Það var argentínski sóknarmaðurinn Paulo Dybala sem skoraði sigurmark Roma af vítapunktinum. Mark hans kom eftir átta mínútna leik.
Roma er í harðri baráttu um að komast í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Rómverjar eru í þriðja sæti deildarinnar með 53 stig en þeir eru tveimur stigum á eftir erkifjanda sínum, Lazio.
Mílanóliðin koma þar á eftir en AC Milan hefur 52 stigi í fjórða sæti og Inter er sæti neðar með einu stigi minna.