Ómar segist ekki skulda skattinum krónu Jakob Bjarnar skrifar 13. apríl 2023 12:25 Þeir Ómar og Reynir hafa lengi eldað grátt silfur. Ómar segir frétt á mannlif.is vera hálfsannleik. Hann skuldi skattinum ekki krónu þrátt fyrir að í frétt Mannlífs komi fram að hann standi frammi fyrir himinhárri skuld. vísir/vilhelm/aðsend Ómar R. Valdimarsson lögmaður segir nýlega frétt sem birtist á mannlif.is vera ranga í öllum meginatriðum. Hann vandar Reyni Traustasyni ritstjóra ekki kveðjurnar. „Þetta er nú ljóta ruglið. Ég fékk athugasemd frá skattinum við skattskil, þau voru leiðrétt í kjölfarið. Ég fékk sekt í framhaldinu sem hefur verið greidd að fullu og ég skulda skattinum ekki krónu,“ segir Ómar í samtali við Vísi; „hvorki ég, kona mín né félög sem okkur tengjast.“ Segir fréttina hálfsannleik sem oftast sé óhrekjandi lygi Á Mannlífsvefnum birtist nú í morgun frétt undir fyrirsögninni: „Ómar lögmaður skuldar skattinum tugmilljónir – Fasteign eiginkonunnar í Garðabæ kyrrsett“. Ómar birtist heldur skuggalegur á vef Mannlífs í morgun. Lögmaðurinn vill meina að hefndarhugur ritstjórans hafi ráðið skrifunum sem séu í besta falli hálfsannleikur.skjáskot Þar segir að Ómar megi sæta því að fasteign í Garðabæ, „sem skráð er á eiginkonu hans, Margréti Ýr Ingimarsdóttur, [hafi] verið kyrrsett vegna himinhárrar skattaskuldar.“ Í fréttinni segir að ekki liggi fyrir hvernig skuldin sé til komin vegna þess að Ómar hafi ekki svarað spurningum miðilsins. „Samkvæmt skjalfestum heimildum Mannlífs hefur fasteignin verið kyrrsett í framhaldi af því að bankareikningur lögmannsins var frystur,“ segir enn fremur í fréttinni. Er þetta þá algerlega úr lausu lofti gripið? „Nei, þetta var kyrrsett upphaflega. Og ég fékk sekt. Ég borgaði hana. „Case closed“. Ómar kallaði eftir staðfestingu frá skattinum þess efnis að allt sé í skilum hvað sig varði þar á bæ og má sjá skjáskot af bréfi þess efnis hér neðar. Ómar segist spurður ekki vera með tímalínu málsins alveg á hraðbergi. „Þetta kom upp 2022 og voru upphaflega deildar meiningar um fjárhæðir, eins og gengur og gerist. Þegar niðurstaðan lá fyrir í lok síðasta árs og í upphafi þessa, þá var allt borgað upp í topp.“ Telur hefndarhug ráða skrifunum Ómar telur að undirliggjandi sé að ritstjórinn Reynir sé að svala andúð sinni á sér með því að birta frétt sem er í meginatriðum röng. En þeir Ómar og Reynir hafa eldað grátt silfur lengi. „Þetta er smámál sem er verið að reyna að blása út af því að ég hef staðið Reyni Traustason ítrekað að rangfærslum i skrifum sínum. Hann hefur fengið fjóra áfellisdóma hjá siðanefnd Blaðamannafélags Íslands eftir kvartanir mínar undan honum þar, fyrir viðskiptavini. Það leiddi til þess að maðurinn, sem borgaði honum fyrir falsfréttir sínar og illmælgi, hætti að borga honum.“ Spurður hvort hann hyggist kæra fréttaflutninginn segir Ómar erfitt að eltast við ærulausan mann sem Reynir sé. „Allt að einu er óhjákvæmilegt að íhuga málið og gera í það minnsta athugasemd við þessi skrif.“ Skattar og tollar Fjölmiðlar Lögmennska Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
„Þetta er nú ljóta ruglið. Ég fékk athugasemd frá skattinum við skattskil, þau voru leiðrétt í kjölfarið. Ég fékk sekt í framhaldinu sem hefur verið greidd að fullu og ég skulda skattinum ekki krónu,“ segir Ómar í samtali við Vísi; „hvorki ég, kona mín né félög sem okkur tengjast.“ Segir fréttina hálfsannleik sem oftast sé óhrekjandi lygi Á Mannlífsvefnum birtist nú í morgun frétt undir fyrirsögninni: „Ómar lögmaður skuldar skattinum tugmilljónir – Fasteign eiginkonunnar í Garðabæ kyrrsett“. Ómar birtist heldur skuggalegur á vef Mannlífs í morgun. Lögmaðurinn vill meina að hefndarhugur ritstjórans hafi ráðið skrifunum sem séu í besta falli hálfsannleikur.skjáskot Þar segir að Ómar megi sæta því að fasteign í Garðabæ, „sem skráð er á eiginkonu hans, Margréti Ýr Ingimarsdóttur, [hafi] verið kyrrsett vegna himinhárrar skattaskuldar.“ Í fréttinni segir að ekki liggi fyrir hvernig skuldin sé til komin vegna þess að Ómar hafi ekki svarað spurningum miðilsins. „Samkvæmt skjalfestum heimildum Mannlífs hefur fasteignin verið kyrrsett í framhaldi af því að bankareikningur lögmannsins var frystur,“ segir enn fremur í fréttinni. Er þetta þá algerlega úr lausu lofti gripið? „Nei, þetta var kyrrsett upphaflega. Og ég fékk sekt. Ég borgaði hana. „Case closed“. Ómar kallaði eftir staðfestingu frá skattinum þess efnis að allt sé í skilum hvað sig varði þar á bæ og má sjá skjáskot af bréfi þess efnis hér neðar. Ómar segist spurður ekki vera með tímalínu málsins alveg á hraðbergi. „Þetta kom upp 2022 og voru upphaflega deildar meiningar um fjárhæðir, eins og gengur og gerist. Þegar niðurstaðan lá fyrir í lok síðasta árs og í upphafi þessa, þá var allt borgað upp í topp.“ Telur hefndarhug ráða skrifunum Ómar telur að undirliggjandi sé að ritstjórinn Reynir sé að svala andúð sinni á sér með því að birta frétt sem er í meginatriðum röng. En þeir Ómar og Reynir hafa eldað grátt silfur lengi. „Þetta er smámál sem er verið að reyna að blása út af því að ég hef staðið Reyni Traustason ítrekað að rangfærslum i skrifum sínum. Hann hefur fengið fjóra áfellisdóma hjá siðanefnd Blaðamannafélags Íslands eftir kvartanir mínar undan honum þar, fyrir viðskiptavini. Það leiddi til þess að maðurinn, sem borgaði honum fyrir falsfréttir sínar og illmælgi, hætti að borga honum.“ Spurður hvort hann hyggist kæra fréttaflutninginn segir Ómar erfitt að eltast við ærulausan mann sem Reynir sé. „Allt að einu er óhjákvæmilegt að íhuga málið og gera í það minnsta athugasemd við þessi skrif.“
Skattar og tollar Fjölmiðlar Lögmennska Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira