Konur eiga ekki upp á pallborðið: „Vissi að ég yrði ekki kosin“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. apríl 2023 11:30 Lisa Klaveness ræðir við þær Vöndu Sigurgeirsdóttur, Klöru Bjartmarz og Borghildi Sigurðardóttur, sem voru fulltrúar KSÍ á þinginu í Lissabon. Getty 47. ársþing UEFA fór fram í Lissabon í Portúgal í vikunni þar sem Slóveninn Aleksander Čeferin var endurkjörinn sem forseti sambandsins næstu fjögur árin án mótframboðs. Einnig var kosið um framkvæmdastjórn sambandsins til næstu fjögurra ára. Aðeins karlar hlutu kjör til stjórnarsetu. Þrír fulltrúar Knattspyrnusambands Íslands sátu þingið, sem allir voru kvenkyns. Formaðurinn Vanda Sigurgeirsdóttir, varaformaðurinn Borghildur Sigurðardóttir og framkvæmdastjórinn Klara Bjartmarz. Fulltrúar KSÍ á ársþingi @UEFA sem er haldið í Lissabon, Portúgal. Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri, Vanda Sigurgeirsdóttir formaður og Borghildur Sigurðardóttir varaformaður.#UEFAcongress pic.twitter.com/cmoAY3Qvpa— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 5, 2023 Vakti athygli í nóvember Lisa Klaveness, forseti norska knattspyrnusambandsins, var eina konan sem bauð sig fram í framkvæmdastjórn UEFA fyrir fund vikunnar. Hún spratt fram á sjónarsviðið í nóvember síðastliðnum þegar hún bað FIFA um að „hjálpa farandverkamönnum og gera meira til að gæta réttinda hinsegin aðdáenda á HM í Katar“ á Doha þinginu sem fram fór í Katar í aðdraganda heimsmeistaramótsins. Ræða hennar á þinginu vakti heimsathygli og var misvel tekið í karllægum heimi knattspyrnunnar, þá sérstaklega hjá gestgjöfum Katara – sem hafa síðustu misseri kallað eftir viðbrögðum heimsins við „ófrægingarherferð vestrænna ríkja“ gegn Persaflóaríkinu. Vilyrði um tvöfalt fleiri atkvæði Í samtali við franska blaðamanninn Phillippe Auclair hjá Eurosport segist Klaveness hafa sinnt kosningabaráttu síðustu mánuði og hitti 40 af 54 forsetum evrópskra knattspyrnusambanda á einum sólarhring á ársþingi FIFA í Kigali í síðasta mánuði. Hún hefur síðan rætt við alla aðra forsetana evrópsku sambandanna, að forsetum sambanda Rússlands og Belarús undanskildum. Fulltrúar þeirra tveggja ríkja höfðu kjörrétt á þingi vikunnar í Lissabon, þrátt fyrir að öll lið frá Rússlandi og Belarús séu útilokuð frá keppnum UEFA vegna innrásarinnar í Úkraínu. Klaveness fékk aðeins 18 atkvæði af 55 sem er tæplega helmingur þess sem hún fékk vilyrði um við fundarhöld með forsetum sambandanna. Klaveness var ein fjögurra í framboði sem náði ekki kjöri en sjö aðilar voru kjörnir í framkvæmdastjórnina. Hún fékk næst fæst atkvæði, en aðeins Rod Petrie frá Skotlandi hlaut færri, 15 talsins. Kjör í framkvæmdastjórn UEFA Armand Duka (Albanía)* 45 atkvæði Jesper Möller Christensen (Danmörk)* 42 atkvæði Petr Fousek (Tékkland) 40 atkvæði Levan Kobiashvili (Georgía) 40 atkvæði Luis Rubiales (Spánn)* 40 atkvæði Phillippe Diallo (Frakkland) 37 atkvæði Andriy Pavelko (Úkraína)* 31 atkvæði -------------- Hugo Quaderer (Liechtenstein) 25 atkvæði Bjorn Vassallo (Malta) 25 atkvæði Lise Klaveness (Noregur) 18 atkvæði Rod Petrie (Skotland) 15 atkvæði - *Viðkomandi er endurkjörinn í stjórn Fótboltinn ekki í takt við samfélagsbreytingar „Þetta var fyrsta skrefið“ segir Klaveness í viðtalinu við Auclair. „Ég sagði aldrei né hugsaði að ég yrði kjörin í þetta skiptið. Ég vissi að þetta yrði afar erfitt,“ „Formgerð fótboltans er í ójafnvægi. Skortur kvenna í valdastöðum er ekki vandamál sem einskorðast við UEFA. UEFA er hluti af vandamálinu, já, en þetta er sýnilegt vandamál í nánast öllum samböndum,“ segir Klaveness og bætir við: „Við búum að strúktúr, menningu og viðhorfum innan félaga, sambanda, fjölmiðla og styrktaraðila sem eru tregir til breytinga – á meðan aðrir kimar samfélagsins þróast hraðar hvað varðar stöðu karla og kvenna til áhrifa.“ Meintur glæpamaður hlaut kjör UEFA hefur enn aldrei kjörið konu í framkvæmdastjórn sambandsins. Það mun þó ein kona sitja fundi stjórnarinnar, hin velska Laura McAllister, sem var sjálfkjörin sem „kvenfulltrúi“ í stjórn. Lög UEFA segja til um að eitt sæti sé tekið frá fyrir konu og McAllister var sú eina sem bauð sig fram í það staka sæti sem tekið er frá fyrir kvenfulltrúa. Andriy Pavelko var kjörinn þrátt fyrir handtöku hans í nóvember síðastliðnum. Hann á dómsmál yfir höfði sér vegna málsins.Getty Þá vakti töluverða athygli að Úkraínumaðurinn Andriy Pavelko var kjörinn í framkvæmdastjórnina með 31 atkvæði, sex meira en næstu menn. Pavelko var handtekinn í höfuðstöðvum úkraínska knattspyrnusambandsins í nóvember síðastliðnum. Hann er sakaður um að hafa svikið út nokkur hundruð þúsund evrur af alþjóðlegri fjárhagsaðstoð sem hefur borist til Úkraínu vegna innrásar Rússa í ríkið. Pavelko var látinn laus gegn tryggingu en kæra vegna meintra glæpa hans hangir enn yfir honum. Þá hefur hann verið áminntur af borgaralegum dómstóli í Kyiv. 31 samstarfsmaður hans treystir honum engu að síður fyrir áframhaldandi starfi í framkvæmdastjórn UEFA – 13 fleiri en treysta Klaveness til verksins. UEFA Fréttaskýringar Jafnréttismál Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Hörður undir feldinn Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Fleiri fréttir Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Sjá meira
Þrír fulltrúar Knattspyrnusambands Íslands sátu þingið, sem allir voru kvenkyns. Formaðurinn Vanda Sigurgeirsdóttir, varaformaðurinn Borghildur Sigurðardóttir og framkvæmdastjórinn Klara Bjartmarz. Fulltrúar KSÍ á ársþingi @UEFA sem er haldið í Lissabon, Portúgal. Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri, Vanda Sigurgeirsdóttir formaður og Borghildur Sigurðardóttir varaformaður.#UEFAcongress pic.twitter.com/cmoAY3Qvpa— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 5, 2023 Vakti athygli í nóvember Lisa Klaveness, forseti norska knattspyrnusambandsins, var eina konan sem bauð sig fram í framkvæmdastjórn UEFA fyrir fund vikunnar. Hún spratt fram á sjónarsviðið í nóvember síðastliðnum þegar hún bað FIFA um að „hjálpa farandverkamönnum og gera meira til að gæta réttinda hinsegin aðdáenda á HM í Katar“ á Doha þinginu sem fram fór í Katar í aðdraganda heimsmeistaramótsins. Ræða hennar á þinginu vakti heimsathygli og var misvel tekið í karllægum heimi knattspyrnunnar, þá sérstaklega hjá gestgjöfum Katara – sem hafa síðustu misseri kallað eftir viðbrögðum heimsins við „ófrægingarherferð vestrænna ríkja“ gegn Persaflóaríkinu. Vilyrði um tvöfalt fleiri atkvæði Í samtali við franska blaðamanninn Phillippe Auclair hjá Eurosport segist Klaveness hafa sinnt kosningabaráttu síðustu mánuði og hitti 40 af 54 forsetum evrópskra knattspyrnusambanda á einum sólarhring á ársþingi FIFA í Kigali í síðasta mánuði. Hún hefur síðan rætt við alla aðra forsetana evrópsku sambandanna, að forsetum sambanda Rússlands og Belarús undanskildum. Fulltrúar þeirra tveggja ríkja höfðu kjörrétt á þingi vikunnar í Lissabon, þrátt fyrir að öll lið frá Rússlandi og Belarús séu útilokuð frá keppnum UEFA vegna innrásarinnar í Úkraínu. Klaveness fékk aðeins 18 atkvæði af 55 sem er tæplega helmingur þess sem hún fékk vilyrði um við fundarhöld með forsetum sambandanna. Klaveness var ein fjögurra í framboði sem náði ekki kjöri en sjö aðilar voru kjörnir í framkvæmdastjórnina. Hún fékk næst fæst atkvæði, en aðeins Rod Petrie frá Skotlandi hlaut færri, 15 talsins. Kjör í framkvæmdastjórn UEFA Armand Duka (Albanía)* 45 atkvæði Jesper Möller Christensen (Danmörk)* 42 atkvæði Petr Fousek (Tékkland) 40 atkvæði Levan Kobiashvili (Georgía) 40 atkvæði Luis Rubiales (Spánn)* 40 atkvæði Phillippe Diallo (Frakkland) 37 atkvæði Andriy Pavelko (Úkraína)* 31 atkvæði -------------- Hugo Quaderer (Liechtenstein) 25 atkvæði Bjorn Vassallo (Malta) 25 atkvæði Lise Klaveness (Noregur) 18 atkvæði Rod Petrie (Skotland) 15 atkvæði - *Viðkomandi er endurkjörinn í stjórn Fótboltinn ekki í takt við samfélagsbreytingar „Þetta var fyrsta skrefið“ segir Klaveness í viðtalinu við Auclair. „Ég sagði aldrei né hugsaði að ég yrði kjörin í þetta skiptið. Ég vissi að þetta yrði afar erfitt,“ „Formgerð fótboltans er í ójafnvægi. Skortur kvenna í valdastöðum er ekki vandamál sem einskorðast við UEFA. UEFA er hluti af vandamálinu, já, en þetta er sýnilegt vandamál í nánast öllum samböndum,“ segir Klaveness og bætir við: „Við búum að strúktúr, menningu og viðhorfum innan félaga, sambanda, fjölmiðla og styrktaraðila sem eru tregir til breytinga – á meðan aðrir kimar samfélagsins þróast hraðar hvað varðar stöðu karla og kvenna til áhrifa.“ Meintur glæpamaður hlaut kjör UEFA hefur enn aldrei kjörið konu í framkvæmdastjórn sambandsins. Það mun þó ein kona sitja fundi stjórnarinnar, hin velska Laura McAllister, sem var sjálfkjörin sem „kvenfulltrúi“ í stjórn. Lög UEFA segja til um að eitt sæti sé tekið frá fyrir konu og McAllister var sú eina sem bauð sig fram í það staka sæti sem tekið er frá fyrir kvenfulltrúa. Andriy Pavelko var kjörinn þrátt fyrir handtöku hans í nóvember síðastliðnum. Hann á dómsmál yfir höfði sér vegna málsins.Getty Þá vakti töluverða athygli að Úkraínumaðurinn Andriy Pavelko var kjörinn í framkvæmdastjórnina með 31 atkvæði, sex meira en næstu menn. Pavelko var handtekinn í höfuðstöðvum úkraínska knattspyrnusambandsins í nóvember síðastliðnum. Hann er sakaður um að hafa svikið út nokkur hundruð þúsund evrur af alþjóðlegri fjárhagsaðstoð sem hefur borist til Úkraínu vegna innrásar Rússa í ríkið. Pavelko var látinn laus gegn tryggingu en kæra vegna meintra glæpa hans hangir enn yfir honum. Þá hefur hann verið áminntur af borgaralegum dómstóli í Kyiv. 31 samstarfsmaður hans treystir honum engu að síður fyrir áframhaldandi starfi í framkvæmdastjórn UEFA – 13 fleiri en treysta Klaveness til verksins.
Kjör í framkvæmdastjórn UEFA Armand Duka (Albanía)* 45 atkvæði Jesper Möller Christensen (Danmörk)* 42 atkvæði Petr Fousek (Tékkland) 40 atkvæði Levan Kobiashvili (Georgía) 40 atkvæði Luis Rubiales (Spánn)* 40 atkvæði Phillippe Diallo (Frakkland) 37 atkvæði Andriy Pavelko (Úkraína)* 31 atkvæði -------------- Hugo Quaderer (Liechtenstein) 25 atkvæði Bjorn Vassallo (Malta) 25 atkvæði Lise Klaveness (Noregur) 18 atkvæði Rod Petrie (Skotland) 15 atkvæði - *Viðkomandi er endurkjörinn í stjórn
UEFA Fréttaskýringar Jafnréttismál Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Hörður undir feldinn Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Fleiri fréttir Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Sjá meira