Grindavík og Þróttur áfram í bikarnum Smári Jökull Jónsson skrifar 6. apríl 2023 17:35 Óskar Örn skoraði fyrir Grindavík í dag en hann gekk til liðs við félagið í vetur. Knattspyrnudeild Grindavíkur Grindavík, Þróttur, Þór, Kári, Grótta og KFA tryggðu sér öll sæti í þriðju umferð Mjólkurbikarsins eftir sigra í dag. Sex leikir fóru fram í annarri umferð Mjólkurbikarsins í knattspyrnu í dag. Þrír stórsigrar litu dagsins ljós en spenna var í leik Aftureldingar og Grindavíkur sem og Gróttu og Vestra. Afturelding tók á móti Grindavík í Mosfellsbænum. Grindvíkingar ætla sér stóra hluti í Lengjudeildinni í sumar og hafa styrkt sig með leikmönnum eins og Óskari Erni Haukssyni, Einari Karli Ingvarssyni og Bjarka Aðalsteinssyni. Það var einmitt Óskar Örn Hauksson sem skoraði sigurmark Grindavíkur í dag. Hann skoraði þá frábært mark á 20. mínútu og tíu mínútum síðar varði Aron Dagur Birnuson markvörður Grindavíkur víti frá Arnóri Gauta Ragnarssyni. Lokatölur 1-0 og Grindvíkingar komnir áfram en Mosfellingar úr leik. Á Seltjarnarnesi unnu heimamenn í Gróttu 1-0 sigur á Vestra. Arnþór Páll Hafsteinsson skoraði sigurmarkið strax á annari mínútu leiksins en bæði félögin leika í Lengjudeildinni í sumar. Kári gerði góða ferð á Suðurlandið í hádeginu og vann 3-1 sigur á Árborg á Selfossi. Hilmar Elís Hilmarsson skoraði tvö mörk fyrir Kára og Sigurjón Logi Bergþórsson eitt en Aron Freyr Margeirsson minnkaði muninn fyrir Árborg í uppbótartíma. Í Vestmannaeyjum voru Þróttarar í heimsókn hjá KFS. Sam Hewson, Birkir Björnsson, Jörgen Pettersen og Kári Kristjánsson skoruðu mörk Þróttar í 5-0 sigri en eitt markanna var sjálfsmark Eyjamanna. Þá vann KFA 7-1 sigur á Spyrnu en liðin mættust í Fjarðabyggðarhöllinni. Marteinn Már Sverrisson skoraði þrennu fyrir KFA og Danilo Milenkovic skoraði tvö í öruggum sigri heimamanna. Heiðar Snær Ragnarsson og William Marques bættu þar að auki við mörkum en Brynjar Árnason skoraði mark Spyrnis. Að lokum vann Þór öruggan sigur á KF í Norðurlandsslag í Boganum. Marc Sörensen var með tvö mörk og þeir Alexander Már Þorláksson, Valdimar Daði Sævarsson, Bjarni Guðjón Brynjólfsson og Aron Ingi Magnússon skoruðu einnig í 6-0 sigri. Þriðja umferðin heldur áfram á laugardag þegar tólf leikir fara fram. Mjólkurbikar karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira
Sex leikir fóru fram í annarri umferð Mjólkurbikarsins í knattspyrnu í dag. Þrír stórsigrar litu dagsins ljós en spenna var í leik Aftureldingar og Grindavíkur sem og Gróttu og Vestra. Afturelding tók á móti Grindavík í Mosfellsbænum. Grindvíkingar ætla sér stóra hluti í Lengjudeildinni í sumar og hafa styrkt sig með leikmönnum eins og Óskari Erni Haukssyni, Einari Karli Ingvarssyni og Bjarka Aðalsteinssyni. Það var einmitt Óskar Örn Hauksson sem skoraði sigurmark Grindavíkur í dag. Hann skoraði þá frábært mark á 20. mínútu og tíu mínútum síðar varði Aron Dagur Birnuson markvörður Grindavíkur víti frá Arnóri Gauta Ragnarssyni. Lokatölur 1-0 og Grindvíkingar komnir áfram en Mosfellingar úr leik. Á Seltjarnarnesi unnu heimamenn í Gróttu 1-0 sigur á Vestra. Arnþór Páll Hafsteinsson skoraði sigurmarkið strax á annari mínútu leiksins en bæði félögin leika í Lengjudeildinni í sumar. Kári gerði góða ferð á Suðurlandið í hádeginu og vann 3-1 sigur á Árborg á Selfossi. Hilmar Elís Hilmarsson skoraði tvö mörk fyrir Kára og Sigurjón Logi Bergþórsson eitt en Aron Freyr Margeirsson minnkaði muninn fyrir Árborg í uppbótartíma. Í Vestmannaeyjum voru Þróttarar í heimsókn hjá KFS. Sam Hewson, Birkir Björnsson, Jörgen Pettersen og Kári Kristjánsson skoruðu mörk Þróttar í 5-0 sigri en eitt markanna var sjálfsmark Eyjamanna. Þá vann KFA 7-1 sigur á Spyrnu en liðin mættust í Fjarðabyggðarhöllinni. Marteinn Már Sverrisson skoraði þrennu fyrir KFA og Danilo Milenkovic skoraði tvö í öruggum sigri heimamanna. Heiðar Snær Ragnarsson og William Marques bættu þar að auki við mörkum en Brynjar Árnason skoraði mark Spyrnis. Að lokum vann Þór öruggan sigur á KF í Norðurlandsslag í Boganum. Marc Sörensen var með tvö mörk og þeir Alexander Már Þorláksson, Valdimar Daði Sævarsson, Bjarni Guðjón Brynjólfsson og Aron Ingi Magnússon skoruðu einnig í 6-0 sigri. Þriðja umferðin heldur áfram á laugardag þegar tólf leikir fara fram.
Mjólkurbikar karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira