Bjargaði lífi sínu með þrjóskunni Stefán Árni Pálsson skrifar 14. apríl 2023 10:30 Elíza sigraðist á krabbameininu eftir að hafa ýtt á að komast í skoðun, þrátt fyrir að lítið hafi verið gert úr hennar einkennum. Tónlistarkonan Elíza Geirsdóttir Newman fékk brjóstakrabbamein og hefur sagt frá því hvernig hún þurfti að berjast fyrir því að fá almennilega skoðun þegar hún fann hnút í öðru brjóstinu. En hún gafst ekki upp fyrr en hún fékk myndatöku og alvöru skoðun, en læknar höfðu meðal annars sagt henni að þetta væri líklegast hormónatengt eða innvortis marblettur og hún þyrfti ekki að hafa áhyggjur. Þegar hún svo sjálf skráði sig í skoðun hjá Krabbameinsfélaginu kom í ljós æxli og hún var send strax í krabbameinsmeðferð og er hún í dag við góða heilsu því krabbameinið hafði ekki náð að dreifa sér í eitlana. Vala Matt ræddi við Elízu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og fékk baráttusöguna hennar. Elíza hefur verið ein af fremstu söngkonum landsins um árabil og gaf nýverið út plötuna Wonder Days sem hún vann að á meðan hún var í bataferlinu og er hún alveg einstök og snertir mann beint í hjartað. Erfitt að fá tíma hjá heimilislækni „Síðastliðin þrjú ár hafa verið svolítið rússíbanareið. Í byrjun Covid finn ég fyrir hnút í brjóstinu á mér og er farin að fá smá verki. Ég fer að láta skoða þetta hjá heimilislækni í Keflavík og hann segir að þetta sé líklegast hormónatengt og ég sé mögulega að byrja á breytingaskeiðinu,“ segir Elíza og heldur áfram. „Ég finn þetta aftur einum og hálfum mánuði síðar og þá er allt lokað og ég get ekki fengið tíma hjá heimilislækni. Ég hringi og tala við lækni í símann og hann segir að þetta sé sennilega ekki neitt en sendir samt beiðni um að ég fari í tékk. Svo líður mánuður og þá fæ ég hitta lækni, þriðja lækninn. Hann skoðar mig og segir að þetta sé nú líklega fæðingarblettur inni í mér og ekkert til að hafa áhyggjur af. Hann segir að ef ég vill vera alveg örugg skuli ég bóka mér tíma sjálf hjá Krabbameinsfélaginu sem ég og geri. Þar fer ég í myndatöku og þá fer allt á fullt,“ segir Elíza. Hún segist hafa fengið símtal þremur dögum seinna. „Ég fæ að vita að það sé krabbamein í æxlinu og þá tekur við einhver annar pakki. Þetta eru alveg fimm mánuðir sem líða þar sem ég veit að það er eitthvað að. Ég er með verki en það er ekkert hlustað. Ég fer beint í lyfjameðferð og þetta var mjög erfitt en líkaminn minn höndlaði þetta samt vel. Beint eftir þá meðferð fer ég síðan í fleygskurð og um jólin þetta sama ár er ég búin í lyfjameðferð og fleygskurði. Svo eftir áramótin fer ég í geislameðferð. Sem betur fer var þetta ekki búið að dreifa sér í eitlana og gekk alveg ótrúleg vel, miðað við að þetta var mjög hraðvaxandi og erfitt krabbamein,“ segir Elíza en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Fleiri fréttir Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Sjá meira
En hún gafst ekki upp fyrr en hún fékk myndatöku og alvöru skoðun, en læknar höfðu meðal annars sagt henni að þetta væri líklegast hormónatengt eða innvortis marblettur og hún þyrfti ekki að hafa áhyggjur. Þegar hún svo sjálf skráði sig í skoðun hjá Krabbameinsfélaginu kom í ljós æxli og hún var send strax í krabbameinsmeðferð og er hún í dag við góða heilsu því krabbameinið hafði ekki náð að dreifa sér í eitlana. Vala Matt ræddi við Elízu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og fékk baráttusöguna hennar. Elíza hefur verið ein af fremstu söngkonum landsins um árabil og gaf nýverið út plötuna Wonder Days sem hún vann að á meðan hún var í bataferlinu og er hún alveg einstök og snertir mann beint í hjartað. Erfitt að fá tíma hjá heimilislækni „Síðastliðin þrjú ár hafa verið svolítið rússíbanareið. Í byrjun Covid finn ég fyrir hnút í brjóstinu á mér og er farin að fá smá verki. Ég fer að láta skoða þetta hjá heimilislækni í Keflavík og hann segir að þetta sé líklegast hormónatengt og ég sé mögulega að byrja á breytingaskeiðinu,“ segir Elíza og heldur áfram. „Ég finn þetta aftur einum og hálfum mánuði síðar og þá er allt lokað og ég get ekki fengið tíma hjá heimilislækni. Ég hringi og tala við lækni í símann og hann segir að þetta sé sennilega ekki neitt en sendir samt beiðni um að ég fari í tékk. Svo líður mánuður og þá fæ ég hitta lækni, þriðja lækninn. Hann skoðar mig og segir að þetta sé nú líklega fæðingarblettur inni í mér og ekkert til að hafa áhyggjur af. Hann segir að ef ég vill vera alveg örugg skuli ég bóka mér tíma sjálf hjá Krabbameinsfélaginu sem ég og geri. Þar fer ég í myndatöku og þá fer allt á fullt,“ segir Elíza. Hún segist hafa fengið símtal þremur dögum seinna. „Ég fæ að vita að það sé krabbamein í æxlinu og þá tekur við einhver annar pakki. Þetta eru alveg fimm mánuðir sem líða þar sem ég veit að það er eitthvað að. Ég er með verki en það er ekkert hlustað. Ég fer beint í lyfjameðferð og þetta var mjög erfitt en líkaminn minn höndlaði þetta samt vel. Beint eftir þá meðferð fer ég síðan í fleygskurð og um jólin þetta sama ár er ég búin í lyfjameðferð og fleygskurði. Svo eftir áramótin fer ég í geislameðferð. Sem betur fer var þetta ekki búið að dreifa sér í eitlana og gekk alveg ótrúleg vel, miðað við að þetta var mjög hraðvaxandi og erfitt krabbamein,“ segir Elíza en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Fleiri fréttir Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Sjá meira