Lukaku hafi verið að þagga niður í kynþáttaníð þegar rauða spjaldið fór á loft Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. apríl 2023 11:31 Romelu Lukaku skoraði jöfnunarmark Inter í gær, en fékk í kjölfarið að líta rautt spjald. Sportinfoto/DeFodi Images via Getty Images Belgíski framherjinn Romelu Lukaku reyndist hetja Inter er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Juventus í ítölsku bikarkeppninni í fótbolta í gærkvöldi. Lukaku jafnaði metin með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma, en fékk svo að líta sitt annað gula spjald í leiknum fyrir að fagna fyrir framan stuðningsmenn Juvenstus. Lukaku jafnaði metin á fimmtu mínútu uppbótartíma með marki úr vítaspyrnu sem reyndist vera síðasta spyrna leiksins. Í kjölfarið brutust út mikil læti þar sem Lukaku fékk að líta rautt spjald fyrir að fagna í andlit stuðningsmanna Juventus, en þeir Juan Cuadrado, leikmaður Juventus, og Samir Handanovic, markvörður Inter, fengu einnig að líta rauða spjaldið í látunum. Fagnaðarlæti framherjans stöfuðu þó ekki aðeins af gleði. Lukaku og umboðsmaður hans segja að hann hafi orðið fyrir kynþáttaníð af hálfu stuðningsmanna Juventus og að framherjinn hafi ætlað að þagga niður í stuðningsmönnunum. „Kynþáttaníðin sem Romelu Lukaku varð fyrir í kvöld af hálfu stuðningsmanna Juventus í Tórínó var fyrirlitleg og óafsakanleg,“ sagði Michael Yormac, forseti umboðsskrifstofunnar sem sér um mál Lukakus. „Romelu skoraði úr vítaspyrnu seint í leiknum. Fyrir, á meðan og eftir vítaspyrnuna varð hann fyrir fjandsamlegri og ógeðslegri kynþáttaníð. Romelu svaraði því með því að fagna eins og hann gerir alltaf, en dómarinn brást við því með því að sýna honum gult spjald.“ „Romelu á skilið afsökunarbeiðni frá Juventus og ég býst við því að ítalska deildin fordæmi hegðun þessa hóps stuðningsmanna Juventus tafarlaust.“ „Ítölsk yfirvöld verða að nýta þetta tækifæri til að tækla kynþáttafordóma, frekar en að refsa fórnarlambi þeirra.“ A statement from the President of Roc Nation Sports International, Michael Yormark on tonight’s incident involving Romelu Lukaku pic.twitter.com/VSrNOupwdh— Roc Nation Sports International (@RocNationSI) April 4, 2023 Ítalski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Lukaku jafnaði metin á fimmtu mínútu uppbótartíma með marki úr vítaspyrnu sem reyndist vera síðasta spyrna leiksins. Í kjölfarið brutust út mikil læti þar sem Lukaku fékk að líta rautt spjald fyrir að fagna í andlit stuðningsmanna Juventus, en þeir Juan Cuadrado, leikmaður Juventus, og Samir Handanovic, markvörður Inter, fengu einnig að líta rauða spjaldið í látunum. Fagnaðarlæti framherjans stöfuðu þó ekki aðeins af gleði. Lukaku og umboðsmaður hans segja að hann hafi orðið fyrir kynþáttaníð af hálfu stuðningsmanna Juventus og að framherjinn hafi ætlað að þagga niður í stuðningsmönnunum. „Kynþáttaníðin sem Romelu Lukaku varð fyrir í kvöld af hálfu stuðningsmanna Juventus í Tórínó var fyrirlitleg og óafsakanleg,“ sagði Michael Yormac, forseti umboðsskrifstofunnar sem sér um mál Lukakus. „Romelu skoraði úr vítaspyrnu seint í leiknum. Fyrir, á meðan og eftir vítaspyrnuna varð hann fyrir fjandsamlegri og ógeðslegri kynþáttaníð. Romelu svaraði því með því að fagna eins og hann gerir alltaf, en dómarinn brást við því með því að sýna honum gult spjald.“ „Romelu á skilið afsökunarbeiðni frá Juventus og ég býst við því að ítalska deildin fordæmi hegðun þessa hóps stuðningsmanna Juventus tafarlaust.“ „Ítölsk yfirvöld verða að nýta þetta tækifæri til að tækla kynþáttafordóma, frekar en að refsa fórnarlambi þeirra.“ A statement from the President of Roc Nation Sports International, Michael Yormark on tonight’s incident involving Romelu Lukaku pic.twitter.com/VSrNOupwdh— Roc Nation Sports International (@RocNationSI) April 4, 2023
Ítalski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira