Kom Pascal til bjargar þegar hann átti ekki fyrir mat Máni Snær Þorláksson skrifar 12. apríl 2023 17:27 Sarah Paulson og Pedro Pascal hafa verið vinir í þrjá áratugi. Getty/Jeff Kravitz Leikararnir Sarah Paulson og Pedro Pascal hafa verið perluvinir í þrjá áratugi. Í dag eru ferlar þeirra beggja á mikilli siglingu en það var ekki alltaf raunin. Paulson segir að á sínum tíma hafi hún þurft að gefa honum pening til að eiga fyrir mat. „Það voru tímar þar sem ég gaf honum pening sem ég fékk fyrir mína vinnu svo hann gæti átt pening til að borða,“ útskýrir Paulson í samtali við Esquire tímaritið. Um er að ræða ummæli sem höfð eru eftir Paulson í viðtali við Pascal í tímaritinu. Í viðtalinu lýsir Pascal hvernig þessi tími var, þegar ferillinn virtist ekki ætla að ganga upp eins og hann hafði ímyndað sér: „Mín sýn var sú að ef ég væri ekki búinn að vekja gríðarlega athygli þegar ég var orðinn tuttugu og níu ára þá væri þetta búið. Svo ég var alltaf að endurhugsa hvað það þýddi að helga líf mitt starfinu og gefa upp á bátinn hugmyndina um hvernig ég hélt að þetta yrði þegar ég var krakki.“ Pascal ákvað að gefast ekki upp og halda ótrauður áfram. Það hefur svo sannarlega skilað sér því í dag er hann gífurlega vinsæll. Hann fer til að mynda með aðalhlutverkið í tveimur af vinsælustu þáttaröðum heims, The Last of Us og The Mandalorian. Kynntust fyrir þremur áratugum Paulson og Pascal kynntust þegar sá síðarnefndi var í námi í NYU Tisch listaháskólanum árið 1993. Þá kynntist hann hópi af nýstúdentum úr LaGuardia High skólanum, þar á meðal Paulson. Hún segir að hópurinn hafi á þeim tíma eytt miklum tíma í að horfa á kvikmyndir saman. Vinátta þeirra hefur lifað góðu lífi síðan þá. Paulson og Pascal hafa til dæmis deilt myndum saman af sér á Instagram og verið mynduð saman á rauðum dreglum. Hollywood Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
„Það voru tímar þar sem ég gaf honum pening sem ég fékk fyrir mína vinnu svo hann gæti átt pening til að borða,“ útskýrir Paulson í samtali við Esquire tímaritið. Um er að ræða ummæli sem höfð eru eftir Paulson í viðtali við Pascal í tímaritinu. Í viðtalinu lýsir Pascal hvernig þessi tími var, þegar ferillinn virtist ekki ætla að ganga upp eins og hann hafði ímyndað sér: „Mín sýn var sú að ef ég væri ekki búinn að vekja gríðarlega athygli þegar ég var orðinn tuttugu og níu ára þá væri þetta búið. Svo ég var alltaf að endurhugsa hvað það þýddi að helga líf mitt starfinu og gefa upp á bátinn hugmyndina um hvernig ég hélt að þetta yrði þegar ég var krakki.“ Pascal ákvað að gefast ekki upp og halda ótrauður áfram. Það hefur svo sannarlega skilað sér því í dag er hann gífurlega vinsæll. Hann fer til að mynda með aðalhlutverkið í tveimur af vinsælustu þáttaröðum heims, The Last of Us og The Mandalorian. Kynntust fyrir þremur áratugum Paulson og Pascal kynntust þegar sá síðarnefndi var í námi í NYU Tisch listaháskólanum árið 1993. Þá kynntist hann hópi af nýstúdentum úr LaGuardia High skólanum, þar á meðal Paulson. Hún segir að hópurinn hafi á þeim tíma eytt miklum tíma í að horfa á kvikmyndir saman. Vinátta þeirra hefur lifað góðu lífi síðan þá. Paulson og Pascal hafa til dæmis deilt myndum saman af sér á Instagram og verið mynduð saman á rauðum dreglum.
Hollywood Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira