Fundirnir sem felldu Arnar Sindri Sverrisson skrifar 14. apríl 2023 09:48 Arnar Þór Viðarsson var rekinn í lok mars eftir að hafa tekið við landsliðinu í árslok 2020. Getty/Han Myung-Gu Örlög Arnars Þórs Viðarssonar sem landsliðsþjálfara karla í fótbolta réðust endanlega á fjörutíu mínútna fundi stjórnar KSÍ á Teams 30. mars. KSÍ virðist nú hafa fundið eftirmann Arnars í Norðmanninum Åge Hareide sem áður hafði verið í sigti sambandsins þegar Arnar var ráðinn, en þá var Hareide nýbúinn að skrifa undir samning við norska félagið Rosenborg. Rætt var ítarlega um stöðu A-landsliðs karla á stjórnarfundi KSÍ miðvikudaginn 29. mars, þremur dögum eftir að Ísland vann sinn stærsta sigur í mótsleik frá upphafi þegar það vann 7-0 á útivelli gegn Liechtenstein. Tapið gegn Bosníu í sömu ferð, 3-0, varð hins vegar til þess að hljóðið í stjórnarmönnum var þungt varðandi stöðu landsliðsins. Í fundargerð frá fundi stjórnar KSÍ, sem nú hefur verið birt á vef sambandsins, segir: „Rætt var ítarlega um stöðu A landsliðs karla og var það samdóma álit stjórnar að síðasti landsliðsgluggi hafi verið vonbrigði. Ljóst er að trú á þá vegferð sem liðið er á hefur dvínað og ákveðið að ræða málið nánar á framhaldsfundi daginn eftir.“ Sá fundur fór fram í gegnum Teams eins og fyrr segir og tók fjörutíu mínútur. Fundinn sátu eftirtaldir stjórnarmenn auk Klöru Bjartmarz framkvæmdastjóra sem ritaði fundargerðina: Vanda Sigurgeirsdóttir formaður, Borghildur Sigurðardóttir varaformaður, Sigfús Ásgeir Kárason varaformaður, Halldór Breiðfjörð Jóhannsson, Helga Helgadóttir, Ívar Ingimarsson, Orri Hlöðversson, Pálmi Haraldsson, Tinna Hrund Hlynsdóttir og Unnar Stefán Sigurðsson. Í fundargerð segir að niðurstaðan hafi verið þessi: „Stjórn KSÍ samþykkti að leysa Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfara A landsliðs karla frá starfsskyldum sínum frá og með deginum í dag, 30. mars 2023. Stjórn KSÍ samþykkti að fela formanni KSÍ, Vöndu Sigurgeirdóttur, að leiða ferlið við tilkynningu til landsliðsþjálfara um ákvörðun stjórnar og hefja leit að nýjum landsliðsþjálfara.“ Landslið karla í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir Arnar tjáir sig: „Tímasetningin óskiljanleg“ Arnar Þór Viðarsson, sem var sagt upp störfum sem landsliðsþjálfari karla í fótbolta í vikunni, sat fyrir svörum í fótboltaþættinum Extra Time á flæmsku ríkissjónvarpsstöðinni VRT í gærkvöld. Hann kveðst ósáttur við uppsögnina en stoltur af sínum störfum. 4. apríl 2023 08:30 Ekki trú á að Arnar sé rétti maðurinn Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir að stjórn sambandsins hafi ekki lengur haft trú á því að Arnar Þór Viðarsson væri rétti maðurinn til að koma íslenka karlalandsliðinu í fótbolta á stórmót. 30. mars 2023 18:01 Arnar Þór rekinn Stjórn KSÍ hefur rekið Arnar Þór Viðarsson úr starfi þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 30. mars 2023 16:06 Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira
KSÍ virðist nú hafa fundið eftirmann Arnars í Norðmanninum Åge Hareide sem áður hafði verið í sigti sambandsins þegar Arnar var ráðinn, en þá var Hareide nýbúinn að skrifa undir samning við norska félagið Rosenborg. Rætt var ítarlega um stöðu A-landsliðs karla á stjórnarfundi KSÍ miðvikudaginn 29. mars, þremur dögum eftir að Ísland vann sinn stærsta sigur í mótsleik frá upphafi þegar það vann 7-0 á útivelli gegn Liechtenstein. Tapið gegn Bosníu í sömu ferð, 3-0, varð hins vegar til þess að hljóðið í stjórnarmönnum var þungt varðandi stöðu landsliðsins. Í fundargerð frá fundi stjórnar KSÍ, sem nú hefur verið birt á vef sambandsins, segir: „Rætt var ítarlega um stöðu A landsliðs karla og var það samdóma álit stjórnar að síðasti landsliðsgluggi hafi verið vonbrigði. Ljóst er að trú á þá vegferð sem liðið er á hefur dvínað og ákveðið að ræða málið nánar á framhaldsfundi daginn eftir.“ Sá fundur fór fram í gegnum Teams eins og fyrr segir og tók fjörutíu mínútur. Fundinn sátu eftirtaldir stjórnarmenn auk Klöru Bjartmarz framkvæmdastjóra sem ritaði fundargerðina: Vanda Sigurgeirsdóttir formaður, Borghildur Sigurðardóttir varaformaður, Sigfús Ásgeir Kárason varaformaður, Halldór Breiðfjörð Jóhannsson, Helga Helgadóttir, Ívar Ingimarsson, Orri Hlöðversson, Pálmi Haraldsson, Tinna Hrund Hlynsdóttir og Unnar Stefán Sigurðsson. Í fundargerð segir að niðurstaðan hafi verið þessi: „Stjórn KSÍ samþykkti að leysa Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfara A landsliðs karla frá starfsskyldum sínum frá og með deginum í dag, 30. mars 2023. Stjórn KSÍ samþykkti að fela formanni KSÍ, Vöndu Sigurgeirdóttur, að leiða ferlið við tilkynningu til landsliðsþjálfara um ákvörðun stjórnar og hefja leit að nýjum landsliðsþjálfara.“
Landslið karla í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir Arnar tjáir sig: „Tímasetningin óskiljanleg“ Arnar Þór Viðarsson, sem var sagt upp störfum sem landsliðsþjálfari karla í fótbolta í vikunni, sat fyrir svörum í fótboltaþættinum Extra Time á flæmsku ríkissjónvarpsstöðinni VRT í gærkvöld. Hann kveðst ósáttur við uppsögnina en stoltur af sínum störfum. 4. apríl 2023 08:30 Ekki trú á að Arnar sé rétti maðurinn Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir að stjórn sambandsins hafi ekki lengur haft trú á því að Arnar Þór Viðarsson væri rétti maðurinn til að koma íslenka karlalandsliðinu í fótbolta á stórmót. 30. mars 2023 18:01 Arnar Þór rekinn Stjórn KSÍ hefur rekið Arnar Þór Viðarsson úr starfi þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 30. mars 2023 16:06 Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira
Arnar tjáir sig: „Tímasetningin óskiljanleg“ Arnar Þór Viðarsson, sem var sagt upp störfum sem landsliðsþjálfari karla í fótbolta í vikunni, sat fyrir svörum í fótboltaþættinum Extra Time á flæmsku ríkissjónvarpsstöðinni VRT í gærkvöld. Hann kveðst ósáttur við uppsögnina en stoltur af sínum störfum. 4. apríl 2023 08:30
Ekki trú á að Arnar sé rétti maðurinn Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir að stjórn sambandsins hafi ekki lengur haft trú á því að Arnar Þór Viðarsson væri rétti maðurinn til að koma íslenka karlalandsliðinu í fótbolta á stórmót. 30. mars 2023 18:01
Arnar Þór rekinn Stjórn KSÍ hefur rekið Arnar Þór Viðarsson úr starfi þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 30. mars 2023 16:06