Stór hópur í lausu lofti eftir nýja skilgreiningu á kulnun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. apríl 2023 16:28 Þær Snædís Eva Sigurðardóttir og Sigrún Ása Þórðardóttir sálfræðingar hjá Styðjandi sálfræðiþjónustu hafa sérhæft sig í greiningu og meðferð á kulnun í rúman áratug. Þær telja að ný skilgreining Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar geti haft slæmar afleiðingar í för með sér. Aðsend Sálfræðingar hafa áhyggjur af því að ný og þrengri skilgreining Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar WHO á kulnun – um að hún geti eingöngu verið vinnutengd – verði til þess að fólk sem búið er að keyra streitukerfið sitt í þrot fái ekki viðurkenningu á vanda sínum og að það geti átt á hættu að fá ranga greiningu. Sálfræðingarnir benda á að það geti verið skaðlegt fyrir fólk í kulnun að fá meðferð við þunglyndi. Vont ástand geti orðið verra. Fréttastofa fjallaði um rannsókn VIRK og nýja skilgreiningu WHO á kulnun seint í febrúarmánuði. Sjá nánar: Sex prósent beiðna til VIRK uppfylltu skilyrði WHO um kulnun Eftir að WHO þrengdi skilgreininguna á kulnun hefur umræðan um þetta sjúkdómsástand tekið nýja stefnu. Rannsókn VIRK sýndi fram á að einungis rúm sex prósent af þeim 58% sem leituðu til VIRK vegna kulnunareinkenna uppfylltu nýju skilgreininguna yfir kulnun. Samkvæmt WHO er kulnun vinnutengdur vandi. Þær Snædís Eva Sigurðardóttir og Sigrún Ása Þórðardóttir sálfræðingar hjá Styðjandi sálfræðiþjónustu hafa sérhæft sig í greiningu og meðferð við kulnun í rúman áratug. Þær telja að nýja greiningin geti haft skaðlegar afleiðingar. „Hér er ekki bara um að ræða fyrirbæri sem tengist vinnustað,“ segir Snædís í hádegisfréttum Bylgjunnar. Stór hópur í lausu lofti eftir nýja skilgreiningu „Þessi skilgreining felur ekki í sér útlistun á sjúkdómsástandinu sem fylgir í kjölfarið og hún er alls ekki nógu umfangsmikil þessi nýja skilgreining; hún nær ekki utan um þau einkenni og þau vandamál sem fólk glímir við eftir að hafa verið undir langvarandi álagi í langan tíma og þá breytir í rauninni ekki miklu þó að álagið sé á vinnustað, í einkalífi eða jafnvel hvaða hugarfar fólks og hvaða innri kröfur keyra þig áfram,“ útskýrir Snædís. Það sé ansi margt sem geti stuðlað að því að streitukerfið fari í gang. Það sé langur vegur frá að einungis vinnustaðurinn geti haft þau áhrif. „Það er nefnilega hætta á að nú sé stór hópur fólks, sem var kannski byrjaður að fá einhvern skilning á vanda sínum og farinn að finna leiðir til að vinna sig út úr honum sem missir fótanna núna.“ Þegar enska orðinu "burnout" er flett upp í leitarkerfi Getty myndabankans þá birtast nær eingöngu ljósmyndir af fólki í kulnun í samhengi við álag á vinnustað. Þær Sigrún og Snædís segja að mun fleiri þættir en vinnustaðurinn geti virkjað streitukerfið og nefna þær til dæmis veikindi fjölskyldumeðlima, erfið parasambönd, barnauppeldi og svo framvegis. Vísir/Getty Ólíkar meðferðir við kulnun og þunglyndi Til dæmis geti þunglyndismeðferð fólks í kulnun gert illt verra. „Þar sem þunglyndi einkennist af lækkuðu geðslagi, gleðileysi og óvirkni þá er meðferðin við því helst fólgin í því að koma fólki í meiri virkni og auka líkur á því að þau fái til baka sínar jákvæðu tilfinningar og vinna með hugarfar sem mögulega heldur geðslaginu lágu. Þetta er mjög erfitt að gera með fólki sem er búið að keyra sitt streitukerfi út og hefur litla hugræna getu og mikla þörf fyrir hvíld.“ Snædís segir að það sé mikilvægt að halda því til haga að vissulega komi það fyrir að fólk sé greint með kulnun sem sé haldið þunglyndi og mikilvægt sé að vanda til verka, gefa réttar greiningar og meðferð í þessu sem og öðru. Mannsheilinn ráði mögulega ekki við kröfur nútímans Þrátt fyrir að Snædís segi að uppspretta kulnunar geti vissulega verið vinnustaðurinn en ekki í öllum tilfellum. „Álag getur komið hvaðanæva að og vinnustaðir vissulega ættu og skulu taka ábyrgð og bera ábyrgð á heilsu sinna starfsmanna og skapa umhverfi sem gerir þeim kleift að vinna sína vinnu og þrífast vel.“ „Það er ansi margt sem stuðlar að því að okkar streitukerfi fer í gang, það fer ekki bara í gang í vinnunni, það geta líka verið aðstæður heima við, það getur verið börnin okkar, veikindi ástvina, fjárhagsáhyggjur og margar skuldbindingar því við lifum nú í samfélagi sem keyrir ansi hart, skulum við segja. Maður hefur áhyggjur af því að kröfur samfélagsins í dag sé nú kannski ekkert alveg í takt við það sem mannsheilinn ræður við yfir höfuð.“ Til frekari glöggvunar hafa þær Snædís og Sigrún skrifað ítarlega grein á Vísi um nýju kulnunargreininguna sem hægt er að lesa hér. Geðheilbrigði Tengdar fréttir Kulnun - stýrir orðfærið ástandinu? Kulnunarhugtakið hefur verið fólki hugleikið um nokkurt skeið og var meðal annars valið orð ársins árið 2018. Í orðfæri Íslendinga hingað til hefur það vísað til þess ástands og líðan þeirra sem hafa þurft á veikindaleyfi að halda í kjölfar mikils álags í langan tíma. 5. apríl 2023 13:16 Algengt að þunglyndir greini sig ranglega með kulnun „Við verðum að greina fólk rétt til þess að það geti fengið viðeigandi gagnreynd úrræði," segir Engilbert Sigurðsson prófessor í geðlækningum. 27. febrúar 2023 20:11 Sex prósent beiðna til VIRK uppfylltu skilyrði WHO um kulnun Fimmtíu og átta prósent umsækjenda um starfsendurhæfingu hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði ráku heilsubrestinn til kulnunar. Niðurstaða þróunarverkefnis á vegum VIRK sýnir aftur á móti að einungis rúm sex prósent þeirra uppfylltu skilyrði Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um kulnun í starfi. 27. febrúar 2023 14:34 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Fréttastofa fjallaði um rannsókn VIRK og nýja skilgreiningu WHO á kulnun seint í febrúarmánuði. Sjá nánar: Sex prósent beiðna til VIRK uppfylltu skilyrði WHO um kulnun Eftir að WHO þrengdi skilgreininguna á kulnun hefur umræðan um þetta sjúkdómsástand tekið nýja stefnu. Rannsókn VIRK sýndi fram á að einungis rúm sex prósent af þeim 58% sem leituðu til VIRK vegna kulnunareinkenna uppfylltu nýju skilgreininguna yfir kulnun. Samkvæmt WHO er kulnun vinnutengdur vandi. Þær Snædís Eva Sigurðardóttir og Sigrún Ása Þórðardóttir sálfræðingar hjá Styðjandi sálfræðiþjónustu hafa sérhæft sig í greiningu og meðferð við kulnun í rúman áratug. Þær telja að nýja greiningin geti haft skaðlegar afleiðingar. „Hér er ekki bara um að ræða fyrirbæri sem tengist vinnustað,“ segir Snædís í hádegisfréttum Bylgjunnar. Stór hópur í lausu lofti eftir nýja skilgreiningu „Þessi skilgreining felur ekki í sér útlistun á sjúkdómsástandinu sem fylgir í kjölfarið og hún er alls ekki nógu umfangsmikil þessi nýja skilgreining; hún nær ekki utan um þau einkenni og þau vandamál sem fólk glímir við eftir að hafa verið undir langvarandi álagi í langan tíma og þá breytir í rauninni ekki miklu þó að álagið sé á vinnustað, í einkalífi eða jafnvel hvaða hugarfar fólks og hvaða innri kröfur keyra þig áfram,“ útskýrir Snædís. Það sé ansi margt sem geti stuðlað að því að streitukerfið fari í gang. Það sé langur vegur frá að einungis vinnustaðurinn geti haft þau áhrif. „Það er nefnilega hætta á að nú sé stór hópur fólks, sem var kannski byrjaður að fá einhvern skilning á vanda sínum og farinn að finna leiðir til að vinna sig út úr honum sem missir fótanna núna.“ Þegar enska orðinu "burnout" er flett upp í leitarkerfi Getty myndabankans þá birtast nær eingöngu ljósmyndir af fólki í kulnun í samhengi við álag á vinnustað. Þær Sigrún og Snædís segja að mun fleiri þættir en vinnustaðurinn geti virkjað streitukerfið og nefna þær til dæmis veikindi fjölskyldumeðlima, erfið parasambönd, barnauppeldi og svo framvegis. Vísir/Getty Ólíkar meðferðir við kulnun og þunglyndi Til dæmis geti þunglyndismeðferð fólks í kulnun gert illt verra. „Þar sem þunglyndi einkennist af lækkuðu geðslagi, gleðileysi og óvirkni þá er meðferðin við því helst fólgin í því að koma fólki í meiri virkni og auka líkur á því að þau fái til baka sínar jákvæðu tilfinningar og vinna með hugarfar sem mögulega heldur geðslaginu lágu. Þetta er mjög erfitt að gera með fólki sem er búið að keyra sitt streitukerfi út og hefur litla hugræna getu og mikla þörf fyrir hvíld.“ Snædís segir að það sé mikilvægt að halda því til haga að vissulega komi það fyrir að fólk sé greint með kulnun sem sé haldið þunglyndi og mikilvægt sé að vanda til verka, gefa réttar greiningar og meðferð í þessu sem og öðru. Mannsheilinn ráði mögulega ekki við kröfur nútímans Þrátt fyrir að Snædís segi að uppspretta kulnunar geti vissulega verið vinnustaðurinn en ekki í öllum tilfellum. „Álag getur komið hvaðanæva að og vinnustaðir vissulega ættu og skulu taka ábyrgð og bera ábyrgð á heilsu sinna starfsmanna og skapa umhverfi sem gerir þeim kleift að vinna sína vinnu og þrífast vel.“ „Það er ansi margt sem stuðlar að því að okkar streitukerfi fer í gang, það fer ekki bara í gang í vinnunni, það geta líka verið aðstæður heima við, það getur verið börnin okkar, veikindi ástvina, fjárhagsáhyggjur og margar skuldbindingar því við lifum nú í samfélagi sem keyrir ansi hart, skulum við segja. Maður hefur áhyggjur af því að kröfur samfélagsins í dag sé nú kannski ekkert alveg í takt við það sem mannsheilinn ræður við yfir höfuð.“ Til frekari glöggvunar hafa þær Snædís og Sigrún skrifað ítarlega grein á Vísi um nýju kulnunargreininguna sem hægt er að lesa hér.
Geðheilbrigði Tengdar fréttir Kulnun - stýrir orðfærið ástandinu? Kulnunarhugtakið hefur verið fólki hugleikið um nokkurt skeið og var meðal annars valið orð ársins árið 2018. Í orðfæri Íslendinga hingað til hefur það vísað til þess ástands og líðan þeirra sem hafa þurft á veikindaleyfi að halda í kjölfar mikils álags í langan tíma. 5. apríl 2023 13:16 Algengt að þunglyndir greini sig ranglega með kulnun „Við verðum að greina fólk rétt til þess að það geti fengið viðeigandi gagnreynd úrræði," segir Engilbert Sigurðsson prófessor í geðlækningum. 27. febrúar 2023 20:11 Sex prósent beiðna til VIRK uppfylltu skilyrði WHO um kulnun Fimmtíu og átta prósent umsækjenda um starfsendurhæfingu hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði ráku heilsubrestinn til kulnunar. Niðurstaða þróunarverkefnis á vegum VIRK sýnir aftur á móti að einungis rúm sex prósent þeirra uppfylltu skilyrði Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um kulnun í starfi. 27. febrúar 2023 14:34 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Kulnun - stýrir orðfærið ástandinu? Kulnunarhugtakið hefur verið fólki hugleikið um nokkurt skeið og var meðal annars valið orð ársins árið 2018. Í orðfæri Íslendinga hingað til hefur það vísað til þess ástands og líðan þeirra sem hafa þurft á veikindaleyfi að halda í kjölfar mikils álags í langan tíma. 5. apríl 2023 13:16
Algengt að þunglyndir greini sig ranglega með kulnun „Við verðum að greina fólk rétt til þess að það geti fengið viðeigandi gagnreynd úrræði," segir Engilbert Sigurðsson prófessor í geðlækningum. 27. febrúar 2023 20:11
Sex prósent beiðna til VIRK uppfylltu skilyrði WHO um kulnun Fimmtíu og átta prósent umsækjenda um starfsendurhæfingu hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði ráku heilsubrestinn til kulnunar. Niðurstaða þróunarverkefnis á vegum VIRK sýnir aftur á móti að einungis rúm sex prósent þeirra uppfylltu skilyrði Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um kulnun í starfi. 27. febrúar 2023 14:34