Sjóbirtingsveiðin fór vel af stað í Kjósinni Karl Lúðvíksson skrifar 11. apríl 2023 11:25 Þessi veiddist í Laxá í Kjós í gær. Frábær skilyrði eru til veiða í ánni. Mynd: Laxá í Kjós FB Sjóbirtingsveiðin í Laxá í Kjós er farin af stað og byrjar eins og víða á landi mjög vel enda skilyrðin til veiða afskaplega góð. Tímabilið í Laxá í Kjós er ekki nema 30 dagar og það verður líklega mjög gaman hjá þeim sem eiga daga framundan því það er nóg af sjóbirting ennþá í ánni og skilyrðin til veiða frábær. Það er nokkuð mikið vatn núna þegar það er góð snjóbráð og lofthitinn 7-8 gráður. Gæti ekki verið betra. Það er aðeins veitt á fjórar stangir og veiðin hjá þeim var tuttugu fiskar sem var landað á fyrstu kvöldvakt. Stærðin á fiskinum var 55-80 sm. Það er eiginlega nauðsyn að minna þá sem vilja veiða þarna að bóka sig fyrir næsta vor núna því svæðið nýtur þvílíkra vinsælda að það komast færri að en vilja. Stangveiði Mest lesið Risavaxinn bleikja úr Eyjafjarðará Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Eitt magnaðasta veiðisvæði landsins Veiði Síðustu fjögur holl fóru öll yfir 100 laxa Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði Líklega ein besta opnun í Laxá í Mý í 10 ár Veiði Elliðaárnar opnuðu í gær Veiði 24 punda hængur úr Víðidalsá Veiði
Tímabilið í Laxá í Kjós er ekki nema 30 dagar og það verður líklega mjög gaman hjá þeim sem eiga daga framundan því það er nóg af sjóbirting ennþá í ánni og skilyrðin til veiða frábær. Það er nokkuð mikið vatn núna þegar það er góð snjóbráð og lofthitinn 7-8 gráður. Gæti ekki verið betra. Það er aðeins veitt á fjórar stangir og veiðin hjá þeim var tuttugu fiskar sem var landað á fyrstu kvöldvakt. Stærðin á fiskinum var 55-80 sm. Það er eiginlega nauðsyn að minna þá sem vilja veiða þarna að bóka sig fyrir næsta vor núna því svæðið nýtur þvílíkra vinsælda að það komast færri að en vilja.
Stangveiði Mest lesið Risavaxinn bleikja úr Eyjafjarðará Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Eitt magnaðasta veiðisvæði landsins Veiði Síðustu fjögur holl fóru öll yfir 100 laxa Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði Líklega ein besta opnun í Laxá í Mý í 10 ár Veiði Elliðaárnar opnuðu í gær Veiði 24 punda hængur úr Víðidalsá Veiði