af bregða ef menn ætla sér í baráttu ofarlega,“ „Við viljum reyna að ná góðri byrjun og byrjum á tveimur erfiðum útileikjum. Þannig að við verðum sáttir ef við náum að landa sigri í dag og vera með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðirnar, það væri bara draumabyrjun,“ segir Rúnar. Æskilegt að spila á gervigrasi í upphafi móts Leikur dagsins var færður frá aðalvelli Keflvíkinga þar sem grasið á honum er ekki leikhæft. Leikurinn fer fram á gervigrasvelli við Nettóhöllina og segir Rúnar það góða lausn, betra sé að spila á gervigrasi en slæmu grasi líkt og FH og Stjarnan munu gera á Miðvelli í Hafnarfirði síðar í dag. „Þegar við hefjum mót svona snemma er kannski æskilegt að reyna að setja leikina upp þannig að það sé spilað í fyrstu tveimur til þremur umferðunum á gervigrasi. Svo er reyndar ekki núna þar sem Keflvíkingar hefðu átt að spila við okkur á grasi, og sama með FH-ingana,“ „En við vitum aldrei hvernig tíðin er hérna á Íslandi og hvenær þetta getur verið tilbúið svo það þarf að finna lausnir og allavega í Keflavík er þetta ágætis lausn að færa þetta út á gervigrasvöllinn í stað þess að spila á ónýtu grasi. Þá ættum við að geta fengið örlítið betri gæði í leikinn,“ segir Rúnar. Leikur KR og Keflavíkur hefst klukkan 14:00 í dag og verður í beinni á Stöð 2 Sport Besta deildin. 2. umferð Bestu deildarinnar Laugardagur 15. apríl 14:00 Keflavík - KR (Stöð 2 Besta deildin) 16:00 KA - ÍBV (Stöð 2 Besta deildin) 16:00 FH - Stjarnan (Stöð 2 Sport 5) Sunnudagur 16. apríl 17:00 Víkingur - Fylkir (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 HK - Fram (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 Valur - Breiðablik (Stöð 2 Sport) Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla KR Keflavík ÍF Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Sjá meira
Keflvíkingum var spáð strembnu gengi fyrir mót enda liðið misst byrjunarliðsmenn úr marki, vörn, miðju og sókn frá síðustu leiktíð. Liðið var hins vegar afar sannfærandi í fyrsta leik gegn Fylki og vann góðan 2-1 sigur sem hefði getað verið stærri. Rúnar hrósar Sigurði Ragnari Eyjólfssyni, þjálfara Keflvíkinga í hástert. „Sigurður Ragnar gerði frábæra hluti með Keflavíkurliðið í fyrra og hefur náð sér í góða leikmenn aftur í ár. Hann kann að búa til lið og liðsheild. Taktíkin hans er flott og það er bara erfitt við þá að eiga, bara eins og alla leiki í þessari deild. Deildin er erfið og þó að einhverjum liðum sé spáð misjöfnu gengi þá eru þetta alltaf leikir sem þurfa að spilast og Keflvíkingar hafa sýnt það undir stjórn Sigurðar Ragnars að þeir eru bara mjög góðir,“ segir Rúnar í samtali við Vísi í dag. Byrja á tveimur erfiðum útileikjum Rúnar hefur trú á því að hans menn geti hins vegar fellt Keflvíkingana í dag og náð í fyrsta sigur sumarsins. „Þetta snýst bara um okkar eigið lið og hvað við viljum gera og hvort það heppnast verður að koma í ljós. Við höfum trú á okkar mönnum og okkar liði. Við þurfum bara að fara til Keflavíkur og reyna að sækja stig og reyna að vinna því að mótið er stutt og það má lítið út af bregða ef menn ætla sér í baráttu ofarlega,“ „Við viljum reyna að ná góðri byrjun og byrjum á tveimur erfiðum útileikjum. Þannig að við verðum sáttir ef við náum að landa sigri í dag og vera með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðirnar, það væri bara draumabyrjun,“ segir Rúnar. Æskilegt að spila á gervigrasi í upphafi móts Leikur dagsins var færður frá aðalvelli Keflvíkinga þar sem grasið á honum er ekki leikhæft. Leikurinn fer fram á gervigrasvelli við Nettóhöllina og segir Rúnar það góða lausn, betra sé að spila á gervigrasi en slæmu grasi líkt og FH og Stjarnan munu gera á Miðvelli í Hafnarfirði síðar í dag. „Þegar við hefjum mót svona snemma er kannski æskilegt að reyna að setja leikina upp þannig að það sé spilað í fyrstu tveimur til þremur umferðunum á gervigrasi. Svo er reyndar ekki núna þar sem Keflvíkingar hefðu átt að spila við okkur á grasi, og sama með FH-ingana,“ „En við vitum aldrei hvernig tíðin er hérna á Íslandi og hvenær þetta getur verið tilbúið svo það þarf að finna lausnir og allavega í Keflavík er þetta ágætis lausn að færa þetta út á gervigrasvöllinn í stað þess að spila á ónýtu grasi. Þá ættum við að geta fengið örlítið betri gæði í leikinn,“ segir Rúnar. Leikur KR og Keflavíkur hefst klukkan 14:00 í dag og verður í beinni á Stöð 2 Sport Besta deildin. 2. umferð Bestu deildarinnar Laugardagur 15. apríl 14:00 Keflavík - KR (Stöð 2 Besta deildin) 16:00 KA - ÍBV (Stöð 2 Besta deildin) 16:00 FH - Stjarnan (Stöð 2 Sport 5) Sunnudagur 16. apríl 17:00 Víkingur - Fylkir (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 HK - Fram (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 Valur - Breiðablik (Stöð 2 Sport) Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
2. umferð Bestu deildarinnar Laugardagur 15. apríl 14:00 Keflavík - KR (Stöð 2 Besta deildin) 16:00 KA - ÍBV (Stöð 2 Besta deildin) 16:00 FH - Stjarnan (Stöð 2 Sport 5) Sunnudagur 16. apríl 17:00 Víkingur - Fylkir (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 HK - Fram (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 Valur - Breiðablik (Stöð 2 Sport)
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla KR Keflavík ÍF Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó