Rahm veitti samlanda sínum virðingu eftir sigurinn á Masters Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. apríl 2023 09:00 John Rahm í jakkanum fræga. EPA-EFE/JOHN G MABANGLO Jon Rahm varð á sunnudag fjórði Spánverjinn til að landa sigri á hinu fornfræga Masters-móti í golfi. Fjörutíu ár eru síðan samlandi hans Seve Ballesteros vann mótið og vottaði Rahm honum virðingu sína að móti loknu. Rahm hafði betur gegn Brooks Koepka á lokadegi Masters og tryggði sér sigur á mótinu og þar með græna jakkann sem og efsta sæti heimslistans. Vegna veðurs hægðist verulega á mótinu framan af en lokadagurinn var sannkallaður maraþondagur þar sem kylfingar þurftu sumir hverjir að klára þriðja hring sinn áður en haldið var í fjórða og síðasta hring mótsins. Hinn 28 ára gamli Rahm endaði mótið á 12 undir pari og tryggði sér þar með sinn annan sigur á risamóti í golfi. „Okkur kylfingum dreymir öllum um augnablik sem þessi. Maður reynir að sjá þau fyrir sér og hvernig það verður þegar þau raungerast,“ sagði Rahm að móti loknu. „Bjóst aldrei við að ég myndi gráta þegar ég ynni golfmót en ég var virkilega nálægt því á 18. holunni. Mikið af því er sökum þess hvað þetta þýðir fyrir mig og golf á Spáni. Þetta er 10. risamótið sem Spánn vinnur, er fjórði kylfingurinn til að vinna Masters og minn annar risatitill. Þetta er frekar magnað.“ Jon Rahm paid an emotional tribute to Seve Ballesteros after winning The Masters pic.twitter.com/sda3ZOomNC— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 10, 2023 „Saga leiksins er stór ástæða þess að ég spila og Seve spilar þar stórt hlutverk. Ef það væri ekki fyrir Ryder-bikarinn árið 1997, ég og faðir minn tölum reglulega um það, þá veit ég ekki hvar ég eða við sem fjölskylda værum. Að ná að klára dæmið, sléttum 40 árum frá því að hann vann og það á Páskasunnudegi þýðir rosalega mikið fyrir mig,“ sagi Rahm að endingu. Golf Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rahm hafði betur gegn Brooks Koepka á lokadegi Masters og tryggði sér sigur á mótinu og þar með græna jakkann sem og efsta sæti heimslistans. Vegna veðurs hægðist verulega á mótinu framan af en lokadagurinn var sannkallaður maraþondagur þar sem kylfingar þurftu sumir hverjir að klára þriðja hring sinn áður en haldið var í fjórða og síðasta hring mótsins. Hinn 28 ára gamli Rahm endaði mótið á 12 undir pari og tryggði sér þar með sinn annan sigur á risamóti í golfi. „Okkur kylfingum dreymir öllum um augnablik sem þessi. Maður reynir að sjá þau fyrir sér og hvernig það verður þegar þau raungerast,“ sagði Rahm að móti loknu. „Bjóst aldrei við að ég myndi gráta þegar ég ynni golfmót en ég var virkilega nálægt því á 18. holunni. Mikið af því er sökum þess hvað þetta þýðir fyrir mig og golf á Spáni. Þetta er 10. risamótið sem Spánn vinnur, er fjórði kylfingurinn til að vinna Masters og minn annar risatitill. Þetta er frekar magnað.“ Jon Rahm paid an emotional tribute to Seve Ballesteros after winning The Masters pic.twitter.com/sda3ZOomNC— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 10, 2023 „Saga leiksins er stór ástæða þess að ég spila og Seve spilar þar stórt hlutverk. Ef það væri ekki fyrir Ryder-bikarinn árið 1997, ég og faðir minn tölum reglulega um það, þá veit ég ekki hvar ég eða við sem fjölskylda værum. Að ná að klára dæmið, sléttum 40 árum frá því að hann vann og það á Páskasunnudegi þýðir rosalega mikið fyrir mig,“ sagi Rahm að endingu.
Golf Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira