Veður

Hiti að tíu stigum en víða nætur­frost

Atli Ísleifsson skrifar
Gert er ráð fyrir hita á bilinu fjögur til tíu stigum, en víða næturfrosti.
Gert er ráð fyrir hita á bilinu fjögur til tíu stigum, en víða næturfrosti. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustlægri eða breytilegri átt í dag, víða á bilinu þrír til átta metrar á sekúndu, en átta til fimmtán metrar á sekúndu með suðausturströndinni og í kringum Öræfajökul.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að það verði rigning með köflum austan- og suðaustanlands og stöku skúr á Suðurlandi seinni partinn.

Í öðrum landshlutum verður að mestu léttskýjað en þó einhver þokuslæðingur til fjalla framan af degi um norðanvert landið. Hiti á bilinu fjögur til tíu stig en víða næturfrost.

Gert er ráð fyrir hita á bilinu fjögur til tíu stigum, en víða næturfrosti.Vísir/Vilhelm

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Norðlæg eða breytileg átt, yfirleitt 5-10 m/s. Dálitlar skúrir eða él á Norður- og Austurlandi og hiti um eða yfir frostmarki, en víða bjartviðri sunnanlands með 4 til 10 stiga hita yfir daginn.

Á laugardag: Hæg breytileg átt og bjart með köflum, en vaxandi austanátt og þykknar upp sunnantil eftir hádegi. Hiti 3 til 10 stig að deginum, hlýjast á Suður- og Vesturlandi.

Á sunnudag: Austan og suðaustan 8-15 og rigning en lengst af þurrt á Norðurlandi. Bætir í úrkomu suðaustantil seinni partinn. Hiti 4 til 11 stig.

Á mánudag: Sunnanátt og rigning með köflum, en að mestu bjart norðaustanlands. Hiti breytist lítið.

Á þriðjudag: Suðlæg átt og skúrir, en yfirleitt bjart um landið norðaustanvert. Hlýtt í veðri.

Á miðvikudag: Útlit fyrir suðaustlæga átt og skýjað, en bjartvirði norðantil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×