Lampard segir Mount vera lykilmann fyrir Chelsea Smári Jökull Jónsson skrifar 6. apríl 2023 22:30 Frank Lampard fylgist með Mason Mount á æfingu Chelsea í dag. Vísir/Getty Frank Lampard tók við sem bráðabirgðastjóri hjá Chelsea í dag og var ekki lengi að hrósa Mason Mount en síðustu daga hefur verið rætt að Mount gæti verið á leið frá Stamford Bridge í sumar. Chelsea rak Graham Potter á dögunum eftir aðeins nokkra mánuði í starfi. Frank Lampard var síðan í dag ráðinn knattspyrnustjóri út tímabilið en hann var einmitt rekinn frá Chelsea fyrir tæpum tveimur árum síðan. Luis Enrique er meðal þeirra sem hefur verið orðaður við knattspyrnustjórastöðuna hjá Lundaúnaliðinu. Tækifæri Mount síðustu vikurnar hafa hins vegar verið af skornum skammti en samningur Mount rennur út sumarið 2024 og hafa samningaviðræður um nýjan samning gengið brösuglega. Mount hefur verið orðaður við Liverpool síðustu daga og rætt að Jurgen Klopp vilji ólmur fá Mount til að styrkja miðsvæðið hjá Liverpool á næsta tímabili. Þegar Frank Lampard var áður knattspyrnustjóri Chelsea var Mason Mount einn af hans uppáhaldsleikmönnum en enginn lék fleiri mínútur undir stjórn Lampard hjá Chelsea. Það kom því fáum á óvart í dag þegar Lampard jós Mount lofi. „Mason hefur alltaf verið frábær leikmaður hjá mér, bæði hjá Derby og Chelsea,“ sagði Lampard á sínum fyrsta blaðamannafundi síðan hann tók við. „Ég veit að hann hefur verið í meiðslaveseni. Ég þarf að tala við hann og sjá hvar hanns tendur, en ég veit hvað ég fæ frá Mason. Hann er lykilmaður fyrir Chelsea.“ Liverpool have held 'positive' talks over a move for Mason Mount, while Manchester United are also interested pic.twitter.com/d25bga593V— GOAL (@goal) April 4, 2023 Þá sagði Lampard einnig að það hefði verið auðveld ákvörðun að snúa aftur þegar tækifærið gafst. „Þetta er mitt félag. Ég ber miklar tilfinningar til þess.“ „Ég kem hingað með þá trú að ég geti hjálpað þar til loka tímabilsins. Ég mun gera mitt allra besta til að færa stuðningsmönnunum það sem þeir vilja. Það eru miklir hæfileikar í hópnum og ég er spenntur að vinna með þá hæfileika og hjálpa leikmönnunum.“ Enski boltinn Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Chelsea rak Graham Potter á dögunum eftir aðeins nokkra mánuði í starfi. Frank Lampard var síðan í dag ráðinn knattspyrnustjóri út tímabilið en hann var einmitt rekinn frá Chelsea fyrir tæpum tveimur árum síðan. Luis Enrique er meðal þeirra sem hefur verið orðaður við knattspyrnustjórastöðuna hjá Lundaúnaliðinu. Tækifæri Mount síðustu vikurnar hafa hins vegar verið af skornum skammti en samningur Mount rennur út sumarið 2024 og hafa samningaviðræður um nýjan samning gengið brösuglega. Mount hefur verið orðaður við Liverpool síðustu daga og rætt að Jurgen Klopp vilji ólmur fá Mount til að styrkja miðsvæðið hjá Liverpool á næsta tímabili. Þegar Frank Lampard var áður knattspyrnustjóri Chelsea var Mason Mount einn af hans uppáhaldsleikmönnum en enginn lék fleiri mínútur undir stjórn Lampard hjá Chelsea. Það kom því fáum á óvart í dag þegar Lampard jós Mount lofi. „Mason hefur alltaf verið frábær leikmaður hjá mér, bæði hjá Derby og Chelsea,“ sagði Lampard á sínum fyrsta blaðamannafundi síðan hann tók við. „Ég veit að hann hefur verið í meiðslaveseni. Ég þarf að tala við hann og sjá hvar hanns tendur, en ég veit hvað ég fæ frá Mason. Hann er lykilmaður fyrir Chelsea.“ Liverpool have held 'positive' talks over a move for Mason Mount, while Manchester United are also interested pic.twitter.com/d25bga593V— GOAL (@goal) April 4, 2023 Þá sagði Lampard einnig að það hefði verið auðveld ákvörðun að snúa aftur þegar tækifærið gafst. „Þetta er mitt félag. Ég ber miklar tilfinningar til þess.“ „Ég kem hingað með þá trú að ég geti hjálpað þar til loka tímabilsins. Ég mun gera mitt allra besta til að færa stuðningsmönnunum það sem þeir vilja. Það eru miklir hæfileikar í hópnum og ég er spenntur að vinna með þá hæfileika og hjálpa leikmönnunum.“
Enski boltinn Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira