Gott veðurútlit fyrir tvöfaldan lokadag á Masters | Útsending hefst í hádeginu Arnar Geir Halldórsson skrifar 9. apríl 2023 10:16 Masters mótinu lýkur í dag. vísir/Getty Keppni á Masters mótinu í golfi mun ljúka í dag eftir erilsama helgi. Í tvígang hefur þurft að fresta keppni, í bæði skiptin vegna veðurs og á því enn eftir að leika margar holur af keppnishring númer þrjú. Bein útsending frá hring þrjú hefst klukkan 12:30 á Stöð 2 Sport 4. Klukkan 17:30 hefst svo útsending fyrir lokahringinn þar sem sérfræðingar í setti munu hita upp fyrir lokahringinn sem hefst um klukkan 18:00. Þorsteinn Hallgrímsson og Haraldur Franklín Magnús fara yfir málin með Rikka G fyrir lokahringinn. Á föstudag þurfti að fresta keppni vegna þrumuveðurs og í gær rigndi sem hellt væri úr fötu á Augusta vellinum sem varð að endingu óleikfær. Gott veðurútlit er í dag og ekkert sem ætti að koma í veg fyrir að kylfingum takist að klára mótið. Saturday was testing. It required grit and determination. But, the real test is tomorrow, when the final round begins and the final chapter of the 2023 Masters is written. #themasters pic.twitter.com/6jX5NzZ7lu— The Masters (@TheMasters) April 9, 2023 Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka er með sterka stöðu fyrir lokadaginn en hann leiðir mótið á samtals þrettán höggum undir pari. Jon Rahm er annar á samtals níu höggum undir pari. Við förum í loftið 12:30 í dag á Sport 4 þar sem við klárum dag 3.Það er allavega klárt að það verður leikið til þrautar í dag, ekkert stopp, engin leiðindi. Við verðum í setti 17:30 og hitum upp fyrir lokahringinn. Gleðilega páska. pic.twitter.com/Oe7vfHw4so— Rikki G (@RikkiGje) April 9, 2023 Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Í tvígang hefur þurft að fresta keppni, í bæði skiptin vegna veðurs og á því enn eftir að leika margar holur af keppnishring númer þrjú. Bein útsending frá hring þrjú hefst klukkan 12:30 á Stöð 2 Sport 4. Klukkan 17:30 hefst svo útsending fyrir lokahringinn þar sem sérfræðingar í setti munu hita upp fyrir lokahringinn sem hefst um klukkan 18:00. Þorsteinn Hallgrímsson og Haraldur Franklín Magnús fara yfir málin með Rikka G fyrir lokahringinn. Á föstudag þurfti að fresta keppni vegna þrumuveðurs og í gær rigndi sem hellt væri úr fötu á Augusta vellinum sem varð að endingu óleikfær. Gott veðurútlit er í dag og ekkert sem ætti að koma í veg fyrir að kylfingum takist að klára mótið. Saturday was testing. It required grit and determination. But, the real test is tomorrow, when the final round begins and the final chapter of the 2023 Masters is written. #themasters pic.twitter.com/6jX5NzZ7lu— The Masters (@TheMasters) April 9, 2023 Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka er með sterka stöðu fyrir lokadaginn en hann leiðir mótið á samtals þrettán höggum undir pari. Jon Rahm er annar á samtals níu höggum undir pari. Við förum í loftið 12:30 í dag á Sport 4 þar sem við klárum dag 3.Það er allavega klárt að það verður leikið til þrautar í dag, ekkert stopp, engin leiðindi. Við verðum í setti 17:30 og hitum upp fyrir lokahringinn. Gleðilega páska. pic.twitter.com/Oe7vfHw4so— Rikki G (@RikkiGje) April 9, 2023
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira