Klopp biður stuðningsmenn Liverpool afsökunar Arnar Geir Halldórsson skrifar 9. apríl 2023 12:45 Jürgen Klopp hefur náð stórkostlegum árangri hjá Liverpool en yfirstandandi leiktíð hefur ekki gengið vel. Getty/James Gill Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segist bera alla ábyrgð á lélegu gengi liðsins í vetur en er sannfærður um að liðið muni nýta reynsluna til góðs síðar meir. Klopp var heiðarlegur í viðtali við SkySports í aðdraganda stórleiksins gegn Arsenal í dag þar sem hann talaði um að frammistaða liðsins á yfirstandandi leiktíð væri ekki boðleg fyrir stuðningsmenn félagsins. „Ég finn til með fólkinu okkar sem hefur ekki fengið tímabilið sem þau óskuðu eftir. En ég vona að í stóra samhenginu munu þau gleyma þessu tímabili.“ „Mér er alveg sama hvað við gerðum í fyrra eða árin á undan. Ég ber 100% ábyrgð á þessu rugli í vetur og ég er ekki glaður með það.“ "I'm 100% responsible for this rubbish" Strong words from Jurgen Klopp pic.twitter.com/GgJFDDPGZm— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 9, 2023 Klopp útskýrði einnig hvað honum finnst hafa farið úrskeiðis. „Leikmönnum skortir sjálfstraust, það er augljóst. Heimsklassa leikmenn eru að skila skrýtnum frammistöðum. Það byrjaði með meiðslum og einhverjir leikmenn fóru of snemma af stað eftir meiðsli. Við höfum aldrei náð flugi á þessu tímabili,“ segir Klopp. Liverpool situr í 8.sæti deildarinnar þegar tíu leikir eru eftir og ljóst að allt þarf að ganga upp fyrir liðið í lokaumferðunum til að ná Meistaradeildarsæti. „Við þurfum að komast í gegnum það og mér finnst það ekkert mál. Eftir 10-15 ár verður þetta tímabil kannski ekki einn af hápunktum félagsins en vonandi getum við lært mikið af því og nýtt okkur þá reynslu á næstu leiktíð.“ „Við þurfum að berjast í gegnum þetta og það er erfitt. Ef það væri létt myndu þeir ekki borga mér svona há laun fyrir þetta starf. Þetta hefur verið ofurskrýtið tímabil. Við höfum unnið tvo af stærstu sigrum í sögu félagsins en svo tapað stigum viku síðar,“ segir Klopp. Leikur Liverpool og Arsenal hefst klukkan 15:30 í dag og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Enski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Sjá meira
Klopp var heiðarlegur í viðtali við SkySports í aðdraganda stórleiksins gegn Arsenal í dag þar sem hann talaði um að frammistaða liðsins á yfirstandandi leiktíð væri ekki boðleg fyrir stuðningsmenn félagsins. „Ég finn til með fólkinu okkar sem hefur ekki fengið tímabilið sem þau óskuðu eftir. En ég vona að í stóra samhenginu munu þau gleyma þessu tímabili.“ „Mér er alveg sama hvað við gerðum í fyrra eða árin á undan. Ég ber 100% ábyrgð á þessu rugli í vetur og ég er ekki glaður með það.“ "I'm 100% responsible for this rubbish" Strong words from Jurgen Klopp pic.twitter.com/GgJFDDPGZm— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 9, 2023 Klopp útskýrði einnig hvað honum finnst hafa farið úrskeiðis. „Leikmönnum skortir sjálfstraust, það er augljóst. Heimsklassa leikmenn eru að skila skrýtnum frammistöðum. Það byrjaði með meiðslum og einhverjir leikmenn fóru of snemma af stað eftir meiðsli. Við höfum aldrei náð flugi á þessu tímabili,“ segir Klopp. Liverpool situr í 8.sæti deildarinnar þegar tíu leikir eru eftir og ljóst að allt þarf að ganga upp fyrir liðið í lokaumferðunum til að ná Meistaradeildarsæti. „Við þurfum að komast í gegnum það og mér finnst það ekkert mál. Eftir 10-15 ár verður þetta tímabil kannski ekki einn af hápunktum félagsins en vonandi getum við lært mikið af því og nýtt okkur þá reynslu á næstu leiktíð.“ „Við þurfum að berjast í gegnum þetta og það er erfitt. Ef það væri létt myndu þeir ekki borga mér svona há laun fyrir þetta starf. Þetta hefur verið ofurskrýtið tímabil. Við höfum unnið tvo af stærstu sigrum í sögu félagsins en svo tapað stigum viku síðar,“ segir Klopp. Leikur Liverpool og Arsenal hefst klukkan 15:30 í dag og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Enski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Sjá meira