Tapið þýddi að FCK missti toppsæti deildarinnar til Nordsjælland sem er nú einu stigi fyrir ofan Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og félaga þeirra í FCK.
Nokkrir af stuðningsmönnum FCK gengu berserksgang inni á salernum leikvangs Randers eftir tapið og á myndum á Twitter má sjá að þeir mölbrutu meðal annars klósett og börðu vaska niður af veggjum.
Á Twitter-síðu Randers er skrifað, kannski í nokkuð kaldhæðnislegum tón: „Kæru „stuðningsmenn“ FC Köbenhavn. Takk fyrir heimsóknina og takk sérstaklega fyrir stemninguna sem þið sköpuðuð hér með ykkar hegðun. En væruð þið til í að hætta að brjóta klósettin? Við vitum að þið fengið leyfi til að hoppa í stúkunni en…“
Kære "fans" af @FCKobenhavn,
— Randers FC (@Randers_FC) April 10, 2023
Tak for besøget - og stor cadeau herfra for jeres stemningsskabende adfærd.
Men vil ikke I godt lade være med at smadre toiletterne? Vi ved godt, at vi gav jer lov til at hoppe på tribunen, men... #sldk #rfcfck #fcklive pic.twitter.com/nhkzQ2auxD
Forsvarsmenn FCK biðu ekki boðanna og hafa þegar boðist til að greiða fyrir ný klósett og bæta upp þann skaða sem stuðningsmenn félagsins ollu.
„Þetta er mjög leitt að sjá. Þetta er heimskulegt. Við höfum rætt við stuðningsmannahópana okkar sem sömuleiðis harma svona hegðun. Við munum finna ný klósett og vaska til að senda til Randers,“ skrifar FCK á Twitter.
Svipað vandamál kom upp í bikarleik FCK gegn Vejle í síðustu viku en þá munu tveir vaskar hafa verið brotnir.