Tíu eftirréttir sem tilvalið er að prófa um páskana Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 7. apríl 2023 11:00 Á Vísi er að finna fjölmargar uppskriftir af gómsætum eftirréttum. Samsett Páskahátíðin er gengin í garð með tilheyrandi matarboðum og kræsingum. Páskalambið er löngu orðið að fastri hefð hjá mörgum en eftirrétturinn á það til að flækjast fyrir fólki. Vísir hefur í gegnum árin birt ótal margar uppskriftir frá hinum ýmsu matgæðingum. Það er því vel við hæfi að taka saman nokkrar vel valdar uppskriftir af gómsætum eftirréttum sem er tilvalið að prófa nú um páskana. Páskaterta Alberts og Bergþórs Gleðigjafarnir Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson töfra fram nýja páskatertu á hverju ári. Hefðin er sú að Bergþór bakar tertuna og Albert birtir síðan uppskriftina á blogginu sínu. Árið 2021 var það Dísudraumur sem varð fyrir valinu. Páskasmákökur Elenoru Á síðasta ári sýndi bakarinn Elenora Rós einfalda og ljúffenga uppskrift að súkkulaðibitakökum. Í uppskriftinni er að finna litlu súkkulaðieggin vinsælu sem flestir ættu að kannast við. Einföld súkkulaðimús Ef það er eitthvað eitt sem er hægt að treysta á í þessu lífi, þá er það að hún Eva Laufey veit hvað hún syngur þegar kemur að girnilegum eftirréttum. Árið 2019 kenndi hún landsmönnum að gera þessa einföldu en bragðgóða súkkulaðimús. Oreo ostakökueftirréttur Í þáttunum Matarboð með Evu fékk Eva Laufey skemmtikraftinn Evu Ruzu til liðs við sig. Þær nöfnur göldruðu meðal annars fram þennan girnilega en ofureinfalda Oreo ostakökueftirrétt. Gómsæt Pavlova Hver elskar ekki góða Pavlovu? Maregnseftirrétturinn vinsæli sem kenndur er við ballerínuna Önnu Pavlovu. Í sérstökum páskaþætti af Matargleði Evu galdraði Eva Laufey fram heila páskamáltíð og þar á meðal gómsæta Pavlovu, sem er hinn fullkomni páskaeftirréttur. Bananatriffli á 15 mínútum Fyrir þá sem hafa lítinn tíma getur þessi einfaldi eftirréttur bjargað matarboðinu. Hér sýnir Eva Laufey hvernig hægt er að galdra fram ómótstæðilegt bananatriffli með saltaðri karamellusósu á aðeins 15 mínútum. Grilluð eplabaka Heit eplabaka er eftirréttur sem fær sennilega flesta til þess að fá vatn í munninn. Hér má finna uppskrift af einni slíkri sem hægt er að skella á grillið. Bakan er svo borin fram með karamellusósu. Til þess að setja punktinn yfir i-ið er svo auðvitað tilvalið að bjóða upp á vanilluís með. Frönsk súkkulaðikaka Hin klassíska franska súkkulaðikaka hittir alltaf í mark. Hér fyrir neðan má finna uppskrift af einni slíkri frá matarbloggaranum Berglindi Guðmundsdóttur. Döðlukaka með karamellusósu Þeir sem hafa smakkað þessa vita að hér er um að ræða algjöra bombu. Kakan er svo toppuð með „heimsins bestu karamellusósu“ og borin fram með rjóma eða ís. Ítalskur vanillubúðingur með ástaraldinsósu Í þættinum Í eldhúsi með Evu sýndi Eva Laufey hvernig töfra mætti fram ítalskan vanillubúðing með ástaraldinsósu. Þetta er eftirréttur sem mun heilla matarboðsgesti upp úr skónum og fær þig til þess að líta út eins og meistarakokk. Athugið að búðingurinn þarf að standa í kæli í tvær til þrjár klukkustundir og því þarf að hefjast handa tímanlega. Eftirréttir Páskar Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Vísir hefur í gegnum árin birt ótal margar uppskriftir frá hinum ýmsu matgæðingum. Það er því vel við hæfi að taka saman nokkrar vel valdar uppskriftir af gómsætum eftirréttum sem er tilvalið að prófa nú um páskana. Páskaterta Alberts og Bergþórs Gleðigjafarnir Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson töfra fram nýja páskatertu á hverju ári. Hefðin er sú að Bergþór bakar tertuna og Albert birtir síðan uppskriftina á blogginu sínu. Árið 2021 var það Dísudraumur sem varð fyrir valinu. Páskasmákökur Elenoru Á síðasta ári sýndi bakarinn Elenora Rós einfalda og ljúffenga uppskrift að súkkulaðibitakökum. Í uppskriftinni er að finna litlu súkkulaðieggin vinsælu sem flestir ættu að kannast við. Einföld súkkulaðimús Ef það er eitthvað eitt sem er hægt að treysta á í þessu lífi, þá er það að hún Eva Laufey veit hvað hún syngur þegar kemur að girnilegum eftirréttum. Árið 2019 kenndi hún landsmönnum að gera þessa einföldu en bragðgóða súkkulaðimús. Oreo ostakökueftirréttur Í þáttunum Matarboð með Evu fékk Eva Laufey skemmtikraftinn Evu Ruzu til liðs við sig. Þær nöfnur göldruðu meðal annars fram þennan girnilega en ofureinfalda Oreo ostakökueftirrétt. Gómsæt Pavlova Hver elskar ekki góða Pavlovu? Maregnseftirrétturinn vinsæli sem kenndur er við ballerínuna Önnu Pavlovu. Í sérstökum páskaþætti af Matargleði Evu galdraði Eva Laufey fram heila páskamáltíð og þar á meðal gómsæta Pavlovu, sem er hinn fullkomni páskaeftirréttur. Bananatriffli á 15 mínútum Fyrir þá sem hafa lítinn tíma getur þessi einfaldi eftirréttur bjargað matarboðinu. Hér sýnir Eva Laufey hvernig hægt er að galdra fram ómótstæðilegt bananatriffli með saltaðri karamellusósu á aðeins 15 mínútum. Grilluð eplabaka Heit eplabaka er eftirréttur sem fær sennilega flesta til þess að fá vatn í munninn. Hér má finna uppskrift af einni slíkri sem hægt er að skella á grillið. Bakan er svo borin fram með karamellusósu. Til þess að setja punktinn yfir i-ið er svo auðvitað tilvalið að bjóða upp á vanilluís með. Frönsk súkkulaðikaka Hin klassíska franska súkkulaðikaka hittir alltaf í mark. Hér fyrir neðan má finna uppskrift af einni slíkri frá matarbloggaranum Berglindi Guðmundsdóttur. Döðlukaka með karamellusósu Þeir sem hafa smakkað þessa vita að hér er um að ræða algjöra bombu. Kakan er svo toppuð með „heimsins bestu karamellusósu“ og borin fram með rjóma eða ís. Ítalskur vanillubúðingur með ástaraldinsósu Í þættinum Í eldhúsi með Evu sýndi Eva Laufey hvernig töfra mætti fram ítalskan vanillubúðing með ástaraldinsósu. Þetta er eftirréttur sem mun heilla matarboðsgesti upp úr skónum og fær þig til þess að líta út eins og meistarakokk. Athugið að búðingurinn þarf að standa í kæli í tvær til þrjár klukkustundir og því þarf að hefjast handa tímanlega.
Eftirréttir Páskar Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira