Skilur að menn séu sárir og svekktir Valur Páll Eiríksson skrifar 5. apríl 2023 08:00 Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, formaður KKÍ. Vísir/Egill Formaður Körfuknattleikssambands Íslands kallar eftir virðingu fyrir störfum dómara í ljósi hatrammar umræðu í kringum leikbann leikmanns Keflavíkur. Sérstaklega í ljósi þess að úrslitakeppnirnar eru nú komnar af stað þar sem púlsinn á til að hækka enn meira. Mörg spjót úr Keflavíkurhluta Reykjanesbæjar hafa beinst að dómaranum Davíð Tómasi Tómassyni síðustu daga eftir að hann rak Hörð Axel Vilhjálmsson út úr húsi undir lok leiks Keflavíkur og Njarðvíkur í lokaumferð deildarkeppninnar í síðustu viku. Vegna brottvísunarinnar fór Hörður í eins leiks bann og missir af leik Keflavíkur og Tindastóls í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í kvöld. Ákvörðun Davíðs að refsa Herði með þessum hætti hefur sætt töluverðri gagnrýni, frá bæði Sævari Sævarssyni og Jóni Halldóri Eðvarðssyni í sitthvorum þætti Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport, og svo frá Magnúsi Sverri Þorsteinssyni, formanni körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, í fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld. „Menn eru heitir en það er að fara af stað ótrúlega skemmtilegur tími þar sem úrslitakeppnin er að byrja. Ég skil vel að þeir séu sárir og svekktir yfir þessari stöðu sem komin er upp. En þetta er staðan á þessari stundu og þeir þurfa að finna lausnir – hvað þeir ætli að gera næst,“ segir Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, formaður KKÍ. Dómarar séu fagmannlegri en svo Umræðan hefur snúist að maðki í mysunni, og að þeir Davíð Tómas og Hörður Axel ættu sér persónulega sögu sem hefði eitthvað um ákvörðun dómarans að segja. Guðbjörg vildi lítið fara í saumana á einstaka málum en trúir því að dómarar séu almennt fagmannlegri í sínum störfum en að slíkt myndi hafa áhrif. „Ég hef þá trú að dómarar séu að gera sitt allra besta og ég veit það að þeir eru þjálfaðir til þess að byrja hvern einasta leik á núllpunkti. Ég er búin að vera í þessu í örfá ár og hef trú á því að þeir geri sitt besta í hverjum einasta leik,“ „Svo er það auðvitað þannig að við gerum öll mistök, sama hvort við séum leikmenn, dómarar, þjálfarar, stjórnarmenn,“ segir Guðbjörg. Fólk hugsi áður en það talar Töluverð umræða hefur skapast um missæmilega hegðun í garð dómara í vetur. Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson lagði til að mynda flautuna á hilluna í desember vegna svívirðinga og persónuníðs sem hann hlaut í starfi. Guðbjörg kallar því eftir virðingu fyrir störfum dómara. „Ég vil bara biðla til fólks að hugsa áður en það talar á pöllunum. Alveg eins og leikmenn eru partur af leiknum er dómarar partur af leiknum og það skiptir rosalega miklu máli hvernig við komum fram hvort við annað. Það á ekki að skipta máli hver þú ert,“ segir Guðbjörg. Sjá má ummæli Guðbjargar í spilaranum að ofan. Keflavík hefur leik í úrslitakeppninni gegn Tindastóli í kvöld og eru tveir leikir á dagskrá. Haukar mæta Þór Þorlákshöfn klukkan 18:15 og Keflavík mætir Tindastóli klukkan 20:15 og verða báðir leikirnir í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport. Leikir kvöldsins og gærkvöldsins í úrslitakeppninni verða svo gerðir upp í Körfuboltakvöldi klukkan 22:00. Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Sjá meira
Mörg spjót úr Keflavíkurhluta Reykjanesbæjar hafa beinst að dómaranum Davíð Tómasi Tómassyni síðustu daga eftir að hann rak Hörð Axel Vilhjálmsson út úr húsi undir lok leiks Keflavíkur og Njarðvíkur í lokaumferð deildarkeppninnar í síðustu viku. Vegna brottvísunarinnar fór Hörður í eins leiks bann og missir af leik Keflavíkur og Tindastóls í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í kvöld. Ákvörðun Davíðs að refsa Herði með þessum hætti hefur sætt töluverðri gagnrýni, frá bæði Sævari Sævarssyni og Jóni Halldóri Eðvarðssyni í sitthvorum þætti Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport, og svo frá Magnúsi Sverri Þorsteinssyni, formanni körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, í fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld. „Menn eru heitir en það er að fara af stað ótrúlega skemmtilegur tími þar sem úrslitakeppnin er að byrja. Ég skil vel að þeir séu sárir og svekktir yfir þessari stöðu sem komin er upp. En þetta er staðan á þessari stundu og þeir þurfa að finna lausnir – hvað þeir ætli að gera næst,“ segir Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, formaður KKÍ. Dómarar séu fagmannlegri en svo Umræðan hefur snúist að maðki í mysunni, og að þeir Davíð Tómas og Hörður Axel ættu sér persónulega sögu sem hefði eitthvað um ákvörðun dómarans að segja. Guðbjörg vildi lítið fara í saumana á einstaka málum en trúir því að dómarar séu almennt fagmannlegri í sínum störfum en að slíkt myndi hafa áhrif. „Ég hef þá trú að dómarar séu að gera sitt allra besta og ég veit það að þeir eru þjálfaðir til þess að byrja hvern einasta leik á núllpunkti. Ég er búin að vera í þessu í örfá ár og hef trú á því að þeir geri sitt besta í hverjum einasta leik,“ „Svo er það auðvitað þannig að við gerum öll mistök, sama hvort við séum leikmenn, dómarar, þjálfarar, stjórnarmenn,“ segir Guðbjörg. Fólk hugsi áður en það talar Töluverð umræða hefur skapast um missæmilega hegðun í garð dómara í vetur. Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson lagði til að mynda flautuna á hilluna í desember vegna svívirðinga og persónuníðs sem hann hlaut í starfi. Guðbjörg kallar því eftir virðingu fyrir störfum dómara. „Ég vil bara biðla til fólks að hugsa áður en það talar á pöllunum. Alveg eins og leikmenn eru partur af leiknum er dómarar partur af leiknum og það skiptir rosalega miklu máli hvernig við komum fram hvort við annað. Það á ekki að skipta máli hver þú ert,“ segir Guðbjörg. Sjá má ummæli Guðbjargar í spilaranum að ofan. Keflavík hefur leik í úrslitakeppninni gegn Tindastóli í kvöld og eru tveir leikir á dagskrá. Haukar mæta Þór Þorlákshöfn klukkan 18:15 og Keflavík mætir Tindastóli klukkan 20:15 og verða báðir leikirnir í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport. Leikir kvöldsins og gærkvöldsins í úrslitakeppninni verða svo gerðir upp í Körfuboltakvöldi klukkan 22:00.
Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Sjá meira