Þjófstart á þremur veiðistöðum Karl Lúðvíksson skrifar 3. apríl 2023 13:55 Það er greinilegt að ekki eru allir með það á hreinu hvenær veiði hefst á sumum veiðisvæðum en sést hefur til veiðimanna þar sem veiði er ekki hafin. Í það minnsta tveir veiðimenn voru að gera sig klára við Helluvatn í Elliðavatni á laugardaginn þegar vegfarandi benti á að veiði hefst ekki í vatninu fyrr en á sumardaginn fyrsta og tóku þessir ágætu veiðimenn þessum tilmælum vel og héldu annað til veiða. Það má benda á að veiði í Vífilstaðavatni hefst 1. apríl. Einn veiðimaður var tekinn í landhelgi í Hlíðarvatni í Selvogi en ekki fylgir sögunni hvort það hafa eitthvað veiðst hjá þeim ágæta manni en ekki náðist að benda honum á að veiði væri ekki hafinn því hann lét sig hverfa stuttu eftir að sást til hans. Við Þingvallavatn voru nokkrir komnir við bakkann á laugardagsmorgun en stoppuðu stutt við. Þeim var bent á það að veiði hefst í vatninu 20. apríl. Það vakti athygli þeirra sem snéru þeim frá að þarna var verið að setja saman stangir til beituveiða í þjóðgarðinum og að lyktin úr beituboxinu hafi bent til þess að um Makríl eða Saura hafi verið að ræða en samkvæmt veiðireglum er aðeins leyfilegt að veiða á flugu, maðk og spón. Stangveiði Mest lesið Skotveiðimenn tæta dýralögmanninn í sig Veiði Fimm stórlaxar á hitch í Víðidalsá Veiði Frábær veiði í Hlíðarvatni í gær Veiði Fjórir laxar fyrsta daginn í Bíldsfelli Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Treg taka en nóg af laxi Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Risalax úr Hrútafjarðará og fleiri stórlaxar úr Breiðdalsá Veiði Hver er besta haustflugan í laxinn? Veiði Með flugu í höfðinu - Ekki fyrir viðkvæma Veiði
Í það minnsta tveir veiðimenn voru að gera sig klára við Helluvatn í Elliðavatni á laugardaginn þegar vegfarandi benti á að veiði hefst ekki í vatninu fyrr en á sumardaginn fyrsta og tóku þessir ágætu veiðimenn þessum tilmælum vel og héldu annað til veiða. Það má benda á að veiði í Vífilstaðavatni hefst 1. apríl. Einn veiðimaður var tekinn í landhelgi í Hlíðarvatni í Selvogi en ekki fylgir sögunni hvort það hafa eitthvað veiðst hjá þeim ágæta manni en ekki náðist að benda honum á að veiði væri ekki hafinn því hann lét sig hverfa stuttu eftir að sást til hans. Við Þingvallavatn voru nokkrir komnir við bakkann á laugardagsmorgun en stoppuðu stutt við. Þeim var bent á það að veiði hefst í vatninu 20. apríl. Það vakti athygli þeirra sem snéru þeim frá að þarna var verið að setja saman stangir til beituveiða í þjóðgarðinum og að lyktin úr beituboxinu hafi bent til þess að um Makríl eða Saura hafi verið að ræða en samkvæmt veiðireglum er aðeins leyfilegt að veiða á flugu, maðk og spón.
Stangveiði Mest lesið Skotveiðimenn tæta dýralögmanninn í sig Veiði Fimm stórlaxar á hitch í Víðidalsá Veiði Frábær veiði í Hlíðarvatni í gær Veiði Fjórir laxar fyrsta daginn í Bíldsfelli Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Treg taka en nóg af laxi Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Risalax úr Hrútafjarðará og fleiri stórlaxar úr Breiðdalsá Veiði Hver er besta haustflugan í laxinn? Veiði Með flugu í höfðinu - Ekki fyrir viðkvæma Veiði