Bein útsending: Ísland gegn áhrifavöldunum Bjarki Sigurðsson skrifar 4. apríl 2023 14:51 Áhrifavaldarnir fjórir sem munu tefla á mótinu. Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótið, Reykjavik Open, klárast í dag og í tilefni af því verður blásið til lokaveislu í beinni útsendingu hér á Vísi og Stöð 2 Vísi. Útsláttarhraðskáksmót sem ber yfirskriftina Ísland gegn áhrifavöldunum hefst klukkan 15:30. Einnig er vakt neðst í fréttinni þar sem hægt er að fylgjast með gangi mála. Það eru þrír skáksnillingar sem sjá um að lýsa mótinu og ræða við keppendur. Björn Þorfinnsson, ritstjóri DV, og Birkir Karl Sigurðsson sjá um að að lýsa því sem er í gangi og ræðir Leifur Þorsteinsson við keppendur á milli skáka. Keppendur mótsins eru átta talsins, fjórir koma erlendis frá og fjórir frá Íslandi. Íslensku keppendurnir eru Hjörvar Steinn Grétarsson, Alexander Domalchuk, Hilmir Freyr Heimisson og nýjasti stórmeistari Íslands, Vignir Vatnar Stefánsson. Erlendu keppendurnir eru breski stórmeistarinn Simon Williams, bandaríski alþjóðameistarinn Eric Rosen, kanadíski skákáhrifavaldurinn, eða skákhrifavaldurinn, Alexandra Botez sem er FIDE-meistari kvenna, líkt og hin sænska Anna Cramling sem einnig teflir á mótinu. Útsending hefst klukkan 15:30 og hefjast fyrstu skákirnar á slaginu 16. Hægt er að fylgjast með í spilaranum hér fyrir neðan. Þá er hægt að finna vakt neðst í fréttinni þar sem Arnar Milutin Heiðarsson sér um að skrifa hvað er að gerast. Mótið er með einvígisfyrirkomulagi og er óvenjulegt að því leyti að keppendur munu draga númer frá einum til átta í byrjun viðburðarins. Sá sem dregur númer eitt mun tefla tveggja skáka útsláttareinvígi gegn númer tvö og svo framvegis. Á slíkum mótum er yfirleitt tryggt að þeir sterkustu mætast helst síðast en á þessu móti er ekkert slíkt titlatog. Þeir sterkustu geta vel mæst í fyrstu umferð mótsins með tilheyrandi blóðbaði. Verði einvígin jöfn eftir tvær skákir þá verður tefld svokölluð Armageddon-skák þar sem að sá sem hefur hvítt verður að vinna skákina, annars fellur viðkomandi úr leik. Erlendu keppendurnir eru eins og áður segir í hópi vinsælustu skákhrifavalda, eða skákstreymara heims. Sérstaklega gildir það um Önnu Cramling og Alexöndru Botez. Þær hafa streymt skákum sínum frá Reykjavík Open í beinni útsendingu á Twitch-síðum sínum og hafa áhorfendur verið á bilinu tíu til tuttugu þúsund á hverjum tíma á rásum þeirra sem eru ótrúlegar tölur.
Það eru þrír skáksnillingar sem sjá um að lýsa mótinu og ræða við keppendur. Björn Þorfinnsson, ritstjóri DV, og Birkir Karl Sigurðsson sjá um að að lýsa því sem er í gangi og ræðir Leifur Þorsteinsson við keppendur á milli skáka. Keppendur mótsins eru átta talsins, fjórir koma erlendis frá og fjórir frá Íslandi. Íslensku keppendurnir eru Hjörvar Steinn Grétarsson, Alexander Domalchuk, Hilmir Freyr Heimisson og nýjasti stórmeistari Íslands, Vignir Vatnar Stefánsson. Erlendu keppendurnir eru breski stórmeistarinn Simon Williams, bandaríski alþjóðameistarinn Eric Rosen, kanadíski skákáhrifavaldurinn, eða skákhrifavaldurinn, Alexandra Botez sem er FIDE-meistari kvenna, líkt og hin sænska Anna Cramling sem einnig teflir á mótinu. Útsending hefst klukkan 15:30 og hefjast fyrstu skákirnar á slaginu 16. Hægt er að fylgjast með í spilaranum hér fyrir neðan. Þá er hægt að finna vakt neðst í fréttinni þar sem Arnar Milutin Heiðarsson sér um að skrifa hvað er að gerast. Mótið er með einvígisfyrirkomulagi og er óvenjulegt að því leyti að keppendur munu draga númer frá einum til átta í byrjun viðburðarins. Sá sem dregur númer eitt mun tefla tveggja skáka útsláttareinvígi gegn númer tvö og svo framvegis. Á slíkum mótum er yfirleitt tryggt að þeir sterkustu mætast helst síðast en á þessu móti er ekkert slíkt titlatog. Þeir sterkustu geta vel mæst í fyrstu umferð mótsins með tilheyrandi blóðbaði. Verði einvígin jöfn eftir tvær skákir þá verður tefld svokölluð Armageddon-skák þar sem að sá sem hefur hvítt verður að vinna skákina, annars fellur viðkomandi úr leik. Erlendu keppendurnir eru eins og áður segir í hópi vinsælustu skákhrifavalda, eða skákstreymara heims. Sérstaklega gildir það um Önnu Cramling og Alexöndru Botez. Þær hafa streymt skákum sínum frá Reykjavík Open í beinni útsendingu á Twitch-síðum sínum og hafa áhorfendur verið á bilinu tíu til tuttugu þúsund á hverjum tíma á rásum þeirra sem eru ótrúlegar tölur.
Skák Reykjavík Reykjavíkurskákmótið Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fleiri fréttir „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni Sjá meira