Eitt af þeim veiðisvæðum sem hafa verið að gefa vel er Kárastaðasvæðið en það er Fish Partner sem selur leyfi á það. Fínar veiðifréttir eru að berast þaðan en til að mynda veiddust ellefu urriðar þar í gær. Besti tíminn er annað hvort eldsnemma á morgnana eða mjög seint á kvöldin og fiskarnir sem hafa verið að veiðast eru flestir á bilinu 65-80 sm en nokkrir stærri hafa haft betur gegn veiðimönnum.
Örfáar lausar stangir eru á vefnum á Fish Partner og við eiginlega megum til með að mæla með svæðinu fyrir þá veiðimenn og veiðikonur sem eiga eftir að takast á við einn vænann urriða í Þingvallavatni því það er reynsla sem engin gleymir.