Rífa niður Egilsstaði og endurbyggja í miðbænum Bjarki Sigurðsson skrifar 4. apríl 2023 13:22 Egilsstaðir þurfa að víkja fyrir viðbyggingu Grunnskólans í Hveragerði. Vísir/Sævar Þór Helgason Húsið Egilsstaðir hefur verið í eigu Hveragerðis síðan árið 1937. Nú stendur til að rífa húsið niður og endurbyggja það í miðbæ Hveragerðis til þess að gera pláss fyrir viðbyggingu Grunnskólans í Hveragerði. Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnar Hveragerðis. Þar er vísað í bréf Minjastofnunar um að húsið hafi varðveislugildi og því kjörið að endurbyggja það í elsta hluta miðbæjar Hveragerðis. Húsið var keypt árið 1937 þegar kennsla, heimavist og skólahald í Ölfushreppi var sameinað á einn stað. Stendur það við Skólamörk 6. Ekki er unnt að flytja húsið í heilu lagi þar sem fótstykki og veggstoðir eru fúnar í húsinu sem rekja má til steypukápunnar. Því þarf að endurbyggja burðargrind þess og klæðningar að mestu leyti úr nýju efni. „Vegna ástands hússins er ljóst að ekki er hægt að varðveita það í heild og í bréfi Minjastofnunar frá 30. mars sl. gerir stofnunin ekki athugasemdir við að húsið verði rifið að uppfylltum ákveðnum skilyrðum,“ segir í bókun bæjarstjórnar. Bærinn hefur gert nákvæmar uppmælingar á húsinu og það verið ljósmyndað en þær upplýsingar munu nýtast við endurgerð þess. Sýnishorn verða varðveitt af gólfborða, vegg- og loftklæðingu, heillegum gluggum og stólpum. „Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkir því að húsið Egilsstaðir verði tekið niður með framangreindum skilyrðum um varðveislu sýnishorna og upprunalegra hluta hússins sem má hafa til hliðsjónar og nota þegar húsið verður endurbyggt. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að hefja deiliskipulagsvinnu á miðbæjarsvæði og Breiðumörk þar sem fest verði í skipulag að Egilsstaðir verði endurbyggðir í miðbæ Hveragerðisbæjar,“ segir í fundargerðinni. Hveragerði Húsavernd Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnar Hveragerðis. Þar er vísað í bréf Minjastofnunar um að húsið hafi varðveislugildi og því kjörið að endurbyggja það í elsta hluta miðbæjar Hveragerðis. Húsið var keypt árið 1937 þegar kennsla, heimavist og skólahald í Ölfushreppi var sameinað á einn stað. Stendur það við Skólamörk 6. Ekki er unnt að flytja húsið í heilu lagi þar sem fótstykki og veggstoðir eru fúnar í húsinu sem rekja má til steypukápunnar. Því þarf að endurbyggja burðargrind þess og klæðningar að mestu leyti úr nýju efni. „Vegna ástands hússins er ljóst að ekki er hægt að varðveita það í heild og í bréfi Minjastofnunar frá 30. mars sl. gerir stofnunin ekki athugasemdir við að húsið verði rifið að uppfylltum ákveðnum skilyrðum,“ segir í bókun bæjarstjórnar. Bærinn hefur gert nákvæmar uppmælingar á húsinu og það verið ljósmyndað en þær upplýsingar munu nýtast við endurgerð þess. Sýnishorn verða varðveitt af gólfborða, vegg- og loftklæðingu, heillegum gluggum og stólpum. „Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkir því að húsið Egilsstaðir verði tekið niður með framangreindum skilyrðum um varðveislu sýnishorna og upprunalegra hluta hússins sem má hafa til hliðsjónar og nota þegar húsið verður endurbyggt. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að hefja deiliskipulagsvinnu á miðbæjarsvæði og Breiðumörk þar sem fest verði í skipulag að Egilsstaðir verði endurbyggðir í miðbæ Hveragerðisbæjar,“ segir í fundargerðinni.
Hveragerði Húsavernd Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira