Makamissir: Tilkynntu trúlofunina á Facebook og hann lést nokkrum stundum síðar Rakel Sveinsdóttir skrifar 16. apríl 2023 08:01 Sjöfn Gunnarsdóttir og Logi Guðjónsson kynntust á Tinder árið 2015. Þetta var sönn ást, enda urðu þau kærustupar mjög fljótt, eignuðust dóttur um ári síðar og voru að plana annað barn og stærri íbúð þegar þau fóru til London í nóvember 2017 þar sem Logi bað Sjafnar. Nokkrum klukkustundum eftir að þau tilkynntu um trúlofunina á Facebook var Logi allur. Oddný Inga Albertsdóttir/Einkasafn Það gekk allt upp eins og í sögu: Þau kynntust á Tinder, smullu saman þegar þau hittust. Urðu eiginlega strax kærustupar. Fóru að búa í hans íbúð, leigðu hennar íbúð út. Eignuðust barn. Langaði í að minnsta kosti eitt barn í viðbót. Þau seldu hennar íbúð og settu sér markmið um að stækka fljótlega við sig. Jafn trúlaus og þau bæði voru, bar hann upp bónorðið á mjög rómantískan hátt. Á veitingastað í London, í afmælisferð sem hann hafði boðið henni í. „Ég elska þig Sjöfn og vil að við eyðum ævinni saman.“ Hún grét af gleði. Ástfangin upp fyrir haus. Þau voru enn að halda upp á trúlofunina þegar áfallið reið yfir: „Sjöfn,“ kallaði hann. „Ég vissi um leið og ég heyrði hvernig hann sagði nafnið mitt að það var eitthvað mikið að.“ Nokkrum klukkustundum síðar var hann allur. Áskorun er nýr efnisflokkur á Vísi þar sem við munum fjalla á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Í dag ætlum við að fjalla um ungt fólk í blóma og makamissi. Sjöfn og Logi Sjöfn Gunnarsdóttir er fædd árið 1979, bjó í Búðargerði fyrstu þrjú æviárin en síðan á Óðinsgötunni þar sem foreldrar hennar keyptu efri hæð í húsi þar sem afi hennar og amma bjuggu. Eftir stúdent lauk Sjöfn viðskiptafræðinni í Háskóla Íslands og þegar okkur ber niður í sögunni starfaði hún hjá Matfugli. Foreldrar Sjafnar eru Anna Guðrún Hafsteinsdóttir og Gunnar Þór Geirsson. Logi Guðjónsson fæddist árið 1982, bjó fyrst um sinn á Húsavík en flutti fljótlega með fjölskyldunni í Garðabæinn þar sem hann ólst upp. Eftir Verslunarskólann fór Logi í tölvunarfræði í Háskóla Íslands og eftir nám starfaði hann sem forritari hjá CCP. Foreldrar Loga eru Margrét Helgasdóttir og Guðjón Halldórsson. Logi lést þann 14. nóvember árið 2017 í London. Hann dó úr kransæðastíflu. „Ég man þegar að við byrjuðum að tala saman á Tinder, þá fannst mér Tinder vera frekar hallærislegt dæmi. En Logi benti nú á að Tinder væri ekkert verra en þetta korter í þrjú dæmi úti á lífinu einhvers staðar. Við töluðum saman í um viku áður en við hittumst,“ segir Sjöfn þegar hún rifjar upp fyrstu kynni sín við Loga haustið 2015. „Við hittumst á Microbar, fengum okkur tvo bjóra og ég bjóst við svona klukkutíma deiti. En við smullum svo strax saman að við gátum talað út í eitt og gerðum það fram að lokun. Þetta var á fimmtudegi, á laugardegi bauð hann mér í mat heima hjá sér og um viku síðar vorum við orðin kærustupar.“ Sjöfn og Logi áttu bæði íbúð og þótt þau hefðu bæði verið í einhverjum samböndum, hafði hvorugt þeirra verið í löngu og alvarlegu sambandi og hvorugt þeirra átti börn. „Þetta var algjörlega sönn ást. Enda var allt mjög fljótt að gerast. Við smullum saman, höfðum ekki upplifað ástina svona áður.“ Sjöfn leigði sína íbúð út og flutti til Loga. Nokkrum mánuðum síðar verður hún ólétt og var sett í nóvember árið 2016. „Nema í september greinist ég með meðgöngueitrun og það er eiginlega frekar fyndið að rifja upp hvernig ég brást við fyrst, því Logi var í hljómsveitunum Norn og Grafir og ég ætlaði að fara að sjá hann á tónleikum á Gauk á Stöng, enda hafði ég aldrei séð hann spila. Þegar mér var sagt að það yrði að leggja mig inn, sagði ég að það gengi eiginlega ekki því að ég væri að fara á tónleika,“ segir Sjöfn og hlær. „Ljósmóðirin spurði mig þá: Ertu að fara á Justin Bieber? Því hann var sömu helgi. Ég svaraði nei ég er að fara á black metal tónleika á Gauknum og þá sagði hún: Það er ekki að fara að gerast vina.“ Enda mátti ekki miklu muna því innan tveggja sólahringa var Sjöfn sett í bráðakeisara. Dóttirin Embla Rún fæddist, rétt rúmlega kíló að þyngd enda var hún að fæðast tveimur mánuðum fyrir tímann. „Hún var á vökudeild í heilan mánuð og þetta var algjör rússibanatími. Enda sagði Logi oft um okkur að það væri aldrei lognmolla í kringum neitt hjá okkur, svo mikið var alltaf að gerast. Ég man að um áramótin sagði hann við mömmu sína að hann vonaðist til að árið 2017 yrði nú aðeins rólegra ár en árið 2016 hjá okkur.“ Logi var fæddur árið 1982 og Sjöfn árið 1979. Þau áttu bæði íbúð þegar þau tóku saman, en Sjöfn flutti til Loga og síðar var íbúð Sjafnar seld og hugmyndin að eignast barn númer tvö og stækka við sig um íbúð. Þegar Logi dó var Sjöfn réttindalaus gagnvart sýslumanni og ríkinu en lögmaður fékk það í gegn á löngum tíma að hún gat keypt helmingshlut í íbúðinni á móti dóttur þeirra. Það mál er fordæmisgefandi fyrir aðra sem lenda í sambærilegum aðstæðum. Ást í London Litla Embla Rún dafnaði vel og stóð sig eins og hetja segir Sjöfn. Enda umvafin ást alls staðar. „Við erum svo heppin að eiga rosalega marga góða að; mamma og pabbi, foreldrar Loga og fleiri.“ Sjöfn og Logi náðu því að gera ýmislegt árið 2017 þótt þau væru með ungabarn. Fóru til dæmis til Dublin með vinafólki í júní og síðan fór Logi með vinum sínum í hljómsveitinni Norn að taka upp efni í Þýskalandi í október. „Í nóvember átti ég afmæli og þá gaf Logi mér afmælisferð til London í viku. Þar gistum við í Airbnb íbúð og vá hvað ég man að ég hlakkaði til hversu geggjuð þessi vika hjá okkur yrði.“ Í London lentu þau á fimmtudagskvöldi og um kvöldið var farið út að borða á rosalega flottum veitingastað. „Þetta var rosalega fínn staður, alvöru steikur á boðstólnum og þarna segir Logi allt í einu við mig að hann vilji giftast mér!“ segir Sjöfn og tárin spretta fram við minninguna: Ég sat þarna og hágrenjaði á einhverjum flottum stað í London og sagði bara já, já. Þetta var svo yndislegt. Logi og ég áttum það sameiginlegt að vera bæði trúlaus en ég man að hann sagði við mig: Ég er ekki að biðja þín vegna þess að við eigum barn saman. Ég vill giftast þér vegna þess að ég elska þig og vill að við eyðum ævinni saman.“ Á föstudeginum kom jafnvel upp sú hugmynd að gifta sig bara strax. „Við fórum strax að tala um hvernig við vildum gera þetta og vorum bæði sammála um að vilja að athöfnin væri bara hjá sýslumanni. Okkur datt jafnvel í hug að gifta okkur bara strax þennan dag í London en það varð svo sem ekkert úr því,“ segir Sjöfn og nú glitra augun. „Helgin var síðan alveg yndisleg. Bæði laugardagurinn og sunnudagurinn. Á mánudeginum erum við að versla og á litlum sölubás í einu Undergroundinu sjáum við hringa sem kostuðu skít og kanil en voru svo ekta við. Þannig að við keyptum hringana, tókum mynd og birtum myndina á Facebook þar sem við tilkynntum að við værum trúlofuð.“ Nú var fullt tilefni til að halda enn meira upp á trúlofunina og um kvöldið var farið út að borða með vinafólki. Daginn eftir átti síðan að fljúga heim. „Það var rosalega gaman hjá okkur um kvöldið og þegar að veitingastaðurinn lokaði klukkan tíu, stakk ég upp á því að við myndum fara á einhvern pöbb og fá okkur einn bjór áður en allir færu heim. En Logi sagðist vera eitthvað þreyttur og vildi frekar fara heim og pakka niður og svona. Sem mér fannst auðvitað ekkert mál.“ Sjöfn og Logi kvöddu því vinina, tóku lestina heim en þaðan tók það þau svo um fimm mínútur að labba í íbúðina. Þegar allt lífið leikur við mann og við erum ung og heilsuhraust eru fæstir að hugsa um dauðann. Enda margt í gangi: Með vinum og vandamönnum, vinnufélögum og að sinna áhugamálum. Logi starfaði sem forritari hjá CCP og var í hljómsveitunum Norn og Grafir. Jarðaförin var í hans anda og tilkynnt af félögum sem jarðarFJÖR en ekki jarðarför. Sorg í London Þegar Sjöfn og Logi voru að labba heim, dróst Logi aðeins aftur úr en þó ekki þannig að Sjöfn væri að taka eftir því. Hann var því aðeins stuttan spöl fyrir aftan. „Sjöfn,“ kallar hann þá. Sjöfn lítur við og sér að Logi fellur niður á jörðina. Hún hleypur til hans og hringir strax í sjúkrabíl. „Ég vissi um leið og ég heyrði hvernig hann sagði nafnið mitt að það var eitthvað mikið að.“ Logi var með meðvitund en þegar þau eru komin í sjúkrabílinn áttar Sjöfn sig á að mögulega er eitthvað mjög alvarlegt í gangi því að hún heyrir sjúkraliðana vera að tala um hvaða spítali væri næstur þeim. Því þeim lá á að komast þangað og það sem fyrst. „Í sjúkrabílnum var síðan eins og hann fengi aftur eitthvað áfall því þeir þurftu að gefa honum stuð í bílnum og þá vaknar hann aftur til meðvitundar. Hann er með meðvitund þegar við komum upp á sjúkrahús og þar er ég spurð hvort hann sé með eitthvað ofnæmi. Sem ég sagði að hann væri með: Fyrir pensilíni.“ Nú streyma tárin niður kinnar. Síðustu mínúturnar eru eftir í lífi Loga en hvorugt þeirra var þó að átta sig á því að svo gæti verið. Ég var alveg í spreng en vildi ekki fara úr stofunni þar sem við vorum því ég sá á Loga að hann var hræddur. En hjúkrunarfræðingurinn sagði við mig að ég gæti ekki haldið í mér því mögulega yrði einhver bið. Ég ætlaði aldrei að fara frá honum. Ég er enn með samviskubit yfir því. En ég kyssti hann og hann sagðist elska mig og ég sagðist elska hann. Síðan fór ég fram.“ Þegar Sjöfn snýr til baka af salerninu er hurðin inn á deildina læst. „Ég settist niður á biðstofunni fyrir framan deildina og beið eftir því að komast inn. Augnabliki síðar hleypur fullt af fólki út af deildinni og ég sé að það er mikill hamagangur í gangi með sjúkling á börum sem verið var að hraða eitthvað annað. Ég tengdi það samt ekkert við Loga.“ Hjúkrunarkona skýrir þó út fyrir henni að þetta hafi verið Logi og nauðsynlegt hafi verið að hraða honum í aðgerð. Næstu 30 mínútur gætu verið krítískar. „Ég þakkaði konunni fyrir, brosti til hennar og var alveg róleg. Því þarna hugsaði ég með mér: Ókei, þetta verða erfiðar 30 mínútur en síðan fæ ég að sjá hann. Ég vissi alveg að ég myndi lifa það af og var ennþá vissari um að hann myndi lifa þetta af.“ Fimm mínútum síðan breyttist sú staða algjörlega. „Læknir kom þá til mín og tilkynnti mér að Logi hefði ekki haft þetta af.“ Heimurinn hrundi. Nokkrar pabbamyndir: Embla Rún fæddist tveimur mánuðum fyrir tímann og var á vökudeildinni í mánuð. En algjör hetja og dafnaði vel. Eftir að Logi lést, íhugaði Sjöfn oft sjálfsvíg. En þá hefði Embla orðið munaðarlaus og þess vegna gerði hún það ekki. Helvítið sem tók við Svo hratt bar andlát Loga við að Sjöfn hafði ekki náð að láta einn né neinn vita að eitthvað hefði komið upp á. Komið var fram á nótt og allt í einu er heimurinn hruninn, Logi dáinn og hún ein í London. „Ég byrjaði á því að hringja í Röggu vinkonu mína sem hafði verið með okkur úti að borða fyrr um kvöldið, sem betur fer var hún í óvæntri heimsókn í London því annars hefði ég þurft að vera ein í sólahring. Hún kom upp á spítala um klukkustund seinna þar sem ég sat með Loga og hélt fast í hendina á honum. Hún þurfti að hálfdraga mig frá honum því mín eina hugsun var að ég vildi aldrei sleppa honum,“ segir Sjöfn og bætir við: ,,Þessi yndislega vinkona mín þurfti svo að sjá um að afpanta flugmiðana, hringja í eiganda Airbnb íbúðarinnar sem við þurftum að skila eldsnemma um morguninn samhliða því að hugga mig. Ég mun aldrei getað þakkað henni nógu mikið fyrir hvað hún gerði fyrir mig.“ Næst var síðan að hringja í fjölskylduna. „Ég hringdi fyrst í mömmu. En ég ætlaði aldrei að fá mig til að hringja í mömmu hans og pabba. Mér fannst einhvern veginn eins og þetta væri mér að kenna. Sem ég veit auðvitað í dag að er ekki rétt og auðvitað langt því frá,“ segir Sjöfn. Pabbi, pabbi Loga og Dagmar besta vinkona mín komu til London daginn eftir. Ég man að það fyrsta sem ég sagði við pabba Loga var „Fyrirgefðu.“ Ég veit samt ekki fyrir hvað ég var að biðjast fyrirgefningar á. En ég held ég hafi verið að biðjast fyrirgefningar á því að það var hann sem dó en ekki ég.“ Næstu dagar og vikur voru eins og í móðu. „Vinkona mín var sem betur fer enn í London. Hún talaði við Airbnb eigandann og skýrði málin út. Enda höfðum við átt að fara úr íbúðinni þennan morgun. Þar sem við vorum í London þurftum við að fara strax í það að velja kistu sem hann átti að jarðast í, ég og pabbi hans flettum gegnum heftið og vorum bæði sammála um hvaða kista væri best fyrir Loga okkar. Ég átti síðan að koma með föt á Loga sem átti að jarða hann í og fyrir valinu urðu gallabuxur, hettupeysa og hljómsveitarbolur, akkúrat það sem Logi hefði valið held ég. Fötin voru auðvitað öll skítug því hann deyr nóttina áður en við áttum að fara heim. Íslenska sendiráðið reddaði okkur hóteli og yndislegi útfarastjórinn sem fór að aðstoða okkur þarna úti fór með föt heim til sín af Loga, þvoði þau og straujaði.“ Þar sem Logi var svo ungur þegar hann lést, þurfti að kryfja hann. Sem þýddi að ekki yrði hægt að flytja líkið heim fyrr en 1,5 – 2 vikum síðar. „Dagmar vinkonu minnar beið það erfiða verkefni að sannfæra mig um að fara heim til Íslands. Ég þurfti að fara frá Loga. Það var ógeðslega erfitt,“ segir Sjöfn og enn renna tárin niður kinnarnar. „Ég get eiginlega lítið sagt um það sem gerist síðan næst annað en að ég og mamma hans fórum út og sóttum hann og þar sem við vorum bæði trúlaus en höfðum ótrúlega mikinn áhuga á Ásatrúnni völdum við að fá Jóhönnu Harðardóttur goða og staðgengil allsherjargoða til að jarðsyngja hann og yndislegri konu veit ég varla um en hana. Athöfnin var allt öðruvísi en venja er, enda Logi í black metal hljómsveit og tónlistin því valin í samræmi við það og hans karakter. Allir hjálpuðu til. Denni og Sammi sem unnu með mér elduðu til dæmis kjötsúpuna sem við buðum upp á og með því var bjór, því eins og vinur hans Loga sagði: Þetta á að vera jarðarFJÖR í anda Loga en ekki jarðarför. En ég man eiginlega ekkert eftir þessu ef ég á að vera alveg hreinskilin. Sorgin var bara svo stingandi mikil.“ Hvað tók síðan við eftir jarðaförina? „Helvíti,“ svarar Sjöfn. Í orðsins fyllstu merkingu fór Sjöfn niður í þann dimmasta dal sem hægt er að fara. Ég hugsaði oft um sjálfsvíg. Mjög oft. En þá hefði ég skilið eftir dóttur sem hefði orðið munaðarlaus. Þannig að ég gat það ekki. En mér fannst ég algjör aumingi því svo oft gat ég ekki hugsað um þessa dóttur mína. Komst ekki fram úr rúminu. Stundum hugsaði ég með mér: Hverslags helvítis aumingi er ég að geta ekki einu sinni sinnt dóttur minni? Þá hafði hún kannski verið í pössun hjá ömmum sínum og öfum í viku því ég hreinlega réði ekki við að hugsa um hana.“ Og Sjöfn grætur. Að rifja þennan tíma upp tekur mjög á. Þá er margt í tali Sjafnar sem endurspeglar gífurlegt samviskubit sem hún upplifði þá og upplifir greinilega enn. „Það er engin uppskrift að því hvernig maður fer í gegnum svona áfall eða svona sorg. Ég er til dæmis enn að díla við þetta samviskubit. Þótt ég viti að auðvitað var það ekki mér að kenna að Logi dó. Síðan gerðist það svo rosalega oft að manni leið aðeins betur og hugsaði með sér: Jæja, nú er þetta svolítið að koma. Þetta verður bara upp á við eftir þetta. Þetta er oftast rangt. Því hið rétta er að oftast fór maður eitthvað upp, en síðan aftur niður, síðan aftur upp og aftur niður.“ Sjöfn segist sama hvað annað fólk haldi með lítil börn, sjálf sé hún sannfærð um að þau skynji miklu meira en fólk oft heldur. „Embla var ekki nema eins árs þegar Logi dó. En í alla vega sex mánuði á eftir gat það gerst að ef ég til dæmis var að fara í sturtu, þá trylltist hún af hræðslu og bara grét. Ég vill meina að þau skynji svo mikið og þau finna það alltaf mjög vel, ef foreldri líður illa.“ Sjöfn segir tímann eftir að Logi dó hafa verið hreint helvíti. Sjálf var hún sannfærð um að verða aldrei ástfangin á ný né upplifa hamingju en fyrir tilviljun hitti hún þó Sigurð Andra Sigurðsson, gamlan félaga sem hefur lengi búið í Noregi. Þar búa þau í dag og eru afar hamingjusöm. Sjöfn og Siggi Þótt Sjöfn hafi lengi upplifað lífið algjört helvíti þar sem hún sá ekki ljósglætuna framundan, birti þó til um síðir. „Smátt og smátt fór mér að líða betur og það kom að því að ég hitti mann þar sem ég hugsaði með mér: Kannski er bara ágætt að upplifa smá fling. Því það gæti verið merki um að mér væri að ganga ágætlega ….“ Umrætt „fling“ var þegar Sjöfn hitti af tilviljun gamlan vin: Sigurð Andra Sigurðsson. Sjöfn og Siggi höfðu þekkst fyrir tvítugt en ekki sést í tæp tuttugu ár. Siggi hafði þá þegar búið erlendis í mörg ár, sem þýddi fyrir Sjöfn að hún taldi þetta fling alveg hættulaust; það gæti ekki orðið neitt vesen. Sjálf var hún enn sannfærð um að hún yrði aldrei ástfangin að nýju fyrir alvöru. „Það var aldrei neitt annað en vinskapur á milli okkar Sigga þegar við þekktumst fyrir tvítugt. En við vorum miklir vinir þó og gátum alltaf hlegið mikið saman. Það var einmitt svo gaman að hitta hann aftur og upplifa að það var enn þá. Við spjölluðum og hlógum og mér fannst virkilega gaman að hitta hann.“ Sjöfn viðurkennir að það að hafa kynnst Sigga og orðið ástfangin á ný, hafi átt mikinn þátt í því að hún upplifði gleði á ný. „Ég er ótrúlega hamingjusöm í dag,“ segir Sjöfn og brosir. Þar sem að Siggi átti heima í Noregi, þegar þau fóru að slá sér upp, var ekkert annað í stöðunni en að ráðast nokkuð hratt í málin. Því fór sem fór að nokkrum mánuðum eftir að þau hittust af tilviljun í október 2019 og eftir að Siggi kom síðan aftur til Íslands um jólin, töluðu þau mikið saman í síma og ákváðu á endanum að Sjöfn myndi flytja til Noregs. Þar búa þau núna í Stavanger og gengur vel. Embla Rún býr hjá þeim en fyrir átti Siggi líka þrjú börn sem eru aðeins eldri en hún..... „Við erum hamingjusöm og okkur gengur vel. Oft erum við aftur eins og átján ára vitleysingarnir sem við vorum þegar við kynntumst fyrst. Því við getum alltaf hlegið saman. Siggi hefur líka stutt mig ótrúlega mikið í sorginni. Hann missti pabba sinn þegar hann var sjö ára og þótt það hafi verið öðruvísi er samkenndin hans sterk. Ég er reyndar ekki viss um að ég hefði farið í samband með manni nema vegna þess að ég fyndi fyrir mjög miklum stuðningi og skilningi varðandi fráfall Loga,“ segir Sjöfn og bætir við: Stundum er ég reyndar með samviskubit yfir því að mér líði svona vel. En það er bara vegna þess að ég er enn að læra á þetta með samviskubitið. Því auðvitað veit ég að Logi er pottþétt sjúklega ánægður með þetta: Veit að ég er hamingjusöm og Embla dýrkar líka Sigga.“ Sjöfn segir sambandið á milli Sigga og Emblu vera einstaklega fallegt. „Embla lítur á Sigga sem pabba sinn og byrjaði mjög fljótt að kalla hann pabba, eitthvað sem við höfðum aldrei ætlast til að hún myndi gera. Og það fallega við Sigga er að hann tekur henni sem einu af sínum börnum en er samtímis svo duglegur að tala við hana um Loga, hengja upp myndir af þeim saman og annað svo að hann gleymist aldrei.“ Sjöfn segist stundum með samviskubit yfir því að vera hamingjusöm í dag en veit þó að Logi væri mjög ánægður með það. Ekki síst vegna þess að Embla dýrkar Sigga og fór fljótt að kalla hann pabba þótt enginn hefði lagt áherslu á það eða búist við því. Sjöfn hvetur ungt fólk sem missir maka sinn og á börn til að vera ekki of hart við sjálft sig. Þá minnir hún á að fyrst þurfi að setja súrefnisgrímuna á sjálfan sig, en síðan aðra. Góðu ráðin Í minningargrein sem amma og afi Loga (Nanna og Helgi) birtu í Morgunblaðinu segir: „Í dag kveðjum við okkar yndislega dótturson, hann Loga, sem lést skyndilega 14. nóvember er hann var í London ásamt Sjöfn unnustu sinni. Þau áttu þar dásamlegar stundir saman, settu upp trúlofunarhringana og hamingjan blasti við þeim. En lífið er hverfult, nokkrum stundum síðar var hann allur. Þvílík sorg. En við fengum þó að hafa hann í rúm 35 ár.“ Já þvílík sorg. En eftir standa Sjöfn og Embla Rún og sem betur fer virðist það orðatiltæki alltaf eiga við að birtir upp um síðir. Sjöfn er líka umhugað um að sagan sín hjálpi mögulega einhverjum öðrum sem lenda í sambærilegum aðstæðum. „Það er margt sem hjálpaði mér mjög mikið. Til dæmis finnst mér mikilvægt að nefna Ljónshjarta, sem eru samtök fyrir unga ekkla og ekkjur. Þar fór ég í sorgarhóp í byrjun 2019 þar sem við vorum fimm til sex konur sem töluðum mikið saman. Þegar „námskeiðið“ var búið bauð Ljónshjarta okkur eina nótt á hóteli. Sú ferð gaf mér ótrúlega mikið og þar fann ég fyrst að núna yrði ég að fara að koma mér upp og hugsa um framtíðina okkar Emblu.“ Sjöfn segist tvímælalaust mæla með því að fólk sem lendir í sambærilegum aðstæðum hafi samband Ljónsharta er með samning við Litlu kvíðameðferðarstöðina þar sem að börn sem missa foreldri sitt fá sálfræðimeðferð frítt, eins oft og lengi og þau þurfa. Það er allt í boði Ljónshjarta, eitthvað sem ríkið býður ekki upp á.“ Vinnustaðir geta líka gert mikið. „Yfirmaðurinn minn, hann Denni, hjá Matfugli er einstakur. Það hjálpaði mér til dæmis mjög mikið að fara eiginlega strax að vinna því þá náði ég að gleyma mér í smá stund og þetta var á þeim tíma sem mér leið sem verst. En Denni var svo skilningsríkur og samkomulagið okkar var eiginlega bara þannig að ef mér fannst ég ekki geta meira, var bara allt í lagi þótt ég færi afsíðis, grenjaði svolítið og síðan kom ég bara aftur fram að vinna. Þetta er eitthvað sem yfirmenn og vinnustaðir mega hafa í huga.“ Þegar ungt fólk á í hlut, er líka algengt að peningamálin geta verið flókin eftir andlát því eins og í tilfelli Sjafnar og Loga, voru þau trúlofuð og búin að eignast barn saman, en ekki gift. „Þegar að við seldum mína íbúð vorum við ekkert að pæla í því að ég myndi kaupa mig inn í hans íbúð, því við vorum að reyna að eignast annað barn og ætluðum frekar að stækka. Þegar Logi dó, erfði Embla Rún hann en ég var réttindalaus gagnvart ríkinu og sýslumanni. Ég var því allt í einu komin í þá stöðu að ég átti ekkert í heimilinu okkar en átti að leigja það af eins árs gamalli dóttur minni. Sem var skrýtin staða að vera í,“ segir Sjöfn. Lausnin að henni fannst var því að kaupa fimmtíu prósent hlut í íbúðinni og eiga á móti Emblu Rún. Sýslumaðurinn sagði hins vegar nei við því. Foreldrar Loga eru samt svo frábær. Þau fengu góðan lögfræðing til að ganga í málið og eftir að hafa gengið á milli sýslumanns og Dómsmálaráðuneytisins í tvö ár fékkst það loks í gegn að ég mátti kaupa fimmtíu prósent í íbúðinni. Þetta er fordæmisgefandi og mikilvægt fyrir fólk sem lendir í sambærilegum aðstæðum: Nú vitið þið að þið megið kaupa helminginn á móti eignarhlut barna ykkar sem þau erfa frá foreldri.“ Þegar viðtalið er tekið, er komið kvöld í Noregi. Embla Rún er sofnuð og Siggi sér til þess að Sjöfn hafi algjört næði fyrir langt og tilfinningaþrungið samtal. Oft er grátið en líka hlegið. Því minningar geta verið hvoru tveggja í senn: Svo ljúfsárar og sætar. Ertu með einhver skilaboð til ungs fólks sem lendir mögulega í þeirri stöðu að missa maka sinn og standa eftir ein með lítið barn eða börn? „Já. Ég myndi fyrst og fremst hvetja fólk til að vera ekki of hörð við sjálfan sig. Því sorgin getur farið með mann á svo rosalega vondan stað og það að það bætist við að finnast ég til dæmis heimsins versta mamma var ekki að hjálpa. Þetta er rosalega erfitt og enn í dag á ég mér mína erfiðu daga. Það skiptir samt svo miklu máli að vera ekki of hörð við okkur sjálf.“ Annað sem Sjöfn vill benda fólki á tengist börnunum. „Það var eitt gott ráð sem kona sagði við mig á þeim tíma sem ég var með þetta ömurlega samviskubit yfir því hvað mér fannst ég vera að vanrækja dóttur mína. En hún sagði: Glöð mamma er góð mamma. Sem þýddi í raun að fyrst þurfti ég að ná áttum sjálf, setja fyrst á mig súrefnisgrímuna áður en ég setti hana á aðra, til þess að geta farið að hugsa um hana. Ég skil það í dag að á þessum tíma var ég hreinlega yfirbuguð af sorg og svo brotin að ég gat ekki hugsað um hana. En í dag hugsa ég oft þessa setningu: Glöð mamma er góð mamma.“ Fjölskyldumál Fjármál heimilisins Íslendingar erlendis Geðheilbrigði Góðu ráðin Ástin og lífið Áskorun Tengdar fréttir Erfðamálin: Hægt að komast undan skuldum og ábyrgðum lána með opinberum skiptum „Með því að fara með dánarbú í opinber skipti eru lögerfingjar í raun að lýsa því yfir að þeir ætla ekki að taka ábyrgð á skuldum hins látna, hvorki núna né til framtíðar,“ segir Pétur Steinn Guðmundsson lögmaður hjá Deloitte Legal og sérfræðingur í skattamálum meðal annars þegar erfðamálin eru rædd. 10. apríl 2023 08:01 Lífið með Parkinson: „Þetta er ekki minningagrein“ „Þetta er ekki minningagrein. Mér finnst mikilvægt að hafa þetta skemmtilegt líka,“ segir Magnús Bragason þegar viðtalinu er að ljúka. 9. apríl 2023 07:00 Makamissir og veikindi: „Mér fannst aðalatriðið vera að hann kæmi heim“ „Ég var búin lifa það versta því það er ekkert verra en að missa barn. En munurinn var samt sá að þá héldum við Ási utan um hvort annað á næturnar og grétum saman. Núna var ég ein,“ segir Rúna Didriksen um sársaukann og sorgina sem fylgir því að missa maka sinn til áratuga, en Rúna missti einnig son í bílslysi árið 1987. 26. mars 2023 07:00 Samsett fjölskylda: Stjúpforeldrar oft óöryggir með hlutverk sitt Í flestum stórfjölskyldum þekkjast dæmi um samsettar fjölskyldur. Þar sem par tekur saman með börn úr fyrra sambandi, ýmist frá öðrum aðilanum eða báðum. 12. mars 2023 09:00 Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Kaupmálar 50+: „Mér finnst uppkomin börn oft ansi frek til fjárins“ Framhald: „Málið er að mig langar ekki til að deyja“ Sjá meira
Fóru að búa í hans íbúð, leigðu hennar íbúð út. Eignuðust barn. Langaði í að minnsta kosti eitt barn í viðbót. Þau seldu hennar íbúð og settu sér markmið um að stækka fljótlega við sig. Jafn trúlaus og þau bæði voru, bar hann upp bónorðið á mjög rómantískan hátt. Á veitingastað í London, í afmælisferð sem hann hafði boðið henni í. „Ég elska þig Sjöfn og vil að við eyðum ævinni saman.“ Hún grét af gleði. Ástfangin upp fyrir haus. Þau voru enn að halda upp á trúlofunina þegar áfallið reið yfir: „Sjöfn,“ kallaði hann. „Ég vissi um leið og ég heyrði hvernig hann sagði nafnið mitt að það var eitthvað mikið að.“ Nokkrum klukkustundum síðar var hann allur. Áskorun er nýr efnisflokkur á Vísi þar sem við munum fjalla á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Í dag ætlum við að fjalla um ungt fólk í blóma og makamissi. Sjöfn og Logi Sjöfn Gunnarsdóttir er fædd árið 1979, bjó í Búðargerði fyrstu þrjú æviárin en síðan á Óðinsgötunni þar sem foreldrar hennar keyptu efri hæð í húsi þar sem afi hennar og amma bjuggu. Eftir stúdent lauk Sjöfn viðskiptafræðinni í Háskóla Íslands og þegar okkur ber niður í sögunni starfaði hún hjá Matfugli. Foreldrar Sjafnar eru Anna Guðrún Hafsteinsdóttir og Gunnar Þór Geirsson. Logi Guðjónsson fæddist árið 1982, bjó fyrst um sinn á Húsavík en flutti fljótlega með fjölskyldunni í Garðabæinn þar sem hann ólst upp. Eftir Verslunarskólann fór Logi í tölvunarfræði í Háskóla Íslands og eftir nám starfaði hann sem forritari hjá CCP. Foreldrar Loga eru Margrét Helgasdóttir og Guðjón Halldórsson. Logi lést þann 14. nóvember árið 2017 í London. Hann dó úr kransæðastíflu. „Ég man þegar að við byrjuðum að tala saman á Tinder, þá fannst mér Tinder vera frekar hallærislegt dæmi. En Logi benti nú á að Tinder væri ekkert verra en þetta korter í þrjú dæmi úti á lífinu einhvers staðar. Við töluðum saman í um viku áður en við hittumst,“ segir Sjöfn þegar hún rifjar upp fyrstu kynni sín við Loga haustið 2015. „Við hittumst á Microbar, fengum okkur tvo bjóra og ég bjóst við svona klukkutíma deiti. En við smullum svo strax saman að við gátum talað út í eitt og gerðum það fram að lokun. Þetta var á fimmtudegi, á laugardegi bauð hann mér í mat heima hjá sér og um viku síðar vorum við orðin kærustupar.“ Sjöfn og Logi áttu bæði íbúð og þótt þau hefðu bæði verið í einhverjum samböndum, hafði hvorugt þeirra verið í löngu og alvarlegu sambandi og hvorugt þeirra átti börn. „Þetta var algjörlega sönn ást. Enda var allt mjög fljótt að gerast. Við smullum saman, höfðum ekki upplifað ástina svona áður.“ Sjöfn leigði sína íbúð út og flutti til Loga. Nokkrum mánuðum síðar verður hún ólétt og var sett í nóvember árið 2016. „Nema í september greinist ég með meðgöngueitrun og það er eiginlega frekar fyndið að rifja upp hvernig ég brást við fyrst, því Logi var í hljómsveitunum Norn og Grafir og ég ætlaði að fara að sjá hann á tónleikum á Gauk á Stöng, enda hafði ég aldrei séð hann spila. Þegar mér var sagt að það yrði að leggja mig inn, sagði ég að það gengi eiginlega ekki því að ég væri að fara á tónleika,“ segir Sjöfn og hlær. „Ljósmóðirin spurði mig þá: Ertu að fara á Justin Bieber? Því hann var sömu helgi. Ég svaraði nei ég er að fara á black metal tónleika á Gauknum og þá sagði hún: Það er ekki að fara að gerast vina.“ Enda mátti ekki miklu muna því innan tveggja sólahringa var Sjöfn sett í bráðakeisara. Dóttirin Embla Rún fæddist, rétt rúmlega kíló að þyngd enda var hún að fæðast tveimur mánuðum fyrir tímann. „Hún var á vökudeild í heilan mánuð og þetta var algjör rússibanatími. Enda sagði Logi oft um okkur að það væri aldrei lognmolla í kringum neitt hjá okkur, svo mikið var alltaf að gerast. Ég man að um áramótin sagði hann við mömmu sína að hann vonaðist til að árið 2017 yrði nú aðeins rólegra ár en árið 2016 hjá okkur.“ Logi var fæddur árið 1982 og Sjöfn árið 1979. Þau áttu bæði íbúð þegar þau tóku saman, en Sjöfn flutti til Loga og síðar var íbúð Sjafnar seld og hugmyndin að eignast barn númer tvö og stækka við sig um íbúð. Þegar Logi dó var Sjöfn réttindalaus gagnvart sýslumanni og ríkinu en lögmaður fékk það í gegn á löngum tíma að hún gat keypt helmingshlut í íbúðinni á móti dóttur þeirra. Það mál er fordæmisgefandi fyrir aðra sem lenda í sambærilegum aðstæðum. Ást í London Litla Embla Rún dafnaði vel og stóð sig eins og hetja segir Sjöfn. Enda umvafin ást alls staðar. „Við erum svo heppin að eiga rosalega marga góða að; mamma og pabbi, foreldrar Loga og fleiri.“ Sjöfn og Logi náðu því að gera ýmislegt árið 2017 þótt þau væru með ungabarn. Fóru til dæmis til Dublin með vinafólki í júní og síðan fór Logi með vinum sínum í hljómsveitinni Norn að taka upp efni í Þýskalandi í október. „Í nóvember átti ég afmæli og þá gaf Logi mér afmælisferð til London í viku. Þar gistum við í Airbnb íbúð og vá hvað ég man að ég hlakkaði til hversu geggjuð þessi vika hjá okkur yrði.“ Í London lentu þau á fimmtudagskvöldi og um kvöldið var farið út að borða á rosalega flottum veitingastað. „Þetta var rosalega fínn staður, alvöru steikur á boðstólnum og þarna segir Logi allt í einu við mig að hann vilji giftast mér!“ segir Sjöfn og tárin spretta fram við minninguna: Ég sat þarna og hágrenjaði á einhverjum flottum stað í London og sagði bara já, já. Þetta var svo yndislegt. Logi og ég áttum það sameiginlegt að vera bæði trúlaus en ég man að hann sagði við mig: Ég er ekki að biðja þín vegna þess að við eigum barn saman. Ég vill giftast þér vegna þess að ég elska þig og vill að við eyðum ævinni saman.“ Á föstudeginum kom jafnvel upp sú hugmynd að gifta sig bara strax. „Við fórum strax að tala um hvernig við vildum gera þetta og vorum bæði sammála um að vilja að athöfnin væri bara hjá sýslumanni. Okkur datt jafnvel í hug að gifta okkur bara strax þennan dag í London en það varð svo sem ekkert úr því,“ segir Sjöfn og nú glitra augun. „Helgin var síðan alveg yndisleg. Bæði laugardagurinn og sunnudagurinn. Á mánudeginum erum við að versla og á litlum sölubás í einu Undergroundinu sjáum við hringa sem kostuðu skít og kanil en voru svo ekta við. Þannig að við keyptum hringana, tókum mynd og birtum myndina á Facebook þar sem við tilkynntum að við værum trúlofuð.“ Nú var fullt tilefni til að halda enn meira upp á trúlofunina og um kvöldið var farið út að borða með vinafólki. Daginn eftir átti síðan að fljúga heim. „Það var rosalega gaman hjá okkur um kvöldið og þegar að veitingastaðurinn lokaði klukkan tíu, stakk ég upp á því að við myndum fara á einhvern pöbb og fá okkur einn bjór áður en allir færu heim. En Logi sagðist vera eitthvað þreyttur og vildi frekar fara heim og pakka niður og svona. Sem mér fannst auðvitað ekkert mál.“ Sjöfn og Logi kvöddu því vinina, tóku lestina heim en þaðan tók það þau svo um fimm mínútur að labba í íbúðina. Þegar allt lífið leikur við mann og við erum ung og heilsuhraust eru fæstir að hugsa um dauðann. Enda margt í gangi: Með vinum og vandamönnum, vinnufélögum og að sinna áhugamálum. Logi starfaði sem forritari hjá CCP og var í hljómsveitunum Norn og Grafir. Jarðaförin var í hans anda og tilkynnt af félögum sem jarðarFJÖR en ekki jarðarför. Sorg í London Þegar Sjöfn og Logi voru að labba heim, dróst Logi aðeins aftur úr en þó ekki þannig að Sjöfn væri að taka eftir því. Hann var því aðeins stuttan spöl fyrir aftan. „Sjöfn,“ kallar hann þá. Sjöfn lítur við og sér að Logi fellur niður á jörðina. Hún hleypur til hans og hringir strax í sjúkrabíl. „Ég vissi um leið og ég heyrði hvernig hann sagði nafnið mitt að það var eitthvað mikið að.“ Logi var með meðvitund en þegar þau eru komin í sjúkrabílinn áttar Sjöfn sig á að mögulega er eitthvað mjög alvarlegt í gangi því að hún heyrir sjúkraliðana vera að tala um hvaða spítali væri næstur þeim. Því þeim lá á að komast þangað og það sem fyrst. „Í sjúkrabílnum var síðan eins og hann fengi aftur eitthvað áfall því þeir þurftu að gefa honum stuð í bílnum og þá vaknar hann aftur til meðvitundar. Hann er með meðvitund þegar við komum upp á sjúkrahús og þar er ég spurð hvort hann sé með eitthvað ofnæmi. Sem ég sagði að hann væri með: Fyrir pensilíni.“ Nú streyma tárin niður kinnar. Síðustu mínúturnar eru eftir í lífi Loga en hvorugt þeirra var þó að átta sig á því að svo gæti verið. Ég var alveg í spreng en vildi ekki fara úr stofunni þar sem við vorum því ég sá á Loga að hann var hræddur. En hjúkrunarfræðingurinn sagði við mig að ég gæti ekki haldið í mér því mögulega yrði einhver bið. Ég ætlaði aldrei að fara frá honum. Ég er enn með samviskubit yfir því. En ég kyssti hann og hann sagðist elska mig og ég sagðist elska hann. Síðan fór ég fram.“ Þegar Sjöfn snýr til baka af salerninu er hurðin inn á deildina læst. „Ég settist niður á biðstofunni fyrir framan deildina og beið eftir því að komast inn. Augnabliki síðar hleypur fullt af fólki út af deildinni og ég sé að það er mikill hamagangur í gangi með sjúkling á börum sem verið var að hraða eitthvað annað. Ég tengdi það samt ekkert við Loga.“ Hjúkrunarkona skýrir þó út fyrir henni að þetta hafi verið Logi og nauðsynlegt hafi verið að hraða honum í aðgerð. Næstu 30 mínútur gætu verið krítískar. „Ég þakkaði konunni fyrir, brosti til hennar og var alveg róleg. Því þarna hugsaði ég með mér: Ókei, þetta verða erfiðar 30 mínútur en síðan fæ ég að sjá hann. Ég vissi alveg að ég myndi lifa það af og var ennþá vissari um að hann myndi lifa þetta af.“ Fimm mínútum síðan breyttist sú staða algjörlega. „Læknir kom þá til mín og tilkynnti mér að Logi hefði ekki haft þetta af.“ Heimurinn hrundi. Nokkrar pabbamyndir: Embla Rún fæddist tveimur mánuðum fyrir tímann og var á vökudeildinni í mánuð. En algjör hetja og dafnaði vel. Eftir að Logi lést, íhugaði Sjöfn oft sjálfsvíg. En þá hefði Embla orðið munaðarlaus og þess vegna gerði hún það ekki. Helvítið sem tók við Svo hratt bar andlát Loga við að Sjöfn hafði ekki náð að láta einn né neinn vita að eitthvað hefði komið upp á. Komið var fram á nótt og allt í einu er heimurinn hruninn, Logi dáinn og hún ein í London. „Ég byrjaði á því að hringja í Röggu vinkonu mína sem hafði verið með okkur úti að borða fyrr um kvöldið, sem betur fer var hún í óvæntri heimsókn í London því annars hefði ég þurft að vera ein í sólahring. Hún kom upp á spítala um klukkustund seinna þar sem ég sat með Loga og hélt fast í hendina á honum. Hún þurfti að hálfdraga mig frá honum því mín eina hugsun var að ég vildi aldrei sleppa honum,“ segir Sjöfn og bætir við: ,,Þessi yndislega vinkona mín þurfti svo að sjá um að afpanta flugmiðana, hringja í eiganda Airbnb íbúðarinnar sem við þurftum að skila eldsnemma um morguninn samhliða því að hugga mig. Ég mun aldrei getað þakkað henni nógu mikið fyrir hvað hún gerði fyrir mig.“ Næst var síðan að hringja í fjölskylduna. „Ég hringdi fyrst í mömmu. En ég ætlaði aldrei að fá mig til að hringja í mömmu hans og pabba. Mér fannst einhvern veginn eins og þetta væri mér að kenna. Sem ég veit auðvitað í dag að er ekki rétt og auðvitað langt því frá,“ segir Sjöfn. Pabbi, pabbi Loga og Dagmar besta vinkona mín komu til London daginn eftir. Ég man að það fyrsta sem ég sagði við pabba Loga var „Fyrirgefðu.“ Ég veit samt ekki fyrir hvað ég var að biðjast fyrirgefningar á. En ég held ég hafi verið að biðjast fyrirgefningar á því að það var hann sem dó en ekki ég.“ Næstu dagar og vikur voru eins og í móðu. „Vinkona mín var sem betur fer enn í London. Hún talaði við Airbnb eigandann og skýrði málin út. Enda höfðum við átt að fara úr íbúðinni þennan morgun. Þar sem við vorum í London þurftum við að fara strax í það að velja kistu sem hann átti að jarðast í, ég og pabbi hans flettum gegnum heftið og vorum bæði sammála um hvaða kista væri best fyrir Loga okkar. Ég átti síðan að koma með föt á Loga sem átti að jarða hann í og fyrir valinu urðu gallabuxur, hettupeysa og hljómsveitarbolur, akkúrat það sem Logi hefði valið held ég. Fötin voru auðvitað öll skítug því hann deyr nóttina áður en við áttum að fara heim. Íslenska sendiráðið reddaði okkur hóteli og yndislegi útfarastjórinn sem fór að aðstoða okkur þarna úti fór með föt heim til sín af Loga, þvoði þau og straujaði.“ Þar sem Logi var svo ungur þegar hann lést, þurfti að kryfja hann. Sem þýddi að ekki yrði hægt að flytja líkið heim fyrr en 1,5 – 2 vikum síðar. „Dagmar vinkonu minnar beið það erfiða verkefni að sannfæra mig um að fara heim til Íslands. Ég þurfti að fara frá Loga. Það var ógeðslega erfitt,“ segir Sjöfn og enn renna tárin niður kinnarnar. „Ég get eiginlega lítið sagt um það sem gerist síðan næst annað en að ég og mamma hans fórum út og sóttum hann og þar sem við vorum bæði trúlaus en höfðum ótrúlega mikinn áhuga á Ásatrúnni völdum við að fá Jóhönnu Harðardóttur goða og staðgengil allsherjargoða til að jarðsyngja hann og yndislegri konu veit ég varla um en hana. Athöfnin var allt öðruvísi en venja er, enda Logi í black metal hljómsveit og tónlistin því valin í samræmi við það og hans karakter. Allir hjálpuðu til. Denni og Sammi sem unnu með mér elduðu til dæmis kjötsúpuna sem við buðum upp á og með því var bjór, því eins og vinur hans Loga sagði: Þetta á að vera jarðarFJÖR í anda Loga en ekki jarðarför. En ég man eiginlega ekkert eftir þessu ef ég á að vera alveg hreinskilin. Sorgin var bara svo stingandi mikil.“ Hvað tók síðan við eftir jarðaförina? „Helvíti,“ svarar Sjöfn. Í orðsins fyllstu merkingu fór Sjöfn niður í þann dimmasta dal sem hægt er að fara. Ég hugsaði oft um sjálfsvíg. Mjög oft. En þá hefði ég skilið eftir dóttur sem hefði orðið munaðarlaus. Þannig að ég gat það ekki. En mér fannst ég algjör aumingi því svo oft gat ég ekki hugsað um þessa dóttur mína. Komst ekki fram úr rúminu. Stundum hugsaði ég með mér: Hverslags helvítis aumingi er ég að geta ekki einu sinni sinnt dóttur minni? Þá hafði hún kannski verið í pössun hjá ömmum sínum og öfum í viku því ég hreinlega réði ekki við að hugsa um hana.“ Og Sjöfn grætur. Að rifja þennan tíma upp tekur mjög á. Þá er margt í tali Sjafnar sem endurspeglar gífurlegt samviskubit sem hún upplifði þá og upplifir greinilega enn. „Það er engin uppskrift að því hvernig maður fer í gegnum svona áfall eða svona sorg. Ég er til dæmis enn að díla við þetta samviskubit. Þótt ég viti að auðvitað var það ekki mér að kenna að Logi dó. Síðan gerðist það svo rosalega oft að manni leið aðeins betur og hugsaði með sér: Jæja, nú er þetta svolítið að koma. Þetta verður bara upp á við eftir þetta. Þetta er oftast rangt. Því hið rétta er að oftast fór maður eitthvað upp, en síðan aftur niður, síðan aftur upp og aftur niður.“ Sjöfn segist sama hvað annað fólk haldi með lítil börn, sjálf sé hún sannfærð um að þau skynji miklu meira en fólk oft heldur. „Embla var ekki nema eins árs þegar Logi dó. En í alla vega sex mánuði á eftir gat það gerst að ef ég til dæmis var að fara í sturtu, þá trylltist hún af hræðslu og bara grét. Ég vill meina að þau skynji svo mikið og þau finna það alltaf mjög vel, ef foreldri líður illa.“ Sjöfn segir tímann eftir að Logi dó hafa verið hreint helvíti. Sjálf var hún sannfærð um að verða aldrei ástfangin á ný né upplifa hamingju en fyrir tilviljun hitti hún þó Sigurð Andra Sigurðsson, gamlan félaga sem hefur lengi búið í Noregi. Þar búa þau í dag og eru afar hamingjusöm. Sjöfn og Siggi Þótt Sjöfn hafi lengi upplifað lífið algjört helvíti þar sem hún sá ekki ljósglætuna framundan, birti þó til um síðir. „Smátt og smátt fór mér að líða betur og það kom að því að ég hitti mann þar sem ég hugsaði með mér: Kannski er bara ágætt að upplifa smá fling. Því það gæti verið merki um að mér væri að ganga ágætlega ….“ Umrætt „fling“ var þegar Sjöfn hitti af tilviljun gamlan vin: Sigurð Andra Sigurðsson. Sjöfn og Siggi höfðu þekkst fyrir tvítugt en ekki sést í tæp tuttugu ár. Siggi hafði þá þegar búið erlendis í mörg ár, sem þýddi fyrir Sjöfn að hún taldi þetta fling alveg hættulaust; það gæti ekki orðið neitt vesen. Sjálf var hún enn sannfærð um að hún yrði aldrei ástfangin að nýju fyrir alvöru. „Það var aldrei neitt annað en vinskapur á milli okkar Sigga þegar við þekktumst fyrir tvítugt. En við vorum miklir vinir þó og gátum alltaf hlegið mikið saman. Það var einmitt svo gaman að hitta hann aftur og upplifa að það var enn þá. Við spjölluðum og hlógum og mér fannst virkilega gaman að hitta hann.“ Sjöfn viðurkennir að það að hafa kynnst Sigga og orðið ástfangin á ný, hafi átt mikinn þátt í því að hún upplifði gleði á ný. „Ég er ótrúlega hamingjusöm í dag,“ segir Sjöfn og brosir. Þar sem að Siggi átti heima í Noregi, þegar þau fóru að slá sér upp, var ekkert annað í stöðunni en að ráðast nokkuð hratt í málin. Því fór sem fór að nokkrum mánuðum eftir að þau hittust af tilviljun í október 2019 og eftir að Siggi kom síðan aftur til Íslands um jólin, töluðu þau mikið saman í síma og ákváðu á endanum að Sjöfn myndi flytja til Noregs. Þar búa þau núna í Stavanger og gengur vel. Embla Rún býr hjá þeim en fyrir átti Siggi líka þrjú börn sem eru aðeins eldri en hún..... „Við erum hamingjusöm og okkur gengur vel. Oft erum við aftur eins og átján ára vitleysingarnir sem við vorum þegar við kynntumst fyrst. Því við getum alltaf hlegið saman. Siggi hefur líka stutt mig ótrúlega mikið í sorginni. Hann missti pabba sinn þegar hann var sjö ára og þótt það hafi verið öðruvísi er samkenndin hans sterk. Ég er reyndar ekki viss um að ég hefði farið í samband með manni nema vegna þess að ég fyndi fyrir mjög miklum stuðningi og skilningi varðandi fráfall Loga,“ segir Sjöfn og bætir við: Stundum er ég reyndar með samviskubit yfir því að mér líði svona vel. En það er bara vegna þess að ég er enn að læra á þetta með samviskubitið. Því auðvitað veit ég að Logi er pottþétt sjúklega ánægður með þetta: Veit að ég er hamingjusöm og Embla dýrkar líka Sigga.“ Sjöfn segir sambandið á milli Sigga og Emblu vera einstaklega fallegt. „Embla lítur á Sigga sem pabba sinn og byrjaði mjög fljótt að kalla hann pabba, eitthvað sem við höfðum aldrei ætlast til að hún myndi gera. Og það fallega við Sigga er að hann tekur henni sem einu af sínum börnum en er samtímis svo duglegur að tala við hana um Loga, hengja upp myndir af þeim saman og annað svo að hann gleymist aldrei.“ Sjöfn segist stundum með samviskubit yfir því að vera hamingjusöm í dag en veit þó að Logi væri mjög ánægður með það. Ekki síst vegna þess að Embla dýrkar Sigga og fór fljótt að kalla hann pabba þótt enginn hefði lagt áherslu á það eða búist við því. Sjöfn hvetur ungt fólk sem missir maka sinn og á börn til að vera ekki of hart við sjálft sig. Þá minnir hún á að fyrst þurfi að setja súrefnisgrímuna á sjálfan sig, en síðan aðra. Góðu ráðin Í minningargrein sem amma og afi Loga (Nanna og Helgi) birtu í Morgunblaðinu segir: „Í dag kveðjum við okkar yndislega dótturson, hann Loga, sem lést skyndilega 14. nóvember er hann var í London ásamt Sjöfn unnustu sinni. Þau áttu þar dásamlegar stundir saman, settu upp trúlofunarhringana og hamingjan blasti við þeim. En lífið er hverfult, nokkrum stundum síðar var hann allur. Þvílík sorg. En við fengum þó að hafa hann í rúm 35 ár.“ Já þvílík sorg. En eftir standa Sjöfn og Embla Rún og sem betur fer virðist það orðatiltæki alltaf eiga við að birtir upp um síðir. Sjöfn er líka umhugað um að sagan sín hjálpi mögulega einhverjum öðrum sem lenda í sambærilegum aðstæðum. „Það er margt sem hjálpaði mér mjög mikið. Til dæmis finnst mér mikilvægt að nefna Ljónshjarta, sem eru samtök fyrir unga ekkla og ekkjur. Þar fór ég í sorgarhóp í byrjun 2019 þar sem við vorum fimm til sex konur sem töluðum mikið saman. Þegar „námskeiðið“ var búið bauð Ljónshjarta okkur eina nótt á hóteli. Sú ferð gaf mér ótrúlega mikið og þar fann ég fyrst að núna yrði ég að fara að koma mér upp og hugsa um framtíðina okkar Emblu.“ Sjöfn segist tvímælalaust mæla með því að fólk sem lendir í sambærilegum aðstæðum hafi samband Ljónsharta er með samning við Litlu kvíðameðferðarstöðina þar sem að börn sem missa foreldri sitt fá sálfræðimeðferð frítt, eins oft og lengi og þau þurfa. Það er allt í boði Ljónshjarta, eitthvað sem ríkið býður ekki upp á.“ Vinnustaðir geta líka gert mikið. „Yfirmaðurinn minn, hann Denni, hjá Matfugli er einstakur. Það hjálpaði mér til dæmis mjög mikið að fara eiginlega strax að vinna því þá náði ég að gleyma mér í smá stund og þetta var á þeim tíma sem mér leið sem verst. En Denni var svo skilningsríkur og samkomulagið okkar var eiginlega bara þannig að ef mér fannst ég ekki geta meira, var bara allt í lagi þótt ég færi afsíðis, grenjaði svolítið og síðan kom ég bara aftur fram að vinna. Þetta er eitthvað sem yfirmenn og vinnustaðir mega hafa í huga.“ Þegar ungt fólk á í hlut, er líka algengt að peningamálin geta verið flókin eftir andlát því eins og í tilfelli Sjafnar og Loga, voru þau trúlofuð og búin að eignast barn saman, en ekki gift. „Þegar að við seldum mína íbúð vorum við ekkert að pæla í því að ég myndi kaupa mig inn í hans íbúð, því við vorum að reyna að eignast annað barn og ætluðum frekar að stækka. Þegar Logi dó, erfði Embla Rún hann en ég var réttindalaus gagnvart ríkinu og sýslumanni. Ég var því allt í einu komin í þá stöðu að ég átti ekkert í heimilinu okkar en átti að leigja það af eins árs gamalli dóttur minni. Sem var skrýtin staða að vera í,“ segir Sjöfn. Lausnin að henni fannst var því að kaupa fimmtíu prósent hlut í íbúðinni og eiga á móti Emblu Rún. Sýslumaðurinn sagði hins vegar nei við því. Foreldrar Loga eru samt svo frábær. Þau fengu góðan lögfræðing til að ganga í málið og eftir að hafa gengið á milli sýslumanns og Dómsmálaráðuneytisins í tvö ár fékkst það loks í gegn að ég mátti kaupa fimmtíu prósent í íbúðinni. Þetta er fordæmisgefandi og mikilvægt fyrir fólk sem lendir í sambærilegum aðstæðum: Nú vitið þið að þið megið kaupa helminginn á móti eignarhlut barna ykkar sem þau erfa frá foreldri.“ Þegar viðtalið er tekið, er komið kvöld í Noregi. Embla Rún er sofnuð og Siggi sér til þess að Sjöfn hafi algjört næði fyrir langt og tilfinningaþrungið samtal. Oft er grátið en líka hlegið. Því minningar geta verið hvoru tveggja í senn: Svo ljúfsárar og sætar. Ertu með einhver skilaboð til ungs fólks sem lendir mögulega í þeirri stöðu að missa maka sinn og standa eftir ein með lítið barn eða börn? „Já. Ég myndi fyrst og fremst hvetja fólk til að vera ekki of hörð við sjálfan sig. Því sorgin getur farið með mann á svo rosalega vondan stað og það að það bætist við að finnast ég til dæmis heimsins versta mamma var ekki að hjálpa. Þetta er rosalega erfitt og enn í dag á ég mér mína erfiðu daga. Það skiptir samt svo miklu máli að vera ekki of hörð við okkur sjálf.“ Annað sem Sjöfn vill benda fólki á tengist börnunum. „Það var eitt gott ráð sem kona sagði við mig á þeim tíma sem ég var með þetta ömurlega samviskubit yfir því hvað mér fannst ég vera að vanrækja dóttur mína. En hún sagði: Glöð mamma er góð mamma. Sem þýddi í raun að fyrst þurfti ég að ná áttum sjálf, setja fyrst á mig súrefnisgrímuna áður en ég setti hana á aðra, til þess að geta farið að hugsa um hana. Ég skil það í dag að á þessum tíma var ég hreinlega yfirbuguð af sorg og svo brotin að ég gat ekki hugsað um hana. En í dag hugsa ég oft þessa setningu: Glöð mamma er góð mamma.“
Fjölskyldumál Fjármál heimilisins Íslendingar erlendis Geðheilbrigði Góðu ráðin Ástin og lífið Áskorun Tengdar fréttir Erfðamálin: Hægt að komast undan skuldum og ábyrgðum lána með opinberum skiptum „Með því að fara með dánarbú í opinber skipti eru lögerfingjar í raun að lýsa því yfir að þeir ætla ekki að taka ábyrgð á skuldum hins látna, hvorki núna né til framtíðar,“ segir Pétur Steinn Guðmundsson lögmaður hjá Deloitte Legal og sérfræðingur í skattamálum meðal annars þegar erfðamálin eru rædd. 10. apríl 2023 08:01 Lífið með Parkinson: „Þetta er ekki minningagrein“ „Þetta er ekki minningagrein. Mér finnst mikilvægt að hafa þetta skemmtilegt líka,“ segir Magnús Bragason þegar viðtalinu er að ljúka. 9. apríl 2023 07:00 Makamissir og veikindi: „Mér fannst aðalatriðið vera að hann kæmi heim“ „Ég var búin lifa það versta því það er ekkert verra en að missa barn. En munurinn var samt sá að þá héldum við Ási utan um hvort annað á næturnar og grétum saman. Núna var ég ein,“ segir Rúna Didriksen um sársaukann og sorgina sem fylgir því að missa maka sinn til áratuga, en Rúna missti einnig son í bílslysi árið 1987. 26. mars 2023 07:00 Samsett fjölskylda: Stjúpforeldrar oft óöryggir með hlutverk sitt Í flestum stórfjölskyldum þekkjast dæmi um samsettar fjölskyldur. Þar sem par tekur saman með börn úr fyrra sambandi, ýmist frá öðrum aðilanum eða báðum. 12. mars 2023 09:00 Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Kaupmálar 50+: „Mér finnst uppkomin börn oft ansi frek til fjárins“ Framhald: „Málið er að mig langar ekki til að deyja“ Sjá meira
Erfðamálin: Hægt að komast undan skuldum og ábyrgðum lána með opinberum skiptum „Með því að fara með dánarbú í opinber skipti eru lögerfingjar í raun að lýsa því yfir að þeir ætla ekki að taka ábyrgð á skuldum hins látna, hvorki núna né til framtíðar,“ segir Pétur Steinn Guðmundsson lögmaður hjá Deloitte Legal og sérfræðingur í skattamálum meðal annars þegar erfðamálin eru rædd. 10. apríl 2023 08:01
Lífið með Parkinson: „Þetta er ekki minningagrein“ „Þetta er ekki minningagrein. Mér finnst mikilvægt að hafa þetta skemmtilegt líka,“ segir Magnús Bragason þegar viðtalinu er að ljúka. 9. apríl 2023 07:00
Makamissir og veikindi: „Mér fannst aðalatriðið vera að hann kæmi heim“ „Ég var búin lifa það versta því það er ekkert verra en að missa barn. En munurinn var samt sá að þá héldum við Ási utan um hvort annað á næturnar og grétum saman. Núna var ég ein,“ segir Rúna Didriksen um sársaukann og sorgina sem fylgir því að missa maka sinn til áratuga, en Rúna missti einnig son í bílslysi árið 1987. 26. mars 2023 07:00
Samsett fjölskylda: Stjúpforeldrar oft óöryggir með hlutverk sitt Í flestum stórfjölskyldum þekkjast dæmi um samsettar fjölskyldur. Þar sem par tekur saman með börn úr fyrra sambandi, ýmist frá öðrum aðilanum eða báðum. 12. mars 2023 09:00
Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03