„Við erum að ná vopnum okkar aftur“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 7. apríl 2023 21:08 Ívar S. Kristinsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair segir ákvörðunina ekki vera tekna með pólitík eða muninn á viðskiptaumhverfi Evrópu og Bandaríkjanna í huga. Vísir/Steingrímur Dúi Icelandair og Airbus hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á þrettán flugvélum og kauprétt að tólf flugvélum umfram það. Ljóst er að um gríðarlegar upphæðir er að ræða og segir fjármálastjóri fyrirtækisins að félagið sé að ná vopnum sínum á ný eftir erfiða tíma. Um þáttaskil í sögu félagsins er að ræða enda hafa Icelandair og forverar þess einungis flogið Boeing þotum allt frá því að Flugfélag Íslands fékk fyrstu Boeing 727 þotuna afhenta árið 1967. Airbus vélarnar, sem verða að gerðinni A321LR og A321XLR verða arftakar Boeing 757 og á næstu árum mun félagið reka blandaðann flota. Nýju vélarnar eru bæði langdrægari og geta rúmað fleiri farþega heldur en Boeing 757 og Boeing 737 MAX vélar. Kaupverðið er trúnaðarmál en opinbert gangverð þessara nýju véla er um átján milljarðar króna og því um gríðarlegar upphæðir að ræða. Líklegt verður að telja að samningurinn sé einn allra stærsti viðskiptasamningur íslandssögunnar. Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair segir þetta stóran dag í sögu félagsins. „Þetta er mjög stór dagur og við erum mjög ánægð með að þessi viljayfirlýsing sé í höfn. Þetta er árangur langrar vinnu stórs hóp shjá okkur og mótaðilunum, bæði Airbus og Boeing. Þannig að þetta er mjög ánægjulegur dagur.“ Icelandair gerir ráð fyrir því að leigja Airbus vélar frá árinu 2025 en fyrstu vélarnar sem samið er um í viljayfirlýsingunni verða afhentar árið 2029. Áframhaldandi Boeing lausnir hafi einnig verið skoðaðar. „Þar voru tveir kostir sem komu til greina. Annars vegar að halda áfram með Boeing lausn sem væri þá sambland af Max og breiðþotum og hins vegar að fara sem milliskref í sambland af flota af Max og Neo vélum og fara í langdrægari vélarnar og það var niðurstaðan.“ „Við erum að ná vopnum okkar aftur eftir erfiða tíma. Við sjáum til framtíðar gríðarlega möguleika fólgna í þessum nýju vélum.“ Tengist ákvörðunin að einhverju leiti staðsetningu framleiðandanna? „Þessi ákvörðun snýst fyrst og fremst um gæði og getu þessara flugvéla og hefur ekkert með að gera pólitík eða viðskiptaumhvrefi í Evrópu eða Ameríku.“ Icelandair Airbus Boeing Fréttir af flugi Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Um þáttaskil í sögu félagsins er að ræða enda hafa Icelandair og forverar þess einungis flogið Boeing þotum allt frá því að Flugfélag Íslands fékk fyrstu Boeing 727 þotuna afhenta árið 1967. Airbus vélarnar, sem verða að gerðinni A321LR og A321XLR verða arftakar Boeing 757 og á næstu árum mun félagið reka blandaðann flota. Nýju vélarnar eru bæði langdrægari og geta rúmað fleiri farþega heldur en Boeing 757 og Boeing 737 MAX vélar. Kaupverðið er trúnaðarmál en opinbert gangverð þessara nýju véla er um átján milljarðar króna og því um gríðarlegar upphæðir að ræða. Líklegt verður að telja að samningurinn sé einn allra stærsti viðskiptasamningur íslandssögunnar. Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair segir þetta stóran dag í sögu félagsins. „Þetta er mjög stór dagur og við erum mjög ánægð með að þessi viljayfirlýsing sé í höfn. Þetta er árangur langrar vinnu stórs hóp shjá okkur og mótaðilunum, bæði Airbus og Boeing. Þannig að þetta er mjög ánægjulegur dagur.“ Icelandair gerir ráð fyrir því að leigja Airbus vélar frá árinu 2025 en fyrstu vélarnar sem samið er um í viljayfirlýsingunni verða afhentar árið 2029. Áframhaldandi Boeing lausnir hafi einnig verið skoðaðar. „Þar voru tveir kostir sem komu til greina. Annars vegar að halda áfram með Boeing lausn sem væri þá sambland af Max og breiðþotum og hins vegar að fara sem milliskref í sambland af flota af Max og Neo vélum og fara í langdrægari vélarnar og það var niðurstaðan.“ „Við erum að ná vopnum okkar aftur eftir erfiða tíma. Við sjáum til framtíðar gríðarlega möguleika fólgna í þessum nýju vélum.“ Tengist ákvörðunin að einhverju leiti staðsetningu framleiðandanna? „Þessi ákvörðun snýst fyrst og fremst um gæði og getu þessara flugvéla og hefur ekkert með að gera pólitík eða viðskiptaumhvrefi í Evrópu eða Ameríku.“
Icelandair Airbus Boeing Fréttir af flugi Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira