„Ég er augljóslega mjög fúll“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. apríl 2023 21:20 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var eðlilega súr og svekktur eftir að liðinu var sópað úr leik í átta liða úrslitum Subway-deildar karla. Vísir/Hulda Margrét Grindavík er úr leik í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta eftir ósigur á útivelli gegn Njarðvík, 102-93, fyrr í kvöld í þriðja leik liðanna. Það var því að vonum ekki bjart yfir Jóhanni Þór Ólafssyni, þjálfara Grindvíkinga, þegar fréttamaður Vísis ræddi við hann að leik loknum. „Ég er augljóslega mjög fúll. Það er súrt að allt sé búið og líka hvernig við dettum út, það er líka hundfúlt. Þetta er bara fúlt.“ Jóhann var afar óánægður með fyrri hálfleikinn hjá Grindavík í þessum þriðja leik en liðið var tuttugu stigum undir í hálfleik. „Við erum aftur ekki með fyrstu tuttugu mínúturnar og þar liggur hundurinn grafinn. Það er bara einfalt. Við erum með lykilmenn í einhverju móki. Við eigum erfitt með að einbeita okkur að uppleggi. Við vorum að leggja leikinn upp á ákveðinn hátt. Það voru atvinnumenn í liðinu sem voru á 50 prósent hraða. Það eru þessir strákar sem eiga hrós skilið sem eru að halda okkur inn í þessu og koma okkur inn í þetta aftur.“ Jóhann var því næst spurður hvort það hefði verið helsta vandamálið í leik Grindvíkinga að illa hafi gengið að framfylgja því sem var lagt upp með fyrir fram. „Við vorum bara ekki klárir. Ég get ekki svarað fyrir það núna eftir leik. Næsta spurning.“ Grindavíkurliðið fer núna í sumarfrí og næsta verkefni þess er einfaldlega komandi leiktíð sem hefst að hausti. Grindavík komst síðast í gegnum átta liða úrslit deildarinnar 2017. Jóhann var ekki með svör á reiðum höndum svo skömmu eftir síðasta leik liðsins á þessari leiktíð hvaða breytingar þyrfti hugsanlega að gera hjá félaginu til að auka líkurnar á að komast lengra. „Ég veit það ekki. Þessi deild er eitthvað það fáránlegasta sem til er. Það eru níu til tíu lið sem ætla sér að vinna mótið að hausti. Við höfum ekki verið í þeirri stöðu. Það er ógeðslega gaman að taka þátt í þessu og fúlt að komast ekki lengra en við erum með lið eins og KR sem er fallið. Þannig að ég myndi segja að við værum í ágætis málum.“ Jóhann var aðalþjálfari Grindavíkur frá 2015-2019 og tók aftur við stöðunni fyrir þessa leiktíð eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari liðsins veturinn 2021-2022. Það er óljóst á þessari stundu hvort hann verður áfram aðalþjálfari. „Ég veit það ekki. Þetta var einhver skítaredding í sumar og ég veit ekki hvað verður. Það verður bara að koma í ljós,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson að lokum. Subway-deild karla UMF Grindavík UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 102-93 | Njarðvíkingar fyrstir í undanúrslit Njarðvík varð í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Subway-deildar karla er liðið vann níu stiga sigur gegn Grindavík í þriðja leik liðanna í kvöld, 102-93. Njarðvíkingar hafa því unnið alla þrjá leiki liðanna í átta liða úrslitum og eru á leið í undanúrslit, en Grindvíkingar á leið í sumarfrí. 11. apríl 2023 20:00 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
„Ég er augljóslega mjög fúll. Það er súrt að allt sé búið og líka hvernig við dettum út, það er líka hundfúlt. Þetta er bara fúlt.“ Jóhann var afar óánægður með fyrri hálfleikinn hjá Grindavík í þessum þriðja leik en liðið var tuttugu stigum undir í hálfleik. „Við erum aftur ekki með fyrstu tuttugu mínúturnar og þar liggur hundurinn grafinn. Það er bara einfalt. Við erum með lykilmenn í einhverju móki. Við eigum erfitt með að einbeita okkur að uppleggi. Við vorum að leggja leikinn upp á ákveðinn hátt. Það voru atvinnumenn í liðinu sem voru á 50 prósent hraða. Það eru þessir strákar sem eiga hrós skilið sem eru að halda okkur inn í þessu og koma okkur inn í þetta aftur.“ Jóhann var því næst spurður hvort það hefði verið helsta vandamálið í leik Grindvíkinga að illa hafi gengið að framfylgja því sem var lagt upp með fyrir fram. „Við vorum bara ekki klárir. Ég get ekki svarað fyrir það núna eftir leik. Næsta spurning.“ Grindavíkurliðið fer núna í sumarfrí og næsta verkefni þess er einfaldlega komandi leiktíð sem hefst að hausti. Grindavík komst síðast í gegnum átta liða úrslit deildarinnar 2017. Jóhann var ekki með svör á reiðum höndum svo skömmu eftir síðasta leik liðsins á þessari leiktíð hvaða breytingar þyrfti hugsanlega að gera hjá félaginu til að auka líkurnar á að komast lengra. „Ég veit það ekki. Þessi deild er eitthvað það fáránlegasta sem til er. Það eru níu til tíu lið sem ætla sér að vinna mótið að hausti. Við höfum ekki verið í þeirri stöðu. Það er ógeðslega gaman að taka þátt í þessu og fúlt að komast ekki lengra en við erum með lið eins og KR sem er fallið. Þannig að ég myndi segja að við værum í ágætis málum.“ Jóhann var aðalþjálfari Grindavíkur frá 2015-2019 og tók aftur við stöðunni fyrir þessa leiktíð eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari liðsins veturinn 2021-2022. Það er óljóst á þessari stundu hvort hann verður áfram aðalþjálfari. „Ég veit það ekki. Þetta var einhver skítaredding í sumar og ég veit ekki hvað verður. Það verður bara að koma í ljós,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson að lokum.
Subway-deild karla UMF Grindavík UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 102-93 | Njarðvíkingar fyrstir í undanúrslit Njarðvík varð í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Subway-deildar karla er liðið vann níu stiga sigur gegn Grindavík í þriðja leik liðanna í kvöld, 102-93. Njarðvíkingar hafa því unnið alla þrjá leiki liðanna í átta liða úrslitum og eru á leið í undanúrslit, en Grindvíkingar á leið í sumarfrí. 11. apríl 2023 20:00 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 102-93 | Njarðvíkingar fyrstir í undanúrslit Njarðvík varð í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Subway-deildar karla er liðið vann níu stiga sigur gegn Grindavík í þriðja leik liðanna í kvöld, 102-93. Njarðvíkingar hafa því unnið alla þrjá leiki liðanna í átta liða úrslitum og eru á leið í undanúrslit, en Grindvíkingar á leið í sumarfrí. 11. apríl 2023 20:00